Lilja: Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins óafsakanlegar

Mennta- og menningarmálaráðherra segir trúnaðarbrest hafa orðið milli þingmanna Miðflokksins, þings og þjóðar.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Yf­ir­lýs­ingar þing­manna Mið­flokks­ins eru óaf­sak­an­leg­ar. Trún­að­ar­brestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóð­ar. Það orð­færi og sleggju­dómar sem orðið hafa til­efni frétta­skrifa í dag lýsa van­mætti, ótta og úreltum við­horf­um.“

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og men­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book síðu sinni

Vísar hún þar ummæla sem þing­menn Mið­flokks­ins létu falla í sam­tölum sín á milli á barnum Klaust­ur, 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Upp­tökur af sam­töl­unum fóru til DV og Stund­ar­innar, sem hafa sagt fréttir af því hvað þeir rædd­u. 

Auglýsing

Þar á meðal er niðr­andi tal um stjórn­mála­kon­ur, og er Lilja Dögg Alfreðs­dóttir þar á með­al. Er hún meðal ann­ars kölluð „tík“.

Þing­menn Mið­flokks­ins, Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, hafa beðist afsök­unar á orðum sem þeir létu falla. Gunnar Bragi sagði í við­tali við Kast­ljósið að hegðun hans hefði ein­fald­lega verið óaf­sak­an­leg, og sagð­ist hann hafa eytt deg­inum í að biðja fólk afsök­un­ar.

Þeir þing­menn sem ræddu málin voru Berg­þór Óla­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Mið­flokki, og Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, Flokki fólks­ins.

Stjórn Flokks fólks­ins hefur þegar ályktað á þann veg, að Ólafur og Karl Gauti eigi að segja af sér þing­mennsku. 

Í við­tali við Gunnar Braga í kvöld, sem birt var í Kast­ljósi RÚV, sagði hann enga ástæðu til að segja af sér, enda hefði ekk­ert brot átt sér stað.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent