Icelandair hækkar hratt í fyrstu viðskiptum – Flestir aðrir lækka

Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað. Icelandair Group, stærsti samkeppnisaðili WOW air, hefur rokið upp í virði en flest önnur félög, sem sum hver verða beint eða óbeint fyrir ahrifum af þroti WOW air, lækka.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Virði bréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 13,83 pró­sent í fyrstu við­skiptum í Kaup­höll Íslands í morg­un. Nær öll önnur félög sem við­skipti hafa farið fram með bréf í hafa hins vegar lækkað í virði.

Ástæðan eru þau tíð­indi að WOW air hafi hætt starf­semi í morg­un.

Á meðal þeirra félaga sem hafa lækkað skarp­ast eru Arion banki (2,93 pró­sent lækk­un), einn helsti kröfu­hafi WOW air. Arion banki sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar í morgun vegna mál­efna WOW air þar sem sagði að „í ljósi umfjöll­unar í fjöl­miðlum um mál­efni WOW Air skuld­bind­ingar félags­­ins við Arion banka vill bank­inn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veru­­leg bein áhrif á rekstr­­ar­af­komu bank­ans að teknu til­­liti til ann­­arra þátta í rekstri bank­ans. “

Auglýsing

Í til­­kynn­ing­unni segir enn fremur að: „Arion banki verður fyrir ein­skiptis­kostn­aði vegna þessa atburðar sem hefur ekki bein áhrif á reglu­­legar tekjur og almennan rekstr­­ar­­kostnað bank­ans. Óvíst er um áhrif þess að WOW Air hættir starf­­semi á ferða­­þjón­­ustu og íslenska hag­­kerfið í heild. Fjár­­hags­­leg mark­mið bank­ans til næstu ára, t.a.m. varð­andi þróun eig­in­fjár, eru óbreytt.“

Á meðal ann­arra félaga sem hafa lækkað eru Festi, sem áður hét N1, en það félag seldi WOW air elds­neyti. Þá hafa bréf í fast­eigna­fé­lög­unum Eik (3,20 pró­sent lækk­un), Reitum (3,01 pró­sent lækk­un) og Reg­inn (2,69 pró­sent lækk­un) öll lækkað í fyrstu við­skipt­um.

Hluta­bréf í Eim­skip hafa líka tekið skarpa dýfu, eða um 3,10 pró­sent.

Bréf hófust í dag með við­skipti Kviku banka á aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands, en hann er annar bank­inn sem skráður er á markað á eftir Arion banka, sem var skráður í fyrra. Þegar þetta er skrifað hafa ekki átt sér stað nein við­skipti með bréf í Kviku það sem af er degi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent