240 læknar senda bréf til heilbrigðisráðherra og krefjast úrbóta

Eftir úrskurð kærunefndar jafnréttismála hefur fjöldi lækna skrifað undir bréf og skorað á heilbrigðisráðherra að skoða ráðningaferla ofan í kjölinn og gera úrbætur.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Í kjöl­far úrskurðar Kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála þann 19. sept­em­ber 2018 hafa 240 læknar sent Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra und­ir­skrifta­lista með athuga­semdum vegna vinnu­lags við ráðn­inga­ferla sér­fræði­lækna á Land­spít­ala.

Þetta kemur fram á vef Lækna­fé­lags Íslands

Bréf lækn­anna er sent, í til­efni af kæru og úrskurði, sem varð­aði ráðn­ingu í starf sér­fræði­læknis á Land­spít­al­an­um. Í úrskurð­inum segir meðal ann­ars orð­rétt: ,,Eins og að framan greinir stendur kær­andi mun framar þeim er ráð­inn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í aug­lýs­ingu og fyrir liggur að sá er ráð­inn var upp­fyllti ekki öll skil­yrði aug­lýs­ingar er umsókn­ar­frestur rann út.”

Auglýsing

Bréfið sem birt hefur verið á vef Lækna­fé­lags, fer hér í heild sinni:

„Við und­ir­rituð viljum vekja athygli ráð­herra á vinnu­lagi við ráðn­ing­ar­ferla þegar ráðnir eru sér­fræð­ingar til starfa við stærstu heil­brigð­is­stofnun lands­ins og jafn­framt háskóla­sjúkra­húss.

Til­efni þess­ara skrifa er úrskurður Kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, nr. 6 / 2018 vegna ráðn­ing­ar­ferlis þegar Land­spít­al­inn aug­lýsti stöðu sér­fræð­ings í melt­ing­ar­lækn­ing­um. Tvær umsóknir bár­ust og fengu umfjöllun stöðu­nefndar lækna­ráðs Land­spít­ala. Það var tölu­verður munur á starfs­reynslu meðal umsækj­enda sem sér­fræð­ingar í lyf – og melt­ing­ar­lækn­ing­um, starfs­reynslu við stjórn­un, kennslu og á fræði­legu starfi. Svo vitnað sé beint í úrskurð kæru­nefnd­ar: ,,Eins og að framan greinir stendur kær­andi mun framar þeim er ráð­inn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í aug­lýs­ingu og fyrir liggur að sá er ráð­inn var upp­fyllti ekki öll skil­yrði aug­lýs­ingar er umsókn­ar­frestur rann út.”

Það er óásætt­an­legt að sér­fræði­læknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái fag­lega umfjöllun óháðra aðila við ráðn­ingar að Land­spít­ala háskóla­sjúkra­húsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sér­fræði­læknar hafa rekið sig á svip­aðar nið­ur­stöð­ur, þó ekki hafi komið til kæru. Úrskurður þessi hefur veru­lega skað­leg áhrif á ímynd Land­spít­ala sem háskóla­sjúkra­húss og mun hafa áhrif á áhuga lækna til að sækja um störf hér á landi. Við krefj­umst úrbóta nú þeg­ar.

Afrit af und­ir­skrift­ar­list­anum voru jafn­framt send for­stjóra Land­spít­ala, lækna­ráði Land­spít­ala og stjórn Lækna­fé­lags Íslands.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent