Skúli: Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér

For­stjóri WOW air sendi bréfi til starfs­manna sinna í morg­un þar sem hann segir að hann muni aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um sér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr.

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen
Auglýsing

„Ég mun aldrei geta fyr­ir­­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­­ljóst að WOW var ótrú­­legt flug­­­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­­­bæra hluti aft­­ur.“

Þetta skrif­ar Skúli Mo­g­en­sen, for­­stjóri WOW air, í bréfi til starfs­­manna sinna í morg­un eft­ir að til­­kynnt var að starf­­semi WOW yrði hætt. Mbl.is greinir fyrst frá. 

Far­þegum er bent á að kanna mög­u­­leika á flugi hjá öðrum flug­­­fé­lög­um, sem og er þeim bent á að hafa sam­band við Sam­­­göng­u­­­stofu.

Greint var frá því í nótt að öllu flugi hjá WOW a­ir hefði verið aflýst. Í til­­­kynn­ingu frá flug­­­fé­lag­inu í nótt ­sagði að félag­ið væri á „loka­­­metr­un­um“ með að klára fjár­­­­­fest­ingu og fá nýjan eig­enda­hóp að félag­in­u. Nú er hins vegar ljóst að það tókst ekki.

Auglýsing

Vildi að meiri tími hefði verið til stefnu

Skúli seg­ist óska þess heit­­ast að meiri tími hefði verið til stefnu og að hægt hefði verið að gera meira „þar sem þið öll eigið skilið svo miklu meira og mér þykir ákaf­­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöð­u.“

Hann skrif­ar að sama hvað verði sagt muni hann alltaf vera þakk­lát­ur fyr­ir að hafa unnið með svo „frá­­bæru teymi og ég vona inn­i­­lega að við get­um munað af­rek okk­ar sem braut­ryðj­end­ur í lággjalda­flug­rekstri og að hafa byggt upp ótrú­­legt vöru­merki á met­tíma. Það í sjálfu sér er ekk­ert lítið af­rek sem þið ættuð öll að vera stolt af.“

Reyndu sitt besta allt til enda

Í lok bréfs­ins þakk­ar Skúli far­þegum WOW air sem hafi staðið með fé­lag­inu frá upp­­hafi. Einnig þakk­ar hann sam­­starfs­að­ilum um all­an heim sem og yf­ir­völd­­um. „Við reynd­um öll okk­ar besta allt til enda.“

„Síð­ast en ekki síst vil ég þakka ykk­­ur, mín­ir kæru vin­ir, fyr­ir stór­­kost­­leg­asta ferða­lag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­­ur. Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykk­ur í ykk­ar næsta æv­in­týri.

Takk,“ skrifar Skúli til starfs­manna sinna. 

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent