Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, en Stundin greindi fyrst frá málinu.
Kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflunarvitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegar málsókn á hendur Báru, fyrir að hljóðrita samtöl þeirra á Klausturbar, var hafnað í héraði 19. desember og hefur sú niðurstaða nú verið staðfest í Landsrétti.
Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir höfuðu málið, en eins og kunnugt er tók Bára upp samtal þeirra á Klaustur bar þar sem þeir úthúðu samstarfsfólki sínu í stjórnmálum og töluðu meðal annars með niðrandi hætti um konur þegar þeir voru ölvaðir.
Í viðtali við mbl.is segir Ragnar Aðalsteinsson hrl., lögmaður Báru, að úrskurðurinn hafi verið staðfestur og að það byggi að sumu leyti á sömu forsendum og fyrri niðurstaða, það er að lagaskilyrði hafi ekki verið uppfyllt.