Þarf að setja upplýsingasöfnun miklu skýrari skorður

Fjallað er um ýmsar hliðar fjórðu iðnbyltingarinnar í nýrri skýrslu.

Tækni
Auglýsing

Stórar sið­ferð­is­legar spurn­ingar fylgja þeirri þróun sem nú á sér stað með og það þarf að setja umfangs­mik­illi upp­lýs­inga­söfnun mun skýr­ari skorð­ur. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri skýrslu um Ísland og fjórðu iðn­bylt­ing­una, en þar er fjallað um þær áskor­anir sem Ísland stendur frammi fyrir vegna tækni­fram­fara og inn­leið­ingar á gervi­greind í hin ýmsu störf. 

Í skýrsl­unni er meðal anars fjallað um ýmis sið­ferði­leg álita­mál, og er meðal ann­ars vikið að því hvernig upp­lýs­inga­söfnun um ein­stak­linga hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

„Skýrt dæmi um þetta  er hin mikla söfnun per­sónu­upp­lýs­inga sem á sér stað  á ver­ald­ar­vefnum og á sam­fé­lags­miðl­um. Söfnun upp­lýs­inga er ekki ný af nál­inni en tækni­þróun síð­ustu ára hefur aukið umfang hennar gríð­ar­lega. Þannig áætl­uðu sér­fræð­ingar hjá IBM að 90% af þeim raf­rænum gögnum sem til væru í dag hefðu orðið til á síð­ustu fimm árum,“ segir í skýrsl­unni. 

Þá er einnig nefnt að mis­notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum sé lík­leg til að stig­magn­ast á næstu árum, og mik­il­vægt sé fyrir Ísland að huga að örygg­is­málum hvað þetta varð­ar. „Á næstu árum munu sam­fé­lög þurfa að glíma við mis­notkun per­sónu­upp­lýs­inga og hættur vegna þess að öryggi upp­lýs­inga er ekki gætt nægj­an­lega vel. Og þó að mik­il­væg rétt­ar­bót felist í nýjum per­sónu­vernd­ar­lögum þarf að setja upp­lýs­inga­söfnun miklu skýr­ari skorð­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Er rétt að for­rita bíl­inn þannig?

Fjallað er um ýmsar hliðar tækni­fram­fara í skýrsl­unni, og meðal ann­ars komið inn á sjálf­keyr­andi bíla og hvernig sið­ferð­is­legar spurn­ingar vakni með til­komu þeirra. „Ef tölva tekur ákvörðun um ríka hags­muni fólks og ákvörð­unin stenst ekki sið­ferði­lega skoðun hver ber þá ábyrgð á ákvörð­un­inni? Nátengt þessum vanda er líka hvernig á að for­rita tölvur til að taka ákvarð­anir um mál þar sem siða­reglur stang­ast á eða þegar aðstæður eru þannig að allir val­kostir í stöð­unni geta haft alvar­legar afleið­ing­ar. Segjum til dæmis að sjálf­keyr­andi bíll stefni á fimm ein­stak­linga en hægt sé að forða því tjóni með því að sveigja af leið og þannig verði  aðeins einn ein­stak­lingur fyrir bílnum er rétt að for­rita hann þannig?“  segir í skýrsl­unni.  

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru Dr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, for­mað­ur, Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­mundur Jóns­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent