Gylfi Sigfússon hættir sem forstjóri Eimskips

Ekki hefur verið ráðið í starf forstjóra.

Eimskip
Auglýsing

Gylfi Sig­­fús­­son mun láta af störf­um sem for­­stjóri Eim­­skipa­­fé­lags Íslands um næstu ára­­mót. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu til kaup­hall­ar. Ekki hefur verið ráðið í starfið en ráðn­ing­ar­ferli hefur verið sett af stað.

„Gylfi Sig­fús­son á að baki far­sælan starfs­feril hjá Eim­skipa­fé­lagi Íslands sem spannar um 28 ár en hann tók við stöðu for­stjóra í maí 2008 er hann var beð­inn um að leiða fyr­ir­tækið í gegnum krefj­andi end­ur­skipu­lagn­ingu. Áður en Gylfi tók við sem for­stjóri félags­ins var hann fram­kvæmda­stjóri Eim­skips í Banda­ríkj­un­um, Kanada og Eim­skip Log­ist­ics, en hann mun frá og með 1. jan­úar 2019 taka aftur við dag­legum rekstri og flytj­ast til Banda­ríkj­anna,“ segir í til­kynn­ingu frá Eim­skip.

Bald­vin Þor­steins­son, stjórn­ar­for­mað­ur, segir mark­miðið framundan vera að byggja rekst­ur­inn áfram á sama grunni og verið hef­ur. „Verk­efnið var ekki aðeins mik­il­vægt fyrir Eim­skip heldur einnig fyrir hags­muni Íslands; að tryggja óhefta flutn­inga til og frá land­inu á erf­iðum tím­um, treysta rekstr­ar­grund­völl heima og erlend­is, auk þess sem hann stýrði félag­inu til nýrrar fram­tíðar með dug­miklu og sam­stilltu starfs­fólki. Vinnan við end­ur­skipu­lagn­ing­una tókst vel og félagið stendur sterkt eft­ir. Mark­miðið er að byggja rekst­ur­inn áfram á þeim grunni sem lagður var undir stjórn Gylfa. Fyrir hönd stjórnar félags­ins færi ég honum þakkir fyrir hans góða starf og óska honum vel­farn­aðar vest­an­hafs þar sem hann mun leiða upp­bygg­ing­ar­starf félags­ins í Norð­ur­-Am­er­ík­u.“ 

Auglýsing

Gylfi segir sjálfur í til­kynn­ingu að nú sigli Eim­skip inn í spenn­andi tíma. „Mér er efst í huga þakk­læti til þeirra fjöl­mörgu stjórn­ar­manna, stjórn­enda og starfs­manna sem og við­skipta­vina félags­ins sem mér auðn­að­ist að vinna með á þessum tíma. Þessir aðilar settu allt sitt á vog­ar­skál­arnar til að koma Eim­skip aftur á skrið. Rekstr­ar- og fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing félags­ins reyndi mikið á starfs­fólk en upp­skeran var góð og nú siglir félagið inn í bjarta og spenn­andi tíma. Ég mun stýra frek­ari upp­bygg­ingu félags­ins í Norð­ur­-Am­er­íku, en viku­leg sigl­inga­á­ætlun til og frá Norð­ur­-Am­er­íku sem kynnt var á síð­asta ári er horn­steinn þjón­ust­unn­ar. Ég óska félag­inu, stjórn, starfs­mönnum og við­skipta­vinum alls hins besta á kom­andi árum,“ segir Gylfi í til­kynn­ingu.

Mark­aðsvirði félags­ins er nú rúm­lega 37 millj­arðar króna en eigið fé félags­ins nam tæp­lega 30 millj­örðum króna um mitt þetta ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent