Nýi Herjólfur rafvæddur og undir kostnaðaráætlun

Nýja Vestmannaeyjaferjan mun hefja siglingar í lok mars en afhending hefur dregist meðal annars vegna breytinga á búnaði skipsins en einnig hafa orðið tafir hjá skipasmíðastöðinni.

Nýi Herjólfur síðasta sumar.
Nýi Herjólfur síðasta sumar.
Auglýsing

Ný Vestmannaeyjaferja, eða Nýi Herjólfur, mun kosta 4,4 milljarða króna en það er undir kostnaðaráætlun. Upphaflega var reiknað með að 4,8 milljarðar færu í verkefnið. 

Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Kjarnans. 

Ákveðið var að rafvæða ferjuna í febrúar á síðasta ári en það var eftir að smíði hófst. Samkvæmt Vegagerðinni er kostnaður við rafvæðinguna um 800 milljónir króna en sá kostnaður var ekki inn í áætlun. Þannig hefði heildarkostnaðurinn orðið um 3,6 milljarðar ef ekki hefði verið ráðist í rafvæðinguna og líklega lægri, segir í svarinu. 

Auglýsing

Ferjan verður tvinntengil-ferja eða „plug-in-ferja“. Hún mun eingöngu geta siglt á rafmagni eða dísel eða sambland af hvoru tveggja. Gert er ráð fyrir að þegar hún siglir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyjar verði hún eingöngu knúin rafmagni.

Í svari Vegagerðarinnar segir jafnframt að ferjan sé umhverfisvæn ferja og að dregið verði úr útblæstri sem svarar til 3000 bíla – samdráttur í kolefnisútblæstri nemi yfir 2000 tonnum af olíu miðað við núverandi ferju.

Hefur siglingar 30. mars

Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar þann 30. mars næstkomandi. Þetta staðfestir Vegagerðin. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja.

Nýi Herjólfur er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk í Póllandi. Afhending hefur dregist meðal annars vegna breytinga á búnaði skipsins en einnig hafa orðið tafir hjá skipasmíðastöðinni.

Nýi Herjólfur - Vestmannaeyjaferjan Mynd: Vegagerðin

Samkvæmt Vegagerðinni er ekki ljóst hver nákvæmur afhendingartími verður. Hvorki rekstraraðilum né yfirvöldum hugnist vel að hefja rekstur á nýju og breyttu skipi um háveturinn og því sé þessi tími valinn í lok mars. Tíminn frá afhendingu og þar til rekstur hefst verði notaður til prófana á sjólagi skipsins og til þjálfunar á áhöfn en búnaður skipsins sé talsvert breyttur frá gamla Herjólfi. 

Nýi Herjólfur hefur búnað sem gerir kleift að knýja skipið alfarið með raforku og er það í fyrsta sinn sem slík tækni er tekin til notkunar hér á landi. Með því móti er leitast við að leggja grunn að umhverfisvænum rekstri á nýju ferjunni og samgöngum við Vestmannaeyjar.

Núverandi Herjólfur mun sinna flutningum með sama hætti og verið hefur þar til ný ferja verður tekin í notkun og mun Eimskip reka ferjuna með óbreyttu sniði.

Í frétt Vegagerðarinnar sem birtist í lok september á síðasta ári segir að með nýjum Herjólfi sé reiknað með að frátafir í Landeyjahöfn minnki til muna sem muni auðvelda Vestmanneyingum ferðalög upp á land en ekki síður auka möguleika ferðaþjónustunnar í Eyjum. Vonir standi til þess að með nýja skipinu lengist ferðamannatímabilið í kjölfar þess að siglingar í Landeyjahöfn verði stöðugri. Það hafi sýnt sig að ferðamenn ferðist nær eingöngu í gegnum Landeyjahöfn á leið sinni til Vestmannaeyja. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent