Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir að Mið­flokk­ur­inn muni nú fara fram á að kosið verði í nefndir Alþingis á nýjan leik, eftir að Karli Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son - sem reknir voru úr Flokki fólks­ins eftir Klaust­urs­málið - ákváðu að ganga til liðs við Mið­flokk­inn. 

Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent flokks­mönnum í Mið­flokkn­um, og vitnað er til í frétt ámbl.­is.

Eftir komu Karl Gauta og Ólafs í þing­flokk Mið­flokks­ins er hann orð­inn fjöl­menn­astur flokka í stjórn­ar­and­stöðu, með níu þing­menn. Sig­mundur Davíð fagnar komu þeirra í bréf­inu, og segir þá hafa verið sam­herja í stórum málum stjórn­mál­anna.

Auglýsing

„Við höf­um flutt mál sam­an og verið traust­ir sam­herj­­ar í stjórn­­­ar­and­­stöðu. Raun­ar höf­um við Ólaf­ur verið sam­­taka í bar­áttu fyr­ir stór­um mál­um á borð við end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins í um ára­tug og ég náði strax mjög vel sam­an við Karl Gauta sem var sessu­­naut­ur minn á fyrsta þingi þessa kjör­­tíma­bils og sam­herji í stór­um prinsipp­­mál­um,“ segir Sig­mundur Davíð í fyrr­nefndu bréfi. 

Í þing­flokki Mið­flokks­ins eru nú auk Sig­mundar Dav­íðs, Karls Gauta og Ólafs, þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Gunnar Bragi Sveins­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Berg­þór Óla­son, Sig­urður Páll Jóns­son og Birgir Þór­ar­ins­son.

Sviku flokk­inn

Inga Sæland, for­­maður Flokks fólks­ins, skrif­aði harð­orða grein í Morg­un­­blaðið um þessa tvo fyrr­ver­andi félaga sína í jan­ú­­ar. Þar sagði hún menn­ina tvo ein­ungis hafa átt eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og að þeir hafi mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­­­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­­­ara tveggja þing­­­manna.“

Inga sagði að eng­inn stjórn­­­­­mála­­­flokkur hefði getað látið for­yst­u­­­menn þing­­­flokks síns eins og Ólaf og Karl Gauta  kom­­­ast upp með önnur eins svik og framin hafi verið á Klaust­­­ur­bar 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn án þess að slíkir stjórn­­­­­mála­­­menn hefðu verið látnir axla ábyrgð. „Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram inn­­­an­­­borðs hefði þing­­­flokkur Flokks fólks­ins ekki aðeins verið óstarf­hæfur heldur einnig með­­­­­sekur í þeirri and­­­styggð sem fram fór á Klaustur Bar.“

Inga sagði fyrrum félaga sína, þá Ólaf og Karl Gauta, nú vera farna í sög­u­bæk­­­urnar sem fyrstu þing­­­menn lýð­veld­is­­­sög­unnar sem séu látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með því að þeir eru reknir úr sínum eigin flokki fyrir afbrot sín. „Engir nema þeir sjálfir frömdu þau ótrú­­­legu afglöp að fara til sam­­­sær­is­fundar við stjórn flokks póli­­­tískra and­­­stæð­inga Flokks fólks­ins á Klaustur Bar, stein­snar frá Alþing­is­hús­inu þann 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn. Öll heims­­­byggðin hefur þegar fengið að frétta af því í fjöl­miðlum hvað gerð­ist þar.“

Inga sagði að fund­­­ur­inn á Klaust­­­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­­­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­­­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­­­efni fund­­­ar­ins aug­­­ljóst, þessi „hætt­u­­­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­­­mað­­­ur­inn Sig­­­mundur Davíð [Gunn­laugs­­­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­­­ar­­­nef.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent