Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 23,6 prósent landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11. til 14. mars. Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst um tæpt prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 15. febrúar.
Samfylkingin mældist með 13,8 prósent fylgi, sem er rúmlega tveimur prósentustigum minna en flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Píratar mældust með 13,6 prósent fylgi, sem er rúmum þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingum.
Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um rúm tvö prósentustig en fylgi Miðflokksins hækkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingum.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði lítillega en 41,8 prósent sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 42,8 prósent í síðustu mælingu.
1025 einstaklingar svöruðu könnuninni – 18 ára og eldri.