Bankaráð: Launakjör bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu

Bankaráð Landsbankans segir í tilkynningu að gagnrýnin á launakjör bankastjóra Landbankans sé skiljanleg.

Landsbankinn
Auglýsing

Hækkun á launum banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, hefur verið gagn­rýnd, og sú gagn­rýni er skilj­an­leg, segir í til­kynnigu frá banka­ráði Lands­bank­ans. Þrátt fyrir það telur ráðið að hækk­unin á laun­unum sé í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans. 

Banka­ráð Lands­­bank­ans hækk­­aði mán­að­­ar­­laun banka­­stjór­ans í 3,8 millj­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­vísi­­tölu.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur harð­lega gagn­rýnt launa­hækk­un­ina í dag, og sagt hana fara gegn til­mælum sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi frá sér árið 2017, til allra rík­is­stofn­anna og rík­is­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

„Und­an­farna daga hefur launa­hækk­unin verið sett í sam­hengi við almennar umræður um kjara­mál. Banka­ráð er með­vitað um að kjör banka­stjóra eru vissu­lega góð en þau eru í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans, sem hlut­hafar hafa sam­þykkt, um að starfs­kjör eigi að vera sam­keppn­is­hæf en þó ekki leið­and­i. 

Að mati banka­ráðs hefur lengi verið ljóst að breyta þyrfti kjörum banka­stjóra Lands­bank­ans og færa þau nær þeim kjörum sem starfs­kjara­stefnan kveður á um. Þegar ákvörðun um laun banka­stjóra Lands­bank­ans og fleiri stjórn­enda voru færð undan kjara­ráði með lögum sem Alþingi sam­þykkti, hafa laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækkað tví­veg­is, ann­ars vegar frá 1. júlí 2017 og hins vegar frá 1. apríl 2018. Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórn­enda hjá öðrum stórum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

For­sagan er sú að kjara­ráði var árið 2009 falið að úrskurða um laun banka­stjóra Lands­bank­ans. Á sama tíma sagði í eig­enda­stefnu rík­is­ins að laun stjórn­enda ættu að stand­ast sam­an­burð á þeim sviðum sem við­kom­andi fyr­ir­tæki starf­aði á, án þess að vera leið­andi. Þessi til­högun var gagn­rýnd af þáver­andi banka­ráði Lands­bank­ans en beiðnir til stjórn­valda um breyt­ingar náðu ekki fram að ganga. Afleið­ingin varð sú að í mörg ár voru kjör banka­stjóra Lands­bank­ans tölu­vert lægri en laun hjá stjórn­endum sam­bæri­legra fyr­ir­tækja. Þau voru jafn­framt lægri en laun fram­kvæmda­stjóra hjá Lands­bank­an­um. Þær breyt­ingar sem banka­ráð hefur nú gert á kjörum banka­stjóra Lands­bank­ans eru í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans sem hlut­hafar hafa sam­þykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár,“ segir í til­kynn­ingu banka­ráðs­ins.

Í banka­ráði Lands­bank­ans eru Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­mað­ur, Berg­lind Svav­ars­dótt­ir, vara­for­mað­ur, Einar Þór Bjarna­son, Hersir Sig­ur­geirs­son, Jón Guð­mann Pét­urs­son og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir.

Íslenska ríkið á 98,2 pró­sent hlut í bank­an­um, bank­inn sjálfur 1,5 pró­sent og 900 aðrir hlut­haf­ar, aðal­lega starfs­menn Lands­bank­ans, eiga 0,3 pró­sent hlut.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent