Þarf að setja upplýsingasöfnun miklu skýrari skorður

Fjallað er um ýmsar hliðar fjórðu iðnbyltingarinnar í nýrri skýrslu.

Tækni
Auglýsing

Stórar sið­ferð­is­legar spurn­ingar fylgja þeirri þróun sem nú á sér stað með og það þarf að setja umfangs­mik­illi upp­lýs­inga­söfnun mun skýr­ari skorð­ur. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri skýrslu um Ísland og fjórðu iðn­bylt­ing­una, en þar er fjallað um þær áskor­anir sem Ísland stendur frammi fyrir vegna tækni­fram­fara og inn­leið­ingar á gervi­greind í hin ýmsu störf. 

Í skýrsl­unni er meðal anars fjallað um ýmis sið­ferði­leg álita­mál, og er meðal ann­ars vikið að því hvernig upp­lýs­inga­söfnun um ein­stak­linga hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

„Skýrt dæmi um þetta  er hin mikla söfnun per­sónu­upp­lýs­inga sem á sér stað  á ver­ald­ar­vefnum og á sam­fé­lags­miðl­um. Söfnun upp­lýs­inga er ekki ný af nál­inni en tækni­þróun síð­ustu ára hefur aukið umfang hennar gríð­ar­lega. Þannig áætl­uðu sér­fræð­ingar hjá IBM að 90% af þeim raf­rænum gögnum sem til væru í dag hefðu orðið til á síð­ustu fimm árum,“ segir í skýrsl­unni. 

Þá er einnig nefnt að mis­notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum sé lík­leg til að stig­magn­ast á næstu árum, og mik­il­vægt sé fyrir Ísland að huga að örygg­is­málum hvað þetta varð­ar. „Á næstu árum munu sam­fé­lög þurfa að glíma við mis­notkun per­sónu­upp­lýs­inga og hættur vegna þess að öryggi upp­lýs­inga er ekki gætt nægj­an­lega vel. Og þó að mik­il­væg rétt­ar­bót felist í nýjum per­sónu­vernd­ar­lögum þarf að setja upp­lýs­inga­söfnun miklu skýr­ari skorð­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Er rétt að for­rita bíl­inn þannig?

Fjallað er um ýmsar hliðar tækni­fram­fara í skýrsl­unni, og meðal ann­ars komið inn á sjálf­keyr­andi bíla og hvernig sið­ferð­is­legar spurn­ingar vakni með til­komu þeirra. „Ef tölva tekur ákvörðun um ríka hags­muni fólks og ákvörð­unin stenst ekki sið­ferði­lega skoðun hver ber þá ábyrgð á ákvörð­un­inni? Nátengt þessum vanda er líka hvernig á að for­rita tölvur til að taka ákvarð­anir um mál þar sem siða­reglur stang­ast á eða þegar aðstæður eru þannig að allir val­kostir í stöð­unni geta haft alvar­legar afleið­ing­ar. Segjum til dæmis að sjálf­keyr­andi bíll stefni á fimm ein­stak­linga en hægt sé að forða því tjóni með því að sveigja af leið og þannig verði  aðeins einn ein­stak­lingur fyrir bílnum er rétt að for­rita hann þannig?“  segir í skýrsl­unni.  

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru Dr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, for­mað­ur, Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­mundur Jóns­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­son.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent