Eimskip metur næstu skrefi í deilu um skattgreiðslur

Eimskip er ósátt við niðurstöðu yfirskattanefndar og metur næstu skref. Deilt erum skattgreiður erlendra dótturfélaga.

vilhelm_mar_thorsteinsson_forstjóri_eimskips.jpg
Auglýsing

Eim­skip er ósam­mála nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar sem stað­fest hefur nið­ur­stöðu Rík­is­skatt­stjóra um að Eim­skip ætti að greiða skatta af starf­semi erlendra dótt­ur­fé­laga, en úrskurður nefnd­ar­innar barst í dag, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Eim­skip til kaup­hall­ar, og kröfum félags­ins hafn­að.

Í des­em­ber 2017 úrskurð­aði Rík­is­skatt­stjóri að Eim­skipa­fé­lag Íslands hf. skyldi greiða skatta af starf­semi í erlendum dótt­ur­fé­lög­um, „sbr. skýr­ingu 24 í árs­reikn­ingi félags­ins fyrir árið 2018“ segir í til­kynn­ing­unni. Aðal­fundur fer fram 28. mars næst­kom­and­i. 

„Með vísan til áður birtra upp­lýs­inga eru áætluð áhrif til gjald­færslu skatta í rekstr­ar­reikn­ingi fyrir fyrsta árs­fjórð­ung árs­ins 2019 3,4 millj­ónir evra, en að teknu til­liti til nýt­ingar á yfir­fær­an­legu tapi eru greiðslu­á­hrif áætluð 500 þús­und evr­ur. Eim­skip, sem rekstr­ar­að­ili kaup­skipa í alþjóð­legri sam­keppni, er ósam­mála þess­ari nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar og mun í fram­hald­inu meta stöðu sína varð­andi þennan úrskurð,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Eim­skip er um 34 millj­arðar króna, en gengi bréfa félags­ins hefur lækkað um 20 pró­sent á und­an­förnu ári. Hagn­aður félags­ins var 7,4 millj­ónir evra í fyrra, eða sem nemur um millj­arði króna. 

Stærsti eig­andi félags­ins er Sam­herji Hold­ing ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja, en það á 25,3 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður félags­ins er Bald­vin Þor­steins­son og for­stjóri Vil­helm Már Þor­steins­son. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent