Á undanförnu ári hefur vísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins hækkað lítið eitt, eða um 0,29 prósent. Þetta er svipað og algengt hefur verið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið tími lækkana víða, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi, og hefur ávöxtun þessa árs, það er miðað við vísitölu markaðana, öll þurrkast út.
Ávöxtun íslenskra hlutabréfasjóða hefur verið krefjandi á þessu ári, sökum þess hvernig markaðsaðstæður hafa verið. Flestir íslenskir hlutabréfasjóðir hafa skilað veri ávöxtun á undanförnum 12 mánuðum heldur en meðaltal markaðarins.
Verst hefur ávöxtunin verið hjá GAMMA Equity Fund, en hún hefur verið neikvæð um 10,43 prósent á undanförnum tólf mánuðum.
Stærsti íslenski hlutabréfasjóðurinn á innlendum markaði, Stefnir ÍS15, hefur verið með lélegri ávöxtun en meðaltal íslenska markaðarins, eða neikvæða ávöxtun um 0,36 prósent.
Sé horft til ávöxtunar sjóða dótturfélaga ríkisbankanna tveggja, Landsbankans (Landsbréf) og Íslandsbanka (Íslandssjóðir), þá hefur einn sjóður skilað betri ávöxtun en vísitala markaðarins undanfarna 12 mánuði.
Það er Öndvegisbréf Landsbréfa Landsbankans en hann hefur verið með 0,68 prósent ávöxtun. Neikvæð ávöxtun annarra sjóða þessara banka hefur verið á bilinu 1,82 prósent til 8,26 prósent (sjá töflu af vefnum Keldan.is).