Heimavellir bjóða Heimavelli 900 ehf. til sölu

Leigufélag á Ásbrú hefur nú verið boðið til sölu.

Landsbankinn
Auglýsing

Heima­vellir hafa boðið Heima­velli 900 ehf. til sölu, en upp­lýs­ingar um félagið og sölu­ferlið hafa verið birtar á vef Lands­bank­ans, sem sér um söl­una. Frestur til að skila inn til­boðum er til 19. febr­úar klukkan 16:00.

Félagið er með umtals­verða leigu­starf­semi á Ásbrú á Suð­ur­nesjum þar sem félagið á og leigir út níu fjöl­býl­is­hús, sam­tals 154 íbúð­ir. 

Tekjur árs­ins 2019 eru áætl­aðar um 272 millj­ónir króna. Mikil tæki­færi geta falist í end­ur­bótum á fjöl­býl­is­hús­unum og fjölgun íbúða, segir í til­kynn­ingu Land­bank­ans.

Auglýsing

Eftir sölu á Heima­völlum 900 ehf. munu Heima­vellir hf. áfram leigja út rúm­lega 580 íbúðir á Ásbrú. Heima­vellir er skráð félag, og námu heild­ar­eignir þess félags rúm­lega 58 millj­örðum króna í loka þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra.

Eigna­safnið nemur um 3,8 millj­örðum króna, sem er 188 þús­und krónur á fer­metr­ann.

Fast­eigna­mat nemur 4,2 millj­örðum króna árið 2019. 

50 ára lán frá Íbúða­lána­sjóði er áhvílandi, um 2,4 millj­arðar króna, og eru 47 ár eftir af þeim láns­tíma. 

Leigu­tekjur 2019 eru áætl­aðar um 272 millj­ónir króna en út­leigu­hlut­fall eigna nú er um 96 pró­sent.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent