Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Ekki verður komist lengri að sinni í viðræðum Starfsgreinasambands Íslands við atvinnurekendur og því hefur kjaradeilu þeirra verið vísað til ríkissáttasemjara.

Það verður nóg að gera á skrifstofu ríkissáttasemjara á næstunni.
Það verður nóg að gera á skrifstofu ríkissáttasemjara á næstunni.
Auglýsing

Starfs­greina­sam­band Íslands hefur vísað kjara­deilu sinni við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara.

Í til­kynn­ingu frá sam­band­inu segir að það hafi átt í við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins um nýjan kjara­samn­ing frá því í októ­ber 2018. „Á þeim tíma hafa aðilar átt tæp­lega 80 fundi um sér­tæk mál, sem og hátt í 30 fundir við­ræðu­nefnda SGS og SA, um for­sendur og inni­hald nýs kjara­samn­ings. Ýmis­legt hefur þok­ast áfram á und­an­gengnum vikum í ein­stökum málum og umræðu­grund­völlur til staðar á öðrum svið­um. Þrátt fyrir það er það mat við­ræðu­nefndar Starfs­greina­sam­bands­ins að nú verði ekki kom­ist lengra nema með aðkomu rík­is­sátta­semj­ara að deil­unni, til að skipu­leggja og stýra áfram­hald­andi vinn­u.“

Starfs­greina­sam­bandið fer með umboð fyrir eft­ir­talin 16 aðild­ar­fé­lög; AFL Starfs­greina­fé­lag, Aldan stétt­ar­fé­lag, Báran stétt­ar­fé­lag, Dríf­andi stétt­ar­fé­lag, Ein­ing-Iðja, Fram­sýn stétt­ar­fé­lag, Stétt­ar­fé­lag Vest­ur­lands, Stétt­ar­fé­lagið Sam­staða, Verka­lýðs­fé­lag Snæ­fell­inga, Verka­lýðs­fé­lag Suð­ur­lands, Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga, Verka­lýðs­fé­lag Þórs­hafn­ar, Verka­lýðs­fé­lagið Hlíf, Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Bol­ung­ar­vík­ur, Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Kefla­víkur og nágrennis og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Sand­gerð­is.

Auglýsing

Verk­föll í deigl­unni

Fyrr í dag slitu Efl­ing, VR, Verka­lýðs­­fé­lag Akra­­ness og Verka­lýðs­­fé­lag Grinda­víkur kjara­við­ræðum sínum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins.

Á vef Efl­ingar var í kjöl­farið birt yfir­­lýs­ing vegna þessa þar sem segir að „verka­­fólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola lág­­launa­­stefnu og stjórn­­­lausan ójöfn­uð. Verka­­fólk hefur skapað góð­æri síð­­­ustu ára með vinnu sinni. Atvinn­u­rek­endur hafa þó neitað að ganga að sann­­gjörnum kröfum Efl­ingar og sam­flots­fé­laga. Verk­­fall er þaul­­­reynd og lögvarin aðferð stétt­­ar­­fé­laga til að jafna hlut vinn­andi fólks gagn­vart atvinn­u­rek­end­­um.“

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent