Skúli: Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér

For­stjóri WOW air sendi bréfi til starfs­manna sinna í morg­un þar sem hann segir að hann muni aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um sér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr.

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen
Auglýsing

„Ég mun aldrei geta fyr­ir­­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­­ljóst að WOW var ótrú­­legt flug­­­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­­­bæra hluti aft­­ur.“

Þetta skrif­ar Skúli Mo­g­en­sen, for­­stjóri WOW air, í bréfi til starfs­­manna sinna í morg­un eft­ir að til­­kynnt var að starf­­semi WOW yrði hætt. Mbl.is greinir fyrst frá. 

Far­þegum er bent á að kanna mög­u­­leika á flugi hjá öðrum flug­­­fé­lög­um, sem og er þeim bent á að hafa sam­band við Sam­­­göng­u­­­stofu.

Greint var frá því í nótt að öllu flugi hjá WOW a­ir hefði verið aflýst. Í til­­­kynn­ingu frá flug­­­fé­lag­inu í nótt ­sagði að félag­ið væri á „loka­­­metr­un­um“ með að klára fjár­­­­­fest­ingu og fá nýjan eig­enda­hóp að félag­in­u. Nú er hins vegar ljóst að það tókst ekki.

Auglýsing

Vildi að meiri tími hefði verið til stefnu

Skúli seg­ist óska þess heit­­ast að meiri tími hefði verið til stefnu og að hægt hefði verið að gera meira „þar sem þið öll eigið skilið svo miklu meira og mér þykir ákaf­­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöð­u.“

Hann skrif­ar að sama hvað verði sagt muni hann alltaf vera þakk­lát­ur fyr­ir að hafa unnið með svo „frá­­bæru teymi og ég vona inn­i­­lega að við get­um munað af­rek okk­ar sem braut­ryðj­end­ur í lággjalda­flug­rekstri og að hafa byggt upp ótrú­­legt vöru­merki á met­tíma. Það í sjálfu sér er ekk­ert lítið af­rek sem þið ættuð öll að vera stolt af.“

Reyndu sitt besta allt til enda

Í lok bréfs­ins þakk­ar Skúli far­þegum WOW air sem hafi staðið með fé­lag­inu frá upp­­hafi. Einnig þakk­ar hann sam­­starfs­að­ilum um all­an heim sem og yf­ir­völd­­um. „Við reynd­um öll okk­ar besta allt til enda.“

„Síð­ast en ekki síst vil ég þakka ykk­­ur, mín­ir kæru vin­ir, fyr­ir stór­­kost­­leg­asta ferða­lag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­­ur. Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykk­ur í ykk­ar næsta æv­in­týri.

Takk,“ skrifar Skúli til starfs­manna sinna. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent