Gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga á milli Samtaka atvinnulífsins og VR og félaga Starfsgreinasambandsins, skömmu eftir miðnætti, en kjarasamningum er ætlað að standa til 1. nóvember 2022.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkissáttasemja, en Bryndís Hlöðversdóttir gegnir því embætti.
Samkomulagið er með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda að samningum, og samþykki samninganefnda þeirra félaga um eiga aðild að samkomulaginu, en það verður nánar útfært af samningsaðilum á morgun, þriðjudag, og kynnt í kjölfarið.
Fyrirhuguðum verkföllum starfsmanna hótela og rútufyrirtækja, hjá Eflingu og VR, hefur verið aflýst.
Verkfall vagnstjóra Strætó á tíu leiðum hefur hins vegar ekki verið aflýst, og verður því ekki ekið á leiðum 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36 frá klukkan 7 til 9 í fyrramálið.