Kauptilboð Icelandair í meirihluta ríkisflugfélags á Grænhöfðaeyjum samþykkt

Icelandair Group telur að miklir möguleikar séu fyrir hendi til að byggja félagið upp sem öflugt tengiflugfélag með Grænhöfðaeyjar sem tengimiðstöð.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Til­boð Loft­leiða, dótt­ur­fé­lags Icelanda­ir, í 51 pró­sent hluta í rík­is­flug­fé­lag­inu Cabo Verde Air­lines á Græn­höfða­eyj­um, hefur verið sam­þykkt. 

Und­ir­skrift kaup­samn­ings er áætluð á morgun föstu­dag­inn 1. mars, segir í til­kynn­ingu frá Icelandair til kaup­hall­ar. 

„Icelandair Group telur að miklir mögu­leikar séu fyrir hendi til að byggja félagið upp sem öfl­ugt tengiflug­fé­lag með Græn­höfða­eyjar sem tengi­m­ið­stöð á milli heims­álfa. Mun sú reynsla og þekk­ing sem orðið hefur til í sams konar rekstri Icelandair þar með nýt­ast Cabo Verde Air­lines,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Loft­leiðir Iceland­ic, sem er dótt­ur­fé­lag Icelandair Group, er eig­andi að 70 pró­sent hlut í Loft­leiðum Cabo Verde en aðrir hlut­hafar eiga 30 pró­sent. „Kaupin hafa óveru­leg áhrif á reikn­ings­skil Icelandair Group þar sem Cabo Verde Air­lines mun ekki verða hluti af sam­stæðu­reikn­ingi Icelandair Group. Eign­ar­hlut­ur­inn verður færður á meðal hlut­deild­ar­fé­laga,“ segir í til­kynn­ing­u. 

Eins og greint var frá fyrr í dag hækk­aði virði Icelandair umtals­vert í dag á mark­aði, eða um rúm­lega 7,5 pró­sent. Virði félags­ins er nú um 40 millj­arðar króna, en félagið hefur gengið í gegnum erf­ið­leika í rekstri að und­an­förnu, og tap­aði félagið 6,8 millj­örðum króna á fjórða árs­fjórð­ungi í fyrra.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent