Þarf að setja upplýsingasöfnun miklu skýrari skorður

Fjallað er um ýmsar hliðar fjórðu iðnbyltingarinnar í nýrri skýrslu.

Tækni
Auglýsing

Stórar sið­ferð­is­legar spurn­ingar fylgja þeirri þróun sem nú á sér stað með og það þarf að setja umfangs­mik­illi upp­lýs­inga­söfnun mun skýr­ari skorð­ur. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri skýrslu um Ísland og fjórðu iðn­bylt­ing­una, en þar er fjallað um þær áskor­anir sem Ísland stendur frammi fyrir vegna tækni­fram­fara og inn­leið­ingar á gervi­greind í hin ýmsu störf. 

Í skýrsl­unni er meðal anars fjallað um ýmis sið­ferði­leg álita­mál, og er meðal ann­ars vikið að því hvernig upp­lýs­inga­söfnun um ein­stak­linga hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

„Skýrt dæmi um þetta  er hin mikla söfnun per­sónu­upp­lýs­inga sem á sér stað  á ver­ald­ar­vefnum og á sam­fé­lags­miðl­um. Söfnun upp­lýs­inga er ekki ný af nál­inni en tækni­þróun síð­ustu ára hefur aukið umfang hennar gríð­ar­lega. Þannig áætl­uðu sér­fræð­ingar hjá IBM að 90% af þeim raf­rænum gögnum sem til væru í dag hefðu orðið til á síð­ustu fimm árum,“ segir í skýrsl­unni. 

Þá er einnig nefnt að mis­notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum sé lík­leg til að stig­magn­ast á næstu árum, og mik­il­vægt sé fyrir Ísland að huga að örygg­is­málum hvað þetta varð­ar. „Á næstu árum munu sam­fé­lög þurfa að glíma við mis­notkun per­sónu­upp­lýs­inga og hættur vegna þess að öryggi upp­lýs­inga er ekki gætt nægj­an­lega vel. Og þó að mik­il­væg rétt­ar­bót felist í nýjum per­sónu­vernd­ar­lögum þarf að setja upp­lýs­inga­söfnun miklu skýr­ari skorð­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Er rétt að for­rita bíl­inn þannig?

Fjallað er um ýmsar hliðar tækni­fram­fara í skýrsl­unni, og meðal ann­ars komið inn á sjálf­keyr­andi bíla og hvernig sið­ferð­is­legar spurn­ingar vakni með til­komu þeirra. „Ef tölva tekur ákvörðun um ríka hags­muni fólks og ákvörð­unin stenst ekki sið­ferði­lega skoðun hver ber þá ábyrgð á ákvörð­un­inni? Nátengt þessum vanda er líka hvernig á að for­rita tölvur til að taka ákvarð­anir um mál þar sem siða­reglur stang­ast á eða þegar aðstæður eru þannig að allir val­kostir í stöð­unni geta haft alvar­legar afleið­ing­ar. Segjum til dæmis að sjálf­keyr­andi bíll stefni á fimm ein­stak­linga en hægt sé að forða því tjóni með því að sveigja af leið og þannig verði  aðeins einn ein­stak­lingur fyrir bílnum er rétt að for­rita hann þannig?“  segir í skýrsl­unni.  

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru Dr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, for­mað­ur, Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­mundur Jóns­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent