Bergþór og Gunnar Bragi í leyfi - Sigmundur Davíð segir iðrun þingmanna einlæga

„Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist í bréfi til flokks­manna skamm­ast sín fyrir að hafa ekki stöðvað sam­sæti þing­manna á Klaustri bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, töl­uðu með niðr­andi hætti um aðra stjórn­mála­menn, einkum kon­ur. 

Í bréf­inu segir hann að Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son áformi nú að taka sér leyfi frá þing­störf­um. Þeir sem sátu fund­inn afdrifa­ríka, sem náð­ist á upp­töku sem DV og Stundin fengu senda og hafa síðan skrifað fréttir upp úr, sem og aðrir miðl­ar, voru auk Sig­mund­ar, Berg­þórs og Gunn­ars Braga, þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, úr Mið­flokki, og Karl Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son, úr Flokki flokks­ins. Þeir tveir síð­ast­nefndur hafa nú þegar verið reknir úr flokkn­um, en ætla að sitja áfram sem Alþing­is­menn. 

Bréfið frá Sig­mundir Davíð til flokks­manna í heild sinni fer hér að neð­an.

Auglýsing

„Kæru félagar og vinirÉg veit að und­an­farnir dagar hafa reynt mikið á ykkur og það þykir mér ein­stak­lega leitt.Þing­menn flokks­ins eru miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einka­sam­tölum sem gerð hafa verið opin­ber und­an­farna daga. Sumt af því sem reynd­ist hafa verið sagt kom jafn­vel þeim sem sögðu það á óvart. Þar var m.a. um að ræða orð sem menn töldu að þeir myndu aldrei taka sér í munn.Það góða fólk sem skipar flokk­inn okkar átti það svo sann­ar­lega ekki skilið að þurfa að hlusta á slíkt tal frá þing­mönnum sín­um.Van­líðan þeirra þing­manna sem komu við sögu hefur verið mik­il. Fyrst og fremst yfir því að hafa brugð­ist ykkur og sjálfum sér.Ljóst er að þetta kallar á mikið end­ur­mat eins og ég útskýri hér að neð­an.Ég var alinn upp við að maður eigi að sýna ein­stak­lingum virð­ingu og hef ætíð reynt að forð­ast per­sónu­níð þrátt fyrir að hart sé tek­ist á í póli­tík­inni. Ég hef aldrei notað blóts­yrði frá því að ég var barn og lof­aði ömmu minni að ég myndi ekki taka mér þau orð í munn. Auk þess er ég almennt feim­inn við gróft tal þótt eflaust hafi komið fyrir að ég hafi hætt mér út í slíkt tal við vissar aðstæð­ur.Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrr­nefnt sam­sæti þegar það þró­að­ist með þeim hætti sem það gerði. Sem for­maður flokks­ins var það mitt að gera það frekar en ann­arra. Ég skamm­ast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. Frá því ég hóf þátt­töku í póli­tík eru fjöl­mörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óvið­eig­andi umræð­ur. Ég hef setið ótalsinnum með full­trúum ólíkra flokka þar sem sam­bæri­legar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.Slík sam­sæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í póli­tík og af sögum eldri þing­manna að dæma miklu leng­ur. Ég hef hlustað á þing­menn flestra flokka úthúða flokks­fé­lögum sínum og nota orð­bragð sem í sum­um, jafn­vel mörg­um, til­vikum er enn gróf­ara en það sem birst hefur að und­an­förnu. Þing­menn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórn­ar­lömbin eru auk þess af báðum kynj­um.Vissu­lega er það sem sagt er í einka­sam­tölum afmark­aðs hóps ann­ars eðlis en það sem sagt er opin­ber­lega. Ummæli geta verið sett fram í öðrum til­gangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýn­ast eða villa um fyrir öðr­um. Fólk sem engum er illa við er jafn­vel gagn­rýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræð­unni. Til­hneig­ingin þing­manna á þessum sam­komum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það rétt­lætir þó ekki slíkar umræð­ur.Mér hefur þótt það til marks um ein­staka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeð­fellda hluti um félaga sína og gróf­ustu brand­ara sem ég veit um stígur nú fram upp­fullt af vand­læt­ingu.Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálf­sögðu ekki einu slíku umræð­urnar sem urðu opin­berar eða þá þing­menn sem tóku þátt í þeim. Þó er mik­il­vægt að setja þetta í sam­hengi ef við ætlum raun­veru­lega að laga þetta ástand.Ég bið flokks­menn að hafa það hug­fast að það var ekki ætlun nokk­urs mann að meiða aðra og þing­menn hafa und­an­farna daga beðið þá afsök­unar sem blandað var í umræð­urnar með óvið­ur­kvæmi­legum hætti.Þing­menn­irnir Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son áforma að taka sér leyfi frá störf­um. Iðrun þing­manna er mikil og ein­læg og ég vona að þið getið með tím­anum séð ykkur fært að veita fyr­ir­gefn­ingu.Nú ættum við að ein­setja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokk­ur, og sér­stak­lega þing­flokk­ur­inn, með það að mark­miði að við verðum til fyr­ir­myndar í allri fram­komu og hegð­un. Leggja lín­urnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátt­töku í skemmt­unum og öðrum við­burð­um, með­ferð áfengis og aðra þá hluti sem von­andi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfs­um­hverfi stjórn­mál­anna.Starf flokks­ins, þau mál­efni sem við berj­umst fyrir og árang­ur­inn sem við höfum náð til þessa er það mik­il­vægur að við megum aldrei aftur láta óásætt­an­lega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opin­berum vett­vangi eða í einka­sam­kvæm­um.Þið flokks­menn, sem hafið unnið undra­vert starf á liðnu ári eigið skilið að full­trúar ykkar sýni af sér sæmd og fyr­ir­myndar fram­komu hvar sem þeir koma. Von­andi getum við með því, og lær­dómnum af því sem við höfum upp­lif­að, haft góð áhrif á allt stjórn­mála­starf á Íslandi.Með ein­lægri vin­semd og þakk­læti,Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent