Lilja: Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins óafsakanlegar

Mennta- og menningarmálaráðherra segir trúnaðarbrest hafa orðið milli þingmanna Miðflokksins, þings og þjóðar.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Yf­ir­lýs­ingar þing­manna Mið­flokks­ins eru óaf­sak­an­leg­ar. Trún­að­ar­brestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóð­ar. Það orð­færi og sleggju­dómar sem orðið hafa til­efni frétta­skrifa í dag lýsa van­mætti, ótta og úreltum við­horf­um.“

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og men­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book síðu sinni

Vísar hún þar ummæla sem þing­menn Mið­flokks­ins létu falla í sam­tölum sín á milli á barnum Klaust­ur, 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Upp­tökur af sam­töl­unum fóru til DV og Stund­ar­innar, sem hafa sagt fréttir af því hvað þeir rædd­u. 

Auglýsing

Þar á meðal er niðr­andi tal um stjórn­mála­kon­ur, og er Lilja Dögg Alfreðs­dóttir þar á með­al. Er hún meðal ann­ars kölluð „tík“.

Þing­menn Mið­flokks­ins, Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, hafa beðist afsök­unar á orðum sem þeir létu falla. Gunnar Bragi sagði í við­tali við Kast­ljósið að hegðun hans hefði ein­fald­lega verið óaf­sak­an­leg, og sagð­ist hann hafa eytt deg­inum í að biðja fólk afsök­un­ar.

Þeir þing­menn sem ræddu málin voru Berg­þór Óla­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Mið­flokki, og Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, Flokki fólks­ins.

Stjórn Flokks fólks­ins hefur þegar ályktað á þann veg, að Ólafur og Karl Gauti eigi að segja af sér þing­mennsku. 

Í við­tali við Gunnar Braga í kvöld, sem birt var í Kast­ljósi RÚV, sagði hann enga ástæðu til að segja af sér, enda hefði ekk­ert brot átt sér stað.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent