Úrvalsvísitala hlutabréfamarkaðarins hækkaði um 2,54 prósent í dag en öll félögin sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar hækkuðu, nem HB Grandi, sem lækkaði um 2,2 prósent, Heimavellir, sem lækkuðu um 0,.79 prósent, og Reitir, sem lækkuðu um 0,26 prósent.
Erlendir fjárfestar halda áfram að kaupa hlutabréf í Marel en gengi bréfa félagsins hækkuðu um 2,88 prósent í dag í viðskiptum upp á rúmlega 1,3 milljarða króna.
Markaðsvirði félagsins er nú um 330 milljarðar króna og hefur virði félagsins aukist um rúmlega 30 prósent á einu ári. Tilkynnt hefur verið um að félagið vinni nú að skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.
Erlendir hluthafar eiga nú orðið um 12 prósent hlut í fyrirtækinu, en stærsti einstaki hluthafinn er Eyrir Invest með 27,8 prósent hlut.
Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarna tvo daga, en það styrktist um 0,8 prósent gagnvart evru og 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Evra kostar nú 133 krónur og Bandaríkjadalur 118 krónur.