„Ég hef verið talsmaður þess að það að styrkja barnabótakerfið, sem sannarlega er verið að gera á þessu ári samkvæmt einhverju sem var ákveðið í fyrra. Að það sé mjög skilvirk leið til þess að koma peningum í gegnum millifærslukerfi á þann stað sem ég trúi að ríki samfélagsleg sátt um. Til þess að koma peningum tímabundið til þeirra sem þurfa á því að halda.“
Þetta er meðal þess sem Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni.
Þar ræddi hann meðal annars stöðu mála í kjaraviðræðum, yfirvofandi verkföll, launahækkarnir ríkisforstjóra og útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir lausn í viðræðum vinnumarkaðarins. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.
Halldór sagði að þeir hópar sem hin samfélagslega sátt ríki um að eigi að fá auknar greiðslur í gegnum millifærslukerfi sé ung fólk sem sé að koma sér upp fjölskyldu og er með ung börn á framfæri. Ég held að ef maður les í þjóðarsálina þá er þetta einhver laus sem mjög margir geta unað við og sé skynsamleg til að koma til móts við þá hópa sem standa höllustum fæti.“
Í stjórnarsáttmálanum hafi komið fram að lækka ætti tekjuskatt um eitt prósentustig. Það útspil sem nú sé komið fram sé efnislega á þeim nótum. „Ég hef spurt mig: hvaðan koma þær væntingar að útspilið í tekjuskattskerfinu hefði átt að vera tvisvar sinnum eða þrisvar sinnum meira að umfangi en kynnt er? Ég hef ekki séð að þær yfirlýsingar stjórnarflokkanna. Að það megi lesa það út úr þeim yfirlýsingum sem fram hafa komið.“