Sigmundur Davíð: Stórhætta vegna þriðja orkupakkans

Formaður Miðflokksins greindi stöðu mála í stjórnmálunum á fundi flokksráðs Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segir að hinn svo­nefndi þriðji orku­pakki sé „stór­hættu­leg­ur“ og hann sé eitt „tann­hjól kerf­is­ins“ sem Mið­flokk­ur­inn vilji berj­ast gegn. 

Flokk­ur­inn hafi þá stefnu að ráða eigin örlögum en ekki láta það í hendur and­lits­lausra stofn­anna út í heim­i. 

Í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins kemur fram að flokk­ur­inn vilji þjóð­legar áhersl­ur, og að hann hafni með öllu þriðja orku­pakk­an­um. 

Auglýsing

Þá segir að stefna flokks­ins eigi að vera á grund­velli rök­rænnar umræðu þar sem ólík sjón­ar­mið veg­ast á. 

Lesa má stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins í heild sinni hér að neð­an. 

„Mið­flokk­ur­inn er víð­sýnn og umbóta­sinn­aður stjórn­mála­flokk­ur. Flokk­ur­inn starfar á miðju íslenskra stjórn­mála í þágu lands og þjóð­ar. Flokk­ur­inn leggur áherslu á festu og ábyrgð og vill að málum sé far­sæl­lega ráðið til lykta á grund­velli rök­rænnar umræðu þar sem ólík sjón­ar­mið veg­ast á.

Mið­flokk­ur­inn stendur vörð um full­veldi, sjálf­stæði og auð­lindir þjóð­ar­inn­ar. Flokk­ur­inn vill treysta for­ræði þjóð­ar­innar yfir auð­lindum sínum og mun leggj­ast gegn sam­þykkt þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Flokk­ur­inn sam­þykkir hvorki afsal á full­veldi Íslend­inga yfir orku­auð­lind­inni né fyr­ir­sjá­an­lega hækkun á raf­orku­verði hér á landi.

Mið­flokk­ur­inn vill þrótt­mikið atvinnu­líf í land­inu og vill treysta skil­yrði íslenskra atvinnu­fyr­ir­tækja í sam­keppni við erlenda keppi­nauta. Mið­flokk­ur­inn telur brýnt að stjórn­völd greiði eftir föngum fyrir kjara­samn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn hafnar því að atvinnu­fyr­ir­tækin búi við lak­ari skatta­kjör og hærri fjár­magns­kostnað en ger­ist í nágranna­lönd­un­um. Mið­flokk­ur­inn leggur áherslu á lækkun trygg­inga­gjalds sem stendur fyr­ir­tækjum fyrir þrifum þegar kemur að fjölgun starfs­fólks, hækkun launa og fjár­fest­ingum í þágu auk­innar fram­leiðni.

Mið­flokk­ur­inn lítur á mat­væla­fram­leiðslu íslensks land­bún­aðar sem mik­il­væga fram­tíð­ar­at­vinnu­grein sem verja ber og tryggja væn­legt rekstr­ar­um­hverfi. Fjöl­breyttur og öfl­ugur land­bún­aður er nauð­syn­legur fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar og horn­steinn byggðar í land­inu. Horfið verði frá inn­flutn­ingi á ófrosnu kjöti og eggj­um. End­ur­skoða þarf tolla­samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið með það að mark­miði að tryggja stöðu inn­lendrar fram­leiðslu sem oft keppir við nið­ur­greidda vöru sem er fram­leidd við óvið­un­andi skil­yrði. Herða þarf upp­runa­merk­ingar og rekj­an­leika mat­væla.

Mið­flokk­ur­inn vill að treysta und­ir­stöður sjáv­ar­út­vegs svo hann eflist enn frekar en orðið er eftir að hafa náð fram­úr­skar­andi árangri við að auka fram­leiðni í grein­inn­i. 

Ferða­þjón­usta hefur borið uppi hag­vöxt und­an­farin ár sem ein mik­il­væg­asta atvinnu­grein lands­manna og er upp­spretta tekna og gjald­eyris í þjóð­ar­bú­ið. Sjálf­bær ferða­þjón­usta kallar á að virt séu þol­mörk ferða­manna­staða og að umgengni á við­kvæmum stöðum spilli ekki þeirri auð­lind sem felst í íslenskri nátt­úru.

Rík­is­stjórnin hefur enga til­burði sýnt til að koma til móts við heim­ilin með því að létta af þeim oki verð­trygg­ingar og ofur­vaxta. Rík­is­stjórnin hefur ekki reynst fáan­leg til að taka hús­næð­islið­inn út úr vísi­töl­unni enda þótt gögn runnin frá stjórn­völdum stað­festi að hann ráð­ist að fjár­hag fjöl­skyldna eins og gráð­ugt skrímsli. Mið­flokk­ur­inn vill afnema verð­trygg­ingu hér á landi. Meðan þing­meiri­hluti er ekki fyrir slíkri aðgerð vill flokk­ur­inn sækja að verð­trygg­ing­unni og þrengja mögu­leika á að hún verði áfram eyð­ing­ar­afl þegar kemur að hag heim­ila og fjöl­skyldna. Fram­lengja skal ákvæði um nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til íbúð­ar­kaupa. Mið­flokk­ur­inn vill stokka upp fjár­mála­kerfið og taka upp fyr­ir­komu­lag við fjár­mögnun íbúða­lána eins og ger­ist og gengur í nágranna­lönd­un­um. Mið­flokk­ur­inn hafnar þeirri fyr­ir­ætlan Lands­bank­ans að reisa nýjar höf­uð­stöðvar af þeirri stærð sem raun ber vitni í stað þess að draga úr yfir­bygg­ingu og lækka kostnað í þágu við­skipta­vina bank­ans.

Íslenska þjóðin eld­ist eins og á við um nágranna­þjóð­irn­ar. Fjölgun aldr­aðra á kom­andi árum liggur fyrir í lýð­fræði­legum gögnum og spám. Við því er mik­il­vægt að bregð­ast með tím­an­legum og réttum hætti. Mið­flokk­ur­inn vill að eldri borg­arar hafi tök á að lifa mann­sæm­andi lífi. Rík­is­stjórnin hefur dauf­heyrst við kröfum um að bætur almanna­trygg­inga fylgi launa­þró­un. Hækkun frí­tekju­marks vegna atvinnu­tekna í 100 þús­und krónur gengur of skammt. Mið­flokk­ur­inn vill að atvinnu­tekjur rýri ekki líf­eyr­is­tekjur enda liggja fyrir útreikn­ingar sem ekki hafa verið bornar brigður á að slík aðgerð kosti rík­is­sjóð ekki svo mikið sem eina krónu. Mið­flokk­ur­inn telur einnig brýnt að hækka frí­tekju­mark vegna fjár­magnstekna og að fast verði tekið á skerð­ingum bóta vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum sem grafið hefur undan til­trú á líf­eyr­is­kerf­inu og skilur aldrað lág­launa­fólk eftir jafn­sett og fólk sem ekk­ert hefur greitt í líf­eyr­is­sjóð á starfs­aldri. Mið­flokk­ur­inn vill að öldruðum sé gert kleift að búa á heim­ilum sínum en að úrræði séu fyrir hendi þegar slíks er ekki lengur kost­ur. Mið­flokk­ur­inn vill gang­ast fyrir átaki til að reisa dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili fyrir aldr­aða sem mæti þeirri þörf sem fyrir hendi er á hverjum tíma. Aldr­aðir sem skilað hafa ævi­starfi sínu eiga skilið að búa við góð kjör og öryggi.

Mið­flokk­ur­inn vill standa vörð um menn­ingu og arf­leið þjóð­ar­inn­ar.“

Í þing­flokki Mið­flokks­ins í dag, sem er stærstur stjórn­ar­and­stöðu­flokka, eru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Birgir Þór­ar­ins­son, Berg­þór Óla­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Þor­steinn Sæmunds­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, en þeir tveir síð­ast­nefndur gengu til liðs við flokk­inn eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent