Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir að Mið­flokk­ur­inn muni nú fara fram á að kosið verði í nefndir Alþingis á nýjan leik, eftir að Karli Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son - sem reknir voru úr Flokki fólks­ins eftir Klaust­urs­málið - ákváðu að ganga til liðs við Mið­flokk­inn. 

Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent flokks­mönnum í Mið­flokkn­um, og vitnað er til í frétt ámbl.­is.

Eftir komu Karl Gauta og Ólafs í þing­flokk Mið­flokks­ins er hann orð­inn fjöl­menn­astur flokka í stjórn­ar­and­stöðu, með níu þing­menn. Sig­mundur Davíð fagnar komu þeirra í bréf­inu, og segir þá hafa verið sam­herja í stórum málum stjórn­mál­anna.

Auglýsing

„Við höf­um flutt mál sam­an og verið traust­ir sam­herj­­ar í stjórn­­­ar­and­­stöðu. Raun­ar höf­um við Ólaf­ur verið sam­­taka í bar­áttu fyr­ir stór­um mál­um á borð við end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins í um ára­tug og ég náði strax mjög vel sam­an við Karl Gauta sem var sessu­­naut­ur minn á fyrsta þingi þessa kjör­­tíma­bils og sam­herji í stór­um prinsipp­­mál­um,“ segir Sig­mundur Davíð í fyrr­nefndu bréfi. 

Í þing­flokki Mið­flokks­ins eru nú auk Sig­mundar Dav­íðs, Karls Gauta og Ólafs, þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Gunnar Bragi Sveins­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Berg­þór Óla­son, Sig­urður Páll Jóns­son og Birgir Þór­ar­ins­son.

Sviku flokk­inn

Inga Sæland, for­­maður Flokks fólks­ins, skrif­aði harð­orða grein í Morg­un­­blaðið um þessa tvo fyrr­ver­andi félaga sína í jan­ú­­ar. Þar sagði hún menn­ina tvo ein­ungis hafa átt eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og að þeir hafi mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­­­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­­­ara tveggja þing­­­manna.“

Inga sagði að eng­inn stjórn­­­­­mála­­­flokkur hefði getað látið for­yst­u­­­menn þing­­­flokks síns eins og Ólaf og Karl Gauta  kom­­­ast upp með önnur eins svik og framin hafi verið á Klaust­­­ur­bar 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn án þess að slíkir stjórn­­­­­mála­­­menn hefðu verið látnir axla ábyrgð. „Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram inn­­­an­­­borðs hefði þing­­­flokkur Flokks fólks­ins ekki aðeins verið óstarf­hæfur heldur einnig með­­­­­sekur í þeirri and­­­styggð sem fram fór á Klaustur Bar.“

Inga sagði fyrrum félaga sína, þá Ólaf og Karl Gauta, nú vera farna í sög­u­bæk­­­urnar sem fyrstu þing­­­menn lýð­veld­is­­­sög­unnar sem séu látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með því að þeir eru reknir úr sínum eigin flokki fyrir afbrot sín. „Engir nema þeir sjálfir frömdu þau ótrú­­­legu afglöp að fara til sam­­­sær­is­fundar við stjórn flokks póli­­­tískra and­­­stæð­inga Flokks fólks­ins á Klaustur Bar, stein­snar frá Alþing­is­hús­inu þann 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn. Öll heims­­­byggðin hefur þegar fengið að frétta af því í fjöl­miðlum hvað gerð­ist þar.“

Inga sagði að fund­­­ur­inn á Klaust­­­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­­­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­­­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­­­efni fund­­­ar­ins aug­­­ljóst, þessi „hætt­u­­­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­­­mað­­­ur­inn Sig­­­mundur Davíð [Gunn­laugs­­­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­­­ar­­­nef.“

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent