Flóki Halldórsson hættir sem framkvæmdastjóri Stefnis

Jökull H. Úlfsson tekur um komandi mánaðamót við stjórnartaumunum hjá stærsta sjóðstýringarfyrirtæki landsins, sem er með um 340 milljarða króna í virkri stýringu.

Flóki Halldórsson.
Flóki Halldórsson.
Auglýsing

Flóki Hall­dórs­son, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri Stefnis í ára­tug, mun láta af störfum um kom­andi mán­aða­mót og setj­ast í stjórn Stefn­is, sem er stærsta sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og í eigu Arion banka.

Alls eru 340 millj­arðar króna í virkri stýr­ingu hjá Stefni og hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 20 sér­fræð­ing­ar. Sjóðir stefnis eru til að mynda á meðal stærstu fag­fjár­festa á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði.

Auglýsing
Í frétta­til­kynn­ingu kemur fram að Flóki láti af störfum að eigin ósk. Við starfi Flóka tekur Jök­ull H. Úlfs­son og mun hann hefja störf þann 1. apr­íl. Í til­kynn­ing­unni segir að Jök­ull hafi starfað á fjár­mála­mark­aði und­an­farin 24 ár. „Á árunum 2002 til 2012 starf­aði hann við eigna­stýr­ingu hjá Arion banka og for­verum hans. Hann leiddi inn­leið­ingu straum­línu­stjórn­unar hjá bank­anum á árunum 2012 til 2015 eða allt þar til hann tók við sem for­stöðu­maður mannauðs bank­ans. Jök­ull hefur setið í stjórn Stefnis frá árinu 2014. Jök­ull er við­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verð­bréfa­við­skipt­u­m.“Jökull H. Úlfsson tekur við hjá Stefni 1. apríl næstkomandi.

Hrund Rud­olfs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Stefn­is, segir að síð­ustu tíu ár hafi verið við­burða­rík. Þau hafi „ein­kennst af mark­vissri og árang­urs­ríkri upp­bygg­ingu sem leidd hefur verið af Flóka Hall­dórs­syni. Þó hann kjósi nú að leita á ný mið, þá er það ánægju­legt að hann hefur þekkst boð um að taka sæti í stjórn Stefnis á næsta aðal­fundi og mun félagið því áfram njóta hans þekk­ingar og reynslu. Fyrir hönd Stefnis vil ég þakka Flóka hans mikla fram­lag til félags­ins á þessum umbrota­tím­um, en per­sónu­lega fyrir ein­stak­lega ánægju­legt og árang­urs­ríkt sam­starf í heilan ára­tug. Ég vil jafn­framt bjóða Jökul vel­kom­inn til starfa og er þess full­viss að hans víð­tæka reynsla muni nýt­ast félag­inu vel til frek­ari upp­bygg­ingar á kom­andi árum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent