ASÍ vill samfélagsbanka

Á vef ASÍ segir að stjórnvöld séu nú í kjörstöðu til að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka.

Drífa Snædal
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) telur stjórn­völd vera í kjör­stöðu til að búa til óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka sem myndi þjóna almenn­ingi og bjóða betri kjör á fjár­mála­þjón­ust­u. 

Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Þar seg­ir: „Mið­stjórn ASÍ skorar á stjórn­völd að stofna óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka enda er almenn­ingur lang­þreyttur á skorti á sam­keppni á fjár­mála­mark­aði, miklum kostn­aði og háu vaxta­stigi hér á land­i.  ­Með eign­ar­hlut sínum í rík­is­bönkum eru stjórn­völd í kjör­stöðu til að stofna óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka, þar sem hags­munir neyt­enda verði hafðir að leið­ar­ljósi og skilið sé á milli áhættu­sæk­ins banka­rekst­urs og almennrar inn- og útlána­starf­sem­i. Mið­stjórn ASÍ telur að stofnun slíks sam­fé­lags­banka geti verið mik­il­væg leið til að auka heil­brigði fjár­mála­mark­aðar og færa vaxta­stig og kostnað nær því sem þekk­ist í nágranna­lönd­um.“

Auglýsing

Íslenska ríkið er umfangs­mikið á fjár­mála­mark­aði, og er eig­andi Íslands­banka (100 pró­sent) og Lands­bank­ans (98,3 pró­sent). Þá á ríkið einnig Íbúða­lána­sjóð, og er mark­aðs­hlut­deild rík­is­ins á milli 70 og 80 pró­sent, þegar allt er saman tek­ið. 

Eigið fé Íslands­bank­ans og Lands­bank­ans er sam­tals yfir 400 millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt stefnu stjórn­valda er að því stefnt að selja Íslands­banka en halda eftir kjöl­festu­hlut í Lands­bank­an­um, 30 til 40 pró­sent. Engar end­an­legar ákvarð­anir hafa þó verið teknar um þetta, en Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­un­um.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent