Framkvæmdastjórn og stjórn Flokks fólksins kemur saman seinna í dag

Stjórn Flokks fólksins og framkvæmdastjórn mun koma saman klukkan fimm í dag til þess að ræða málið innan sinna raða.

Inga Sæland
Inga Sæland
Auglýsing

Stjórn Flokks fólks­ins og fram­kvæmda­stjórn mun koma saman klukkan fimm í dag til þess að ræða málið innan sinna raða. Þetta kemur fram í máli Ingu Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, í umfjöllun Stund­ar­innar í dag. 

Inga segir að sér sé brugðið vegna þess sem fram hefur kom­ið. Vísar hún til ummæla þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins sem hafa verið til umfjöll­unar á frétta­miðlum hér á landi í gær­kvöldi og í dag. Hún­ ­seg­ist aftur á móti ekki hafa orðið vör við klofn­ing innan flokks­ins.

„Við erum að tala um 12 pró­sent kjör­inna Íslend­inga sem eru að haga sér svona. Og ef skila­boðin eru svona, sem lög­gjaf­inn er að senda til fólks­ins í land­inu þá er það bara dap­urt og við tökum ekki þátt í því,“ segir Inga í sam­tali við Stund­ina en hún sé „undr­andi“ og „hissa“ vegna upp­lóstrana af fundi þing­manna Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins. 

Auglýsing

„Mér finnst þetta bara dap­urt og það lýsir bara þeim sem við­hafa svona munn­söfnuð og fyrst og síð­ast, alveg rosa­legri lít­ils­virð­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu, og kemur manni algjör­lega í opna skjöldu, sér­stak­lega frá ein­stak­lingum sem þykj­ast nú aldeilis vera jafn­rétt­is­sinn­aðir og allt það, það er greini­lega ekki svo, það er nokkuð ljóst,“ segir hún. 

Sagði við­brögð Sig­mundar sorg­leg

Inga sagði málið allt saman sorg­legt í við­tali við morg­un­út­varp Rásar 2 í morgun og enn sorg­legri væru við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Hann var einn fjög­urra þing­manna þess flokks sem sat við drykkju á umræddum hitt­ingi og tók virkan þátt í umræðum þar sem rætt var með niðr­andi hætti um m.a. aðra stjórn­mála­menn og kon­ur. 

Sig­mundur Davíð birti stöðu­upp­færslu í gær þar sem hann fjall­aði ekki efn­is­lega um neitt sem fjöl­miðlar höfðu birt úr upp­tök­unum en sagði það alvar­leg­ast í mál­inu „ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­­anir á einka­­sam­­tölum stjórn­­­mála­­manna. Hafi verið gerð hljóð­­upp­­­taka af fundi þeirra sex þing­­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­­ast alvar­­legt mál. Hóp­­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­­ar­­bún­­að­i.“ Hann gaf einnig í skyn að hann vildi láta rann­saka fjöl­miðla vegna þess að tal hans við þing­menn­ina hafi verið tekið upp.

Inga sagði við­brögð Sig­mundar Dav­íðs vera þau sömu og í mörgum öðrum málum sem að honum snúi, t.d. „þegar hann flytur bunka af pen­ing­um“ í skatta­skjól. Hann kenni öðrum um og geti ekki litið í eigin barm. Mið­flokk­ur­inn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólks­ins sé ekki að fara í eina sæng með þeim flokki með neinum hætti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent