Bankaráð: Launakjör bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu

Bankaráð Landsbankans segir í tilkynningu að gagnrýnin á launakjör bankastjóra Landbankans sé skiljanleg.

Landsbankinn
Auglýsing

Hækkun á launum banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, hefur verið gagn­rýnd, og sú gagn­rýni er skilj­an­leg, segir í til­kynnigu frá banka­ráði Lands­bank­ans. Þrátt fyrir það telur ráðið að hækk­unin á laun­unum sé í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans. 

Banka­ráð Lands­­bank­ans hækk­­aði mán­að­­ar­­laun banka­­stjór­ans í 3,8 millj­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­vísi­­tölu.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur harð­lega gagn­rýnt launa­hækk­un­ina í dag, og sagt hana fara gegn til­mælum sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi frá sér árið 2017, til allra rík­is­stofn­anna og rík­is­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

„Und­an­farna daga hefur launa­hækk­unin verið sett í sam­hengi við almennar umræður um kjara­mál. Banka­ráð er með­vitað um að kjör banka­stjóra eru vissu­lega góð en þau eru í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans, sem hlut­hafar hafa sam­þykkt, um að starfs­kjör eigi að vera sam­keppn­is­hæf en þó ekki leið­and­i. 

Að mati banka­ráðs hefur lengi verið ljóst að breyta þyrfti kjörum banka­stjóra Lands­bank­ans og færa þau nær þeim kjörum sem starfs­kjara­stefnan kveður á um. Þegar ákvörðun um laun banka­stjóra Lands­bank­ans og fleiri stjórn­enda voru færð undan kjara­ráði með lögum sem Alþingi sam­þykkti, hafa laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækkað tví­veg­is, ann­ars vegar frá 1. júlí 2017 og hins vegar frá 1. apríl 2018. Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórn­enda hjá öðrum stórum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

For­sagan er sú að kjara­ráði var árið 2009 falið að úrskurða um laun banka­stjóra Lands­bank­ans. Á sama tíma sagði í eig­enda­stefnu rík­is­ins að laun stjórn­enda ættu að stand­ast sam­an­burð á þeim sviðum sem við­kom­andi fyr­ir­tæki starf­aði á, án þess að vera leið­andi. Þessi til­högun var gagn­rýnd af þáver­andi banka­ráði Lands­bank­ans en beiðnir til stjórn­valda um breyt­ingar náðu ekki fram að ganga. Afleið­ingin varð sú að í mörg ár voru kjör banka­stjóra Lands­bank­ans tölu­vert lægri en laun hjá stjórn­endum sam­bæri­legra fyr­ir­tækja. Þau voru jafn­framt lægri en laun fram­kvæmda­stjóra hjá Lands­bank­an­um. Þær breyt­ingar sem banka­ráð hefur nú gert á kjörum banka­stjóra Lands­bank­ans eru í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans sem hlut­hafar hafa sam­þykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár,“ segir í til­kynn­ingu banka­ráðs­ins.

Í banka­ráði Lands­bank­ans eru Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­mað­ur, Berg­lind Svav­ars­dótt­ir, vara­for­mað­ur, Einar Þór Bjarna­son, Hersir Sig­ur­geirs­son, Jón Guð­mann Pét­urs­son og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir.

Íslenska ríkið á 98,2 pró­sent hlut í bank­an­um, bank­inn sjálfur 1,5 pró­sent og 900 aðrir hlut­haf­ar, aðal­lega starfs­menn Lands­bank­ans, eiga 0,3 pró­sent hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent