Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair á 5,6 milljarða

Fjárfestingasjóður frá Boston hefur keypt 11,5 prósent hlut í Icelandair Group. Um er að ræða útgáfu á nýju hlutafé.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, sem er með heim­il­is­festi í Boston, hefur keypt 625 millj­ónir nýrra hluta í Icelandair Group á 5,6 millj­arða króna.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hallar Íslands.

Sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi Icelandair 30. nóv­em­ber síð­ast­lið­ins, dag­inn eftir að félagið ákvað að hætta við að kaupa WOW air í fyrra skipt­ið, að auka hlutafé um 11,5 pró­sent. Nú hefur PAR Capi­tal Mana­gement ákveðið að kaupa það allt.

Auglýsing

Kaup­verðið er 9,03 kr. á hlut og heild­ar­kaup­verð því 5.643.750.000 krón­ur. Í til­kynn­ing­unni segir að kaup­verðið sam­svari með­al­dagsloka­gengi síð­ustu þriggja mán­aða. „Sam­komu­lagið er bundið fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar og því að hlut­hafar afsali sér for­gangs­rétti að hinum nýju hlut­um. Icelandair Group mun boða til hlut­hafa­fundar sem hald­inn verður 24. apríl nk.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að PAR Capi­tal Mana­gement sé góð við­bót við sterkan hlut­hafa­hóp. Það sé mat félags­ins að aðkoma PAR Capi­tal Mana­gement verði verð­mæt. „Það er enn­fremur ánægju­legt að svo stór og öfl­ugur fjár­festir deili trú okkar á fram­tíð­ar­horfur félags­ins.”

PAR Capi­tal Mana­gement er fjár­fest­ing­ar­sjóður stað­settur í Boston sem hefur 4 millj­arða banda­ríkja­dala í stýr­ingu. Sjóð­ur­inn var stofn­aður árið 1990 og leggur áherslu á lang­tíma­fjár­fest­ingar í ferða­þjón­ustu og staf­rænum miðl­um.

Verður næst stærsti eig­andi Icelandair

Túrist­i.is greinir frá því í morgun að PAR Capi­tal Mana­gement eigi í mun fleiri flug­fé­lögum en bara Icelanda­ir. Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem sjóð­ur­inn hefur fjár­fest í eru United Air­lines, Delta, Alaska Air, Sout­hwest Air­lines, Alleg­i­ant og Jet­Blue.

PAR Capi­tal Mana­gement verður næst stærsti eig­andi Icelandair Group á eftir Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem mun eiga um 13,3 pró­sent í Icelandair að teknu til­liti til hins nýja hluta­fjár sem gefið verður út vegna kaupa PAR Capi­tal Mana­gement. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru sam­an­lagt áfram sem áður langstærsti eig­andi Icelandair Group. Saman eiga þeir um helm­ing í félag­in­u. 

Mark­aðsvirði Icelandair Group var 44,3 millj­arðar króna við lok við­skipta í gær. Verð­mið­inn á Icelandair Group fór yfir 180 millj­arða króna þegar best lét í apríl 2016, en virði félags­ins hefur dreg­ist veru­lega saman á síð­ustu þremur árum sam­hliða versn­andi rekstr­ar­að­stæðum í flug­heim­in­um. 

Þungur rekstur

Rekst­­ur Icelanda­ir Group ­­gekk nokkuð erf­ið­­lega á síð­­asta ári og nam tap félags­­ins 55,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 6,7 millj­­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­­fé­lags­ins veru­­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­­ónir dala borið saman við 170 millj­­ónir dala árið 2017.

Á þessu ári hefur félagið staðið frammi fyrir ýmsum áskor­un­um. Í síð­asta mán­uði ákvað það að  ­taka Boeing 737 MAX 8 flug­­­vélar sínar úr rekstri um óákveð­inn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri eftir að tvær slíkar vélar höfðu hrapað með skömmu milli­bil­i. 

Í byrjun viku var greint frá því að Icelandair hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breið­þotum út sept­em­ber til að tryggja að flu­á­ætlun félags­ins rask­ist sem minnst á meðan að MAX vél­arar eru kyrr­sett­ar. Þá vinnur Icelandair að því að fá þriðju vél­ina leigða, meðal ann­ars til að bregð­ast við gjald­þroti WOW air í síð­ustu viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent