Eimskip metur næstu skrefi í deilu um skattgreiðslur

Eimskip er ósátt við niðurstöðu yfirskattanefndar og metur næstu skref. Deilt erum skattgreiður erlendra dótturfélaga.

vilhelm_mar_thorsteinsson_forstjóri_eimskips.jpg
Auglýsing

Eim­skip er ósam­mála nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar sem stað­fest hefur nið­ur­stöðu Rík­is­skatt­stjóra um að Eim­skip ætti að greiða skatta af starf­semi erlendra dótt­ur­fé­laga, en úrskurður nefnd­ar­innar barst í dag, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Eim­skip til kaup­hall­ar, og kröfum félags­ins hafn­að.

Í des­em­ber 2017 úrskurð­aði Rík­is­skatt­stjóri að Eim­skipa­fé­lag Íslands hf. skyldi greiða skatta af starf­semi í erlendum dótt­ur­fé­lög­um, „sbr. skýr­ingu 24 í árs­reikn­ingi félags­ins fyrir árið 2018“ segir í til­kynn­ing­unni. Aðal­fundur fer fram 28. mars næst­kom­and­i. 

„Með vísan til áður birtra upp­lýs­inga eru áætluð áhrif til gjald­færslu skatta í rekstr­ar­reikn­ingi fyrir fyrsta árs­fjórð­ung árs­ins 2019 3,4 millj­ónir evra, en að teknu til­liti til nýt­ingar á yfir­fær­an­legu tapi eru greiðslu­á­hrif áætluð 500 þús­und evr­ur. Eim­skip, sem rekstr­ar­að­ili kaup­skipa í alþjóð­legri sam­keppni, er ósam­mála þess­ari nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar og mun í fram­hald­inu meta stöðu sína varð­andi þennan úrskurð,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Eim­skip er um 34 millj­arðar króna, en gengi bréfa félags­ins hefur lækkað um 20 pró­sent á und­an­förnu ári. Hagn­aður félags­ins var 7,4 millj­ónir evra í fyrra, eða sem nemur um millj­arði króna. 

Stærsti eig­andi félags­ins er Sam­herji Hold­ing ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja, en það á 25,3 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður félags­ins er Bald­vin Þor­steins­son og for­stjóri Vil­helm Már Þor­steins­son. 

Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent