Fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins er hníjafnt samkvæmt nýjum þjóðarpúls Gallups, sem vitnað var til á vef RÚV í kvöld.
Fylgið við flokkanna mælist 9 prósent, en Miðflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur flokkanna með 25 prósent fylgi, Vinstri græn mælast með 11,6 prósent, Samfylkingin 15,9 prósent, Viðreisn 10,3 prósent, Píratar 11,6 prósent, en aðrir flokkar mælast með undir 5 prósent. Flokkur fólksins mælist með 3,7 prósent og Sósíalistaflokkurinn 3,5 prósent.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna 45,6 prósent, en stuðningur við ríkisstjórnina, þegar spurt var sértækt um hann, mælist 47,5 prósent.
Könnunin var netkönnun, gerð dagana 1. til 31. mars og var heildarúrtakið 6.705 og þátttökuhlutfall 55,4%, að því er fram kemur á vef RÚV. Vikmörkin á fylgi flokkann eru 0,2 til 1,6% og voru svarendur handahófsvaldi úr Viðhorfahópi Gallup.