Bergþór og Gunnar Bragi í leyfi - Sigmundur Davíð segir iðrun þingmanna einlæga

„Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist í bréfi til flokks­manna skamm­ast sín fyrir að hafa ekki stöðvað sam­sæti þing­manna á Klaustri bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, töl­uðu með niðr­andi hætti um aðra stjórn­mála­menn, einkum kon­ur. 

Í bréf­inu segir hann að Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son áformi nú að taka sér leyfi frá þing­störf­um. Þeir sem sátu fund­inn afdrifa­ríka, sem náð­ist á upp­töku sem DV og Stundin fengu senda og hafa síðan skrifað fréttir upp úr, sem og aðrir miðl­ar, voru auk Sig­mund­ar, Berg­þórs og Gunn­ars Braga, þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, úr Mið­flokki, og Karl Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son, úr Flokki flokks­ins. Þeir tveir síð­ast­nefndur hafa nú þegar verið reknir úr flokkn­um, en ætla að sitja áfram sem Alþing­is­menn. 

Bréfið frá Sig­mundir Davíð til flokks­manna í heild sinni fer hér að neð­an.

Auglýsing

„Kæru félagar og vinir



Ég veit að und­an­farnir dagar hafa reynt mikið á ykkur og það þykir mér ein­stak­lega leitt.



Þing­menn flokks­ins eru miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einka­sam­tölum sem gerð hafa verið opin­ber und­an­farna daga. Sumt af því sem reynd­ist hafa verið sagt kom jafn­vel þeim sem sögðu það á óvart. Þar var m.a. um að ræða orð sem menn töldu að þeir myndu aldrei taka sér í munn.



Það góða fólk sem skipar flokk­inn okkar átti það svo sann­ar­lega ekki skilið að þurfa að hlusta á slíkt tal frá þing­mönnum sín­um.



Van­líðan þeirra þing­manna sem komu við sögu hefur verið mik­il. Fyrst og fremst yfir því að hafa brugð­ist ykkur og sjálfum sér.



Ljóst er að þetta kallar á mikið end­ur­mat eins og ég útskýri hér að neð­an.



Ég var alinn upp við að maður eigi að sýna ein­stak­lingum virð­ingu og hef ætíð reynt að forð­ast per­sónu­níð þrátt fyrir að hart sé tek­ist á í póli­tík­inni. Ég hef aldrei notað blóts­yrði frá því að ég var barn og lof­aði ömmu minni að ég myndi ekki taka mér þau orð í munn. Auk þess er ég almennt feim­inn við gróft tal þótt eflaust hafi komið fyrir að ég hafi hætt mér út í slíkt tal við vissar aðstæð­ur.



Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrr­nefnt sam­sæti þegar það þró­að­ist með þeim hætti sem það gerði. Sem for­maður flokks­ins var það mitt að gera það frekar en ann­arra. Ég skamm­ast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. Frá því ég hóf þátt­töku í póli­tík eru fjöl­mörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óvið­eig­andi umræð­ur. Ég hef setið ótalsinnum með full­trúum ólíkra flokka þar sem sam­bæri­legar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.



Slík sam­sæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í póli­tík og af sögum eldri þing­manna að dæma miklu leng­ur. Ég hef hlustað á þing­menn flestra flokka úthúða flokks­fé­lögum sínum og nota orð­bragð sem í sum­um, jafn­vel mörg­um, til­vikum er enn gróf­ara en það sem birst hefur að und­an­förnu. Þing­menn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórn­ar­lömbin eru auk þess af báðum kynj­um.



Vissu­lega er það sem sagt er í einka­sam­tölum afmark­aðs hóps ann­ars eðlis en það sem sagt er opin­ber­lega. Ummæli geta verið sett fram í öðrum til­gangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýn­ast eða villa um fyrir öðr­um. Fólk sem engum er illa við er jafn­vel gagn­rýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræð­unni. Til­hneig­ingin þing­manna á þessum sam­komum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það rétt­lætir þó ekki slíkar umræð­ur.



Mér hefur þótt það til marks um ein­staka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeð­fellda hluti um félaga sína og gróf­ustu brand­ara sem ég veit um stígur nú fram upp­fullt af vand­læt­ingu.



Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálf­sögðu ekki einu slíku umræð­urnar sem urðu opin­berar eða þá þing­menn sem tóku þátt í þeim. Þó er mik­il­vægt að setja þetta í sam­hengi ef við ætlum raun­veru­lega að laga þetta ástand.



Ég bið flokks­menn að hafa það hug­fast að það var ekki ætlun nokk­urs mann að meiða aðra og þing­menn hafa und­an­farna daga beðið þá afsök­unar sem blandað var í umræð­urnar með óvið­ur­kvæmi­legum hætti.



Þing­menn­irnir Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son áforma að taka sér leyfi frá störf­um. Iðrun þing­manna er mikil og ein­læg og ég vona að þið getið með tím­anum séð ykkur fært að veita fyr­ir­gefn­ingu.



Nú ættum við að ein­setja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokk­ur, og sér­stak­lega þing­flokk­ur­inn, með það að mark­miði að við verðum til fyr­ir­myndar í allri fram­komu og hegð­un. Leggja lín­urnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátt­töku í skemmt­unum og öðrum við­burð­um, með­ferð áfengis og aðra þá hluti sem von­andi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfs­um­hverfi stjórn­mál­anna.



Starf flokks­ins, þau mál­efni sem við berj­umst fyrir og árang­ur­inn sem við höfum náð til þessa er það mik­il­vægur að við megum aldrei aftur láta óásætt­an­lega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opin­berum vett­vangi eða í einka­sam­kvæm­um.



Þið flokks­menn, sem hafið unnið undra­vert starf á liðnu ári eigið skilið að full­trúar ykkar sýni af sér sæmd og fyr­ir­myndar fram­komu hvar sem þeir koma. Von­andi getum við með því, og lær­dómnum af því sem við höfum upp­lif­að, haft góð áhrif á allt stjórn­mála­starf á Íslandi.



Með ein­lægri vin­semd og þakk­læti,



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent