Icelandair hækkar hratt í fyrstu viðskiptum – Flestir aðrir lækka

Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað. Icelandair Group, stærsti samkeppnisaðili WOW air, hefur rokið upp í virði en flest önnur félög, sem sum hver verða beint eða óbeint fyrir ahrifum af þroti WOW air, lækka.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Virði bréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 13,83 pró­sent í fyrstu við­skiptum í Kaup­höll Íslands í morg­un. Nær öll önnur félög sem við­skipti hafa farið fram með bréf í hafa hins vegar lækkað í virði.

Ástæðan eru þau tíð­indi að WOW air hafi hætt starf­semi í morg­un.

Á meðal þeirra félaga sem hafa lækkað skarp­ast eru Arion banki (2,93 pró­sent lækk­un), einn helsti kröfu­hafi WOW air. Arion banki sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar í morgun vegna mál­efna WOW air þar sem sagði að „í ljósi umfjöll­unar í fjöl­miðlum um mál­efni WOW Air skuld­bind­ingar félags­­ins við Arion banka vill bank­inn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veru­­leg bein áhrif á rekstr­­ar­af­komu bank­ans að teknu til­­liti til ann­­arra þátta í rekstri bank­ans. “

Auglýsing

Í til­­kynn­ing­unni segir enn fremur að: „Arion banki verður fyrir ein­skiptis­kostn­aði vegna þessa atburðar sem hefur ekki bein áhrif á reglu­­legar tekjur og almennan rekstr­­ar­­kostnað bank­ans. Óvíst er um áhrif þess að WOW Air hættir starf­­semi á ferða­­þjón­­ustu og íslenska hag­­kerfið í heild. Fjár­­hags­­leg mark­mið bank­ans til næstu ára, t.a.m. varð­andi þróun eig­in­fjár, eru óbreytt.“

Á meðal ann­arra félaga sem hafa lækkað eru Festi, sem áður hét N1, en það félag seldi WOW air elds­neyti. Þá hafa bréf í fast­eigna­fé­lög­unum Eik (3,20 pró­sent lækk­un), Reitum (3,01 pró­sent lækk­un) og Reg­inn (2,69 pró­sent lækk­un) öll lækkað í fyrstu við­skipt­um.

Hluta­bréf í Eim­skip hafa líka tekið skarpa dýfu, eða um 3,10 pró­sent.

Bréf hófust í dag með við­skipti Kviku banka á aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands, en hann er annar bank­inn sem skráður er á markað á eftir Arion banka, sem var skráður í fyrra. Þegar þetta er skrifað hafa ekki átt sér stað nein við­skipti með bréf í Kviku það sem af er degi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent