Heimavellir hafa boðið Heimavelli 900 ehf. til sölu, en upplýsingar um félagið og söluferlið hafa verið birtar á vef Landsbankans, sem sér um söluna. Frestur til að skila inn tilboðum er til 19. febrúar klukkan 16:00.
Félagið er með umtalsverða leigustarfsemi á Ásbrú á Suðurnesjum þar sem félagið á og leigir út níu fjölbýlishús, samtals 154 íbúðir.
Tekjur ársins 2019 eru áætlaðar um 272 milljónir króna. Mikil tækifæri geta falist í endurbótum á fjölbýlishúsunum og fjölgun íbúða, segir í tilkynningu Landbankans.
Eftir sölu á Heimavöllum 900 ehf. munu Heimavellir hf. áfram leigja út rúmlega 580 íbúðir á Ásbrú. Heimavellir er skráð félag, og námu heildareignir þess félags rúmlega 58 milljörðum króna í loka þriðja ársfjórðungs í fyrra.
Eignasafnið nemur um 3,8 milljörðum króna, sem er 188 þúsund krónur á fermetrann.
Fasteignamat nemur 4,2 milljörðum króna árið 2019.
50 ára lán frá Íbúðalánasjóði er áhvílandi, um 2,4 milljarðar króna, og eru 47 ár eftir af þeim lánstíma.
Leigutekjur 2019 eru áætlaðar um 272 milljónir króna en
útleiguhlutfall eigna nú er um 96 prósent.