240 læknar senda bréf til heilbrigðisráðherra og krefjast úrbóta

Eftir úrskurð kærunefndar jafnréttismála hefur fjöldi lækna skrifað undir bréf og skorað á heilbrigðisráðherra að skoða ráðningaferla ofan í kjölinn og gera úrbætur.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Í kjöl­far úrskurðar Kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála þann 19. sept­em­ber 2018 hafa 240 læknar sent Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra und­ir­skrifta­lista með athuga­semdum vegna vinnu­lags við ráðn­inga­ferla sér­fræði­lækna á Land­spít­ala.

Þetta kemur fram á vef Lækna­fé­lags Íslands

Bréf lækn­anna er sent, í til­efni af kæru og úrskurði, sem varð­aði ráðn­ingu í starf sér­fræði­læknis á Land­spít­al­an­um. Í úrskurð­inum segir meðal ann­ars orð­rétt: ,,Eins og að framan greinir stendur kær­andi mun framar þeim er ráð­inn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í aug­lýs­ingu og fyrir liggur að sá er ráð­inn var upp­fyllti ekki öll skil­yrði aug­lýs­ingar er umsókn­ar­frestur rann út.”

Auglýsing

Bréfið sem birt hefur verið á vef Lækna­fé­lags, fer hér í heild sinni:

„Við und­ir­rituð viljum vekja athygli ráð­herra á vinnu­lagi við ráðn­ing­ar­ferla þegar ráðnir eru sér­fræð­ingar til starfa við stærstu heil­brigð­is­stofnun lands­ins og jafn­framt háskóla­sjúkra­húss.

Til­efni þess­ara skrifa er úrskurður Kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, nr. 6 / 2018 vegna ráðn­ing­ar­ferlis þegar Land­spít­al­inn aug­lýsti stöðu sér­fræð­ings í melt­ing­ar­lækn­ing­um. Tvær umsóknir bár­ust og fengu umfjöllun stöðu­nefndar lækna­ráðs Land­spít­ala. Það var tölu­verður munur á starfs­reynslu meðal umsækj­enda sem sér­fræð­ingar í lyf – og melt­ing­ar­lækn­ing­um, starfs­reynslu við stjórn­un, kennslu og á fræði­legu starfi. Svo vitnað sé beint í úrskurð kæru­nefnd­ar: ,,Eins og að framan greinir stendur kær­andi mun framar þeim er ráð­inn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í aug­lýs­ingu og fyrir liggur að sá er ráð­inn var upp­fyllti ekki öll skil­yrði aug­lýs­ingar er umsókn­ar­frestur rann út.”

Það er óásætt­an­legt að sér­fræði­læknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái fag­lega umfjöllun óháðra aðila við ráðn­ingar að Land­spít­ala háskóla­sjúkra­húsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sér­fræði­læknar hafa rekið sig á svip­aðar nið­ur­stöð­ur, þó ekki hafi komið til kæru. Úrskurður þessi hefur veru­lega skað­leg áhrif á ímynd Land­spít­ala sem háskóla­sjúkra­húss og mun hafa áhrif á áhuga lækna til að sækja um störf hér á landi. Við krefj­umst úrbóta nú þeg­ar.

Afrit af und­ir­skrift­ar­list­anum voru jafn­framt send for­stjóra Land­spít­ala, lækna­ráði Land­spít­ala og stjórn Lækna­fé­lags Íslands.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent