Skúli: Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér

For­stjóri WOW air sendi bréfi til starfs­manna sinna í morg­un þar sem hann segir að hann muni aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um sér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr.

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen
Auglýsing

„Ég mun aldrei geta fyr­ir­­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­­ljóst að WOW var ótrú­­legt flug­­­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­­­bæra hluti aft­­ur.“

Þetta skrif­ar Skúli Mo­g­en­sen, for­­stjóri WOW air, í bréfi til starfs­­manna sinna í morg­un eft­ir að til­­kynnt var að starf­­semi WOW yrði hætt. Mbl.is greinir fyrst frá. 

Far­þegum er bent á að kanna mög­u­­leika á flugi hjá öðrum flug­­­fé­lög­um, sem og er þeim bent á að hafa sam­band við Sam­­­göng­u­­­stofu.

Greint var frá því í nótt að öllu flugi hjá WOW a­ir hefði verið aflýst. Í til­­­kynn­ingu frá flug­­­fé­lag­inu í nótt ­sagði að félag­ið væri á „loka­­­metr­un­um“ með að klára fjár­­­­­fest­ingu og fá nýjan eig­enda­hóp að félag­in­u. Nú er hins vegar ljóst að það tókst ekki.

Auglýsing

Vildi að meiri tími hefði verið til stefnu

Skúli seg­ist óska þess heit­­ast að meiri tími hefði verið til stefnu og að hægt hefði verið að gera meira „þar sem þið öll eigið skilið svo miklu meira og mér þykir ákaf­­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöð­u.“

Hann skrif­ar að sama hvað verði sagt muni hann alltaf vera þakk­lát­ur fyr­ir að hafa unnið með svo „frá­­bæru teymi og ég vona inn­i­­lega að við get­um munað af­rek okk­ar sem braut­ryðj­end­ur í lággjalda­flug­rekstri og að hafa byggt upp ótrú­­legt vöru­merki á met­tíma. Það í sjálfu sér er ekk­ert lítið af­rek sem þið ættuð öll að vera stolt af.“

Reyndu sitt besta allt til enda

Í lok bréfs­ins þakk­ar Skúli far­þegum WOW air sem hafi staðið með fé­lag­inu frá upp­­hafi. Einnig þakk­ar hann sam­­starfs­að­ilum um all­an heim sem og yf­ir­völd­­um. „Við reynd­um öll okk­ar besta allt til enda.“

„Síð­ast en ekki síst vil ég þakka ykk­­ur, mín­ir kæru vin­ir, fyr­ir stór­­kost­­leg­asta ferða­lag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­­ur. Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykk­ur í ykk­ar næsta æv­in­týri.

Takk,“ skrifar Skúli til starfs­manna sinna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent