Sigurður Ingi íhugar að fjármagna vegakerfið með arðgreiðslum í stað veggjalda

Samgönguráðherra velti því upp í morgun hvort arðgreiðslum frá Landsvirkjun, sem hugsaðar hafa verið fyrir fyrirhugaðan Þjóðarsjóð, sé betur varið í vegaframkvæmdir næstu 4-5 árin.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra velti því upp hvort arð­greiðslur Lands­virkj­unar væru skyn­sam­legri leið til að fjár­magna vega­kerfið í stað ­veg­tolla næstu árin. Þetta kom fram í við­tali Sig­urðar Inga í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Í við­tal­inu sagði Sig­urður mark­mið hugs­an­legra ­veggjalda að koma í stað bens­ín­gjalds, olíu­gjalds og díselgjalds á bíl­um, þar sem hærra hlut­fall bíla muni keyra á öðrum orku­gjöfum á næstu árum. Sam­kvæmt honum hefur engin ákvörðun verið tekin um ­veggjöld, en Vísir benti á það í frétt sinni að Jón Gunn­ars­son, for­mað­ur­ um­hverf­is-og ­sam­göngu­nefnd­ar, hafi lýst afgreiðslu sam­göngu­á­ætl­unar frá Alþingi sem tíma­móta­skrefi í upptöku vegtolla.

Auglýsing


Aðspurður um aðrar leiðir í fjár­mögnun vega­kerf­is­ins sagði Sig­urður að þær hafi verið skoð­aðar og nefndi þar sem dæmi vænt­ar arð­greiðslur úr Lands­virkj­un: „Við vitum að arð­greiðslur eru að koma frá­ Lands­virkj­un, ekki síst á næstu árum. Við höfum verið að ræða það að setja það í Þjóð­ar­sjóð. Er kannski skyn­sam­legra að nota það í ein­hver ár við upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins? Er það meiri ávinn­ingur fólg­inn í því og gera svo eitt­hvað í þess­ari gjald­töku í 4-5 ár?“ Sagði Sig­urð­ur.

Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa ollið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent