ASÍ vill samfélagsbanka

Á vef ASÍ segir að stjórnvöld séu nú í kjörstöðu til að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka.

Drífa Snædal
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) telur stjórn­völd vera í kjör­stöðu til að búa til óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka sem myndi þjóna almenn­ingi og bjóða betri kjör á fjár­mála­þjón­ust­u. 

Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Þar seg­ir: „Mið­stjórn ASÍ skorar á stjórn­völd að stofna óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka enda er almenn­ingur lang­þreyttur á skorti á sam­keppni á fjár­mála­mark­aði, miklum kostn­aði og háu vaxta­stigi hér á land­i.  ­Með eign­ar­hlut sínum í rík­is­bönkum eru stjórn­völd í kjör­stöðu til að stofna óhagn­að­ar­drif­inn sam­fé­lags­banka, þar sem hags­munir neyt­enda verði hafðir að leið­ar­ljósi og skilið sé á milli áhættu­sæk­ins banka­rekst­urs og almennrar inn- og útlána­starf­sem­i. Mið­stjórn ASÍ telur að stofnun slíks sam­fé­lags­banka geti verið mik­il­væg leið til að auka heil­brigði fjár­mála­mark­aðar og færa vaxta­stig og kostnað nær því sem þekk­ist í nágranna­lönd­um.“

Auglýsing

Íslenska ríkið er umfangs­mikið á fjár­mála­mark­aði, og er eig­andi Íslands­banka (100 pró­sent) og Lands­bank­ans (98,3 pró­sent). Þá á ríkið einnig Íbúða­lána­sjóð, og er mark­aðs­hlut­deild rík­is­ins á milli 70 og 80 pró­sent, þegar allt er saman tek­ið. 

Eigið fé Íslands­bank­ans og Lands­bank­ans er sam­tals yfir 400 millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt stefnu stjórn­valda er að því stefnt að selja Íslands­banka en halda eftir kjöl­festu­hlut í Lands­bank­an­um, 30 til 40 pró­sent. Engar end­an­legar ákvarð­anir hafa þó verið teknar um þetta, en Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­un­um.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent