Eðlilegt að Seðlabankinn taki haftasöguna til „gaumgæfilegrar skoðunar“

Í sérstakri bókun tveggja hæstaréttarlögmanna í Bankaráði Seðlabanka Íslands er bankinn harðlega gagnrýndur fyrir hvernig hann tók á málum sem tengjast Samherja.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Banka­ráð Seðla­banka Íslands segir í grein­ar­gerð sinni til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að eðli­legt sé að bank­inn taki sögu fjár­magns­haft­anna, sem sett voru á í nóv­em­ber 2008 í kjöl­far hruns bank­anna, til gaum­gæfi­legrar skoð­un­ar. 

Grein­ar­gerðin er ítar­leg en í henni farið yfir for­sendur fjár­magns­haft­anna, þó til­efni hennar séu mál sem tengj­ast Sam­herj­a. 

Segir í grein­ar­gerð­inni að brýnt sé að bank­inn taki til sín gagn­rýni frá Umboðs­manni Alþing­is. Bank­inn hefur nú þegar sagt að hann muni end­ur­greiða allar sektir og sátta­greiðsl­ur, vegna rann­sókna og kæru­með­ferða, þar sem stað­fest hafi verið að engin laga­stoð hafi verið fyrir aðgerð­u­m. 

Auglýsing

„Seðla­bank­inn þarf að fara yfir Sam­herj­a­málið og einnig önnur mál sem lauk með sáttum eða

sektum til að tryggja að með­ferð bank­ans í þessum málum hafi verið sam­kvæmt lögum og fyllsta jafn­ræðis verði gætt. Brýnt er að bank­inn taki þá gagn­rýni sem fram hefur komið af hálfu umboðs­manns Alþingis til ítar­legrar skoð­un­ar. Hið sama gildir um nið­ur­stöður dóm­stóla og sak­sókn­ara sem fengið hafa mál vegna meintra brota á fjár­magns­höftum til afgreiðslu. Það er bæði mik­il­vægt til að gera upp þessa for­tíð með til­hlýði­legum hætti og til að draga af henni eðli­legan lær­dóm inn í fram­tíð­ina.

Hér skiptir máli að það er erfið reynsla fyrir hvort heldur ein­stak­linga eða for­svars­menn fyr­ir­tækja að verj­ast þungum ásök­unum eft­ir­lits­stofn­unar eins og Seðla­bank­ans jafn­vel þótt þeim tak­ist að hnekkja mála­til­bún­aði stofn­un­ar­innar á end­an­um. Þeir sem borið hafa kostnað eða tjón vegna mis­taka í stjórn­sýslu Seðla­bank­ans kunna að eiga rétt á skaða­bótum úr hendi Seðla­bank­ans,“ segir í umfjöllun banka­ráðs.

Garðar Gísla­son, lög­maður Sam­herja, segir grein­ar­gerð­ina mik­inn áfell­is­dóm yfir stjórn­endum Seðla­banka Íslands. „Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að seðla­bank­inn hefur ekki ein­ungis beitt fyr­ir­tæki og ein­stak­linga for­dæma­lausri og til­efn­is­lausri vald­níðslu heldur einnig freistað þess að beita sömu fram­göngu gagn­vart öðrum stjórn­völd­um, Umboðs­manni Alþingis og nú síð­ast sjálfum for­sæt­is­ráð­herra. Þannig gerði bank­inn til­raun til þess að koma í veg fyrir að banka­ráðið svar­aði bréfi for­sæt­is­ráð­herra með yfir­lýs­ingum og hót­unum um að þar væri um brot á trún­aði að ræða. Banka­ráðið og ein­stakir banka­ráðs­menn sem skila sér­stökum bók­un­um, for­dæma harð­lega með marg­vís­legum hætti og orða­lagi fram­göngu seðla­bank­ans  í mál­efnum Sam­herja og ann­arra sem urðu fyrir barð­inu á bank­an­um. Fjallað er um lítt dulda mis­beit­ingu valds af hálfu stjórn­enda seðla­bank­ans og hversu langt þeir hafa gengið til að freista þess að við­halda ólög­mætum ákvörð­unum sín­um,“ segir Garðar.

Í grein­ar­gerð banka­ráðs­ins segir að þó höftin hafi verið neyð­ar­úr­ræði þá hvíli skylda á stjórn­sýsl­unni að fara að settum lögum og regl­um, og gæta að rétt­látri máls­með­ferð.

„Hér skiptir máli að jafn­vel þótt höftin hafi verið neyð­ar­úr­ræði og brýn sem slík þá hvílir jafn­vel við slíkar aðstæður rík skylda á opin­berri stofnun sem falið er hlut­verk við eft­ir­lit og refs­ingar að full­nægja ítr­ustu kröfum um gæði og rétt­læti máls­með­ferð­ar. Þá þarf vinnan ætíð að byggja á

traustum refsi­heim­ild­um.

Á svip­aðan hátt urðu margir inn­lendir aðil­ar, þeir sem stund­uðu inn- eða útflutn­ing og fleiri, að setja sig inn í ný og flókin hlut­verk sem þeir höfðu engan veg­inn búið sig und­ir. 

Þeir urðu að fara eftir glæ­nýju og að mörgu leyti flóknu og síbreyti­legu reglu­verki í við­skiptum sem sjálf voru oft flók­in. Sér­stak­lega var þetta erfitt fyrir inn­lend fyr­ir­tæki sem voru hlutar af fyr­ir­tækja­sam­stæðum sem fluttu tekj­ur, gjöld, hagnað og fjár­mögnun yfir landa­mæri,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Gylfi Magn­ús­son, for­mað­ur, Bolli Héð­ins­son, Frosti Sig­ur­jóns­son, Jacqueline Clare Mal­lett, Sig­urður Kári Krist­jáns­son, Una María Ósk­ars­dóttir og Þór­unn Guð­munds­dóttir eru í banka­ráð­in­u. 

Harð­orð bókun frá Þór­unni og Sig­urði Kára

Í grein­ar­gerð­inni birt­ast sér­stakar bók­an­ir, meðal ann­ars frá Unu Maríu Ósk­ars­dótt­ur, Frosta Sig­ur­jóns­syni og síðan sam­eig­in­lega frá Bolla Héð­ins­syni og Jacqueline Clare Mal­lett, og Þór­unni Guð­munds­dóttur og Sig­urði Kára Krist­jáns­syn­i. 

Í bókun Þór­unnar og Sig­urðar Kára er Seðla­bank­inn, og lög­fræði­ráð­gjöf bank­ans, gagn­rýnd harð­lega. 

Í bókun þeirra segir meðal ann­ars: „Þær álykt­anir sem meðal ann­ars má draga af áliti umboðs­manns eru þær að Seðla­bank­inn hafi tekið ákvörðun um að leggja stjórn­valds­sekt á /.../ þrátt fyrir að hafa vitað eða mátt vita að sú ákvörðun skorti við­hlít­andi laga­stoð og að Seðla­bank­inn hefði síðar rétt­lætt þá ákvörðun sína með því að gera umboðs­manni Alþingis upp afstöðu til rétt­læt­ingar á gerðum bank­ans án þess að rétt væri með far­ið. Í ljósi þess að sömu upp­lýs­ingar lágu fyrir þegar bank­inn tók ákvörðun um að leggja sekt á Sam­herja hf., sama dag, hlýtur gagn­rýni umboðs­manns einnig að eiga við um þá sekt­ar­gerð og lög­mæti henn­ar.“

Þá segir enn frem­ur, að þrátt fyrir að við­fangs­efni haft­anna hafi verið flókin og aðstæður erf­ið­ar, þá þurfi að fara að lög­um. „Sú stað­reynd breytir því hins vegar ekki að ef stjórn­vald mis­fer með vald sitt þá er rétt­mætt að það sæti ábyrgð og mis­tökin séu leið­rétt. Umboðs­maður Alþingis hefur sýnt fram á í áliti sínu frá 22. jan­úar 2019 að Seðla­bank­inn lagði stjórn­valds­sekt á Sam­herja hf., þrátt fyrir að þá þegar hafi legið fyrr rök­studdar ábend­ingar rík­is­sak­sókn­ara um að laga­heim­ild um slíka stjórn­valds­sekt skorti. Að mínu mati eru það ekki hald­bær rök hjá Seðla­banka að vísa þar til jafn­ræð­is­reglu, að ef eitt fyr­ir­tæki væri sektað þá ætti það sama að ganga yfir þau öll, því í milli­tíð­inni hafði bank­inn upp­lýs­ingar um að sú sekt­ar­gerð stæð­ist ekki lög. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að ef stjórn­vald mis­fer með vald sitt og beitir íþyngj­andi refs­ingum þá þarf það stjórnvald að sæta ábyrgð vegna þess og um leið að rétta hlut þess sem brotið er á.“Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent