Hafrannsóknastofnun (Hafró) mun ekki leggja til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni.
Frá þessu er greint á sjávarútvegsvef mbl.is, 200 mílum.
Niðurstaðan er þessi eftir að síðasti loðnuleitarleiðangur Hafró skilaði ekki árangri.
Mikli hagsmuni eru í húfir fyrir þjóðarbúið og þær útgerðir sem stunda loðnuveiðar, en sé mið tekið af árlegum gjaldeyristekjum vegna loðnu árið 2016, sem eru nýjustu tölurnar á vef Hagstofu Íslands, þá námu þær 18,3 milljörðum króna.
„Verkefni þeirra skipa sem hafa verið í leit undanfarnar vikur lauk í gær. Næstu skref, varðandi hvort og þá hvernig verði farið í frekari leit, verða rædd á fundi með fulltrúum útgerða á morgun,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við 200 mílur.
Vanalegt er að loðnuvertíðinni sé að ljúka upp úr miðjum mars, segir Þorsteinn, og því er ólíklegt að það takist að finna loðnuna í nægilega miklu magni úr þessu.