Raunverð íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, lækkaði um -0,2% milli september og október en undanfarið ár hefur það hækkað um 1,3 prósent.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4 prósent milli mánaða í október samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands.
Auglýsing
Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði, samanborið við 3,9% hækkun í september frá sama mánuði árið áður.
Verulega hefur hægst á hækkun fasteignaverðs að undanförnu. Á vormánuðum í fyrra mældist árshækkunin 23,5 prósent á höfuðborgarsvæðinu, og var þá með því allra mesta sem þekktist í heiminum.