Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair á 5,6 milljarða

Fjárfestingasjóður frá Boston hefur keypt 11,5 prósent hlut í Icelandair Group. Um er að ræða útgáfu á nýju hlutafé.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, sem er með heim­il­is­festi í Boston, hefur keypt 625 millj­ónir nýrra hluta í Icelandair Group á 5,6 millj­arða króna.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hallar Íslands.

Sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi Icelandair 30. nóv­em­ber síð­ast­lið­ins, dag­inn eftir að félagið ákvað að hætta við að kaupa WOW air í fyrra skipt­ið, að auka hlutafé um 11,5 pró­sent. Nú hefur PAR Capi­tal Mana­gement ákveðið að kaupa það allt.

Auglýsing

Kaup­verðið er 9,03 kr. á hlut og heild­ar­kaup­verð því 5.643.750.000 krón­ur. Í til­kynn­ing­unni segir að kaup­verðið sam­svari með­al­dagsloka­gengi síð­ustu þriggja mán­aða. „Sam­komu­lagið er bundið fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar og því að hlut­hafar afsali sér for­gangs­rétti að hinum nýju hlut­um. Icelandair Group mun boða til hlut­hafa­fundar sem hald­inn verður 24. apríl nk.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að PAR Capi­tal Mana­gement sé góð við­bót við sterkan hlut­hafa­hóp. Það sé mat félags­ins að aðkoma PAR Capi­tal Mana­gement verði verð­mæt. „Það er enn­fremur ánægju­legt að svo stór og öfl­ugur fjár­festir deili trú okkar á fram­tíð­ar­horfur félags­ins.”

PAR Capi­tal Mana­gement er fjár­fest­ing­ar­sjóður stað­settur í Boston sem hefur 4 millj­arða banda­ríkja­dala í stýr­ingu. Sjóð­ur­inn var stofn­aður árið 1990 og leggur áherslu á lang­tíma­fjár­fest­ingar í ferða­þjón­ustu og staf­rænum miðl­um.

Verður næst stærsti eig­andi Icelandair

Túrist­i.is greinir frá því í morgun að PAR Capi­tal Mana­gement eigi í mun fleiri flug­fé­lögum en bara Icelanda­ir. Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem sjóð­ur­inn hefur fjár­fest í eru United Air­lines, Delta, Alaska Air, Sout­hwest Air­lines, Alleg­i­ant og Jet­Blue.

PAR Capi­tal Mana­gement verður næst stærsti eig­andi Icelandair Group á eftir Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem mun eiga um 13,3 pró­sent í Icelandair að teknu til­liti til hins nýja hluta­fjár sem gefið verður út vegna kaupa PAR Capi­tal Mana­gement. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru sam­an­lagt áfram sem áður langstærsti eig­andi Icelandair Group. Saman eiga þeir um helm­ing í félag­in­u. 

Mark­aðsvirði Icelandair Group var 44,3 millj­arðar króna við lok við­skipta í gær. Verð­mið­inn á Icelandair Group fór yfir 180 millj­arða króna þegar best lét í apríl 2016, en virði félags­ins hefur dreg­ist veru­lega saman á síð­ustu þremur árum sam­hliða versn­andi rekstr­ar­að­stæðum í flug­heim­in­um. 

Þungur rekstur

Rekst­­ur Icelanda­ir Group ­­gekk nokkuð erf­ið­­lega á síð­­asta ári og nam tap félags­­ins 55,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 6,7 millj­­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­­fé­lags­ins veru­­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­­ónir dala borið saman við 170 millj­­ónir dala árið 2017.

Á þessu ári hefur félagið staðið frammi fyrir ýmsum áskor­un­um. Í síð­asta mán­uði ákvað það að  ­taka Boeing 737 MAX 8 flug­­­vélar sínar úr rekstri um óákveð­inn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri eftir að tvær slíkar vélar höfðu hrapað með skömmu milli­bil­i. 

Í byrjun viku var greint frá því að Icelandair hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breið­þotum út sept­em­ber til að tryggja að flu­á­ætlun félags­ins rask­ist sem minnst á meðan að MAX vél­arar eru kyrr­sett­ar. Þá vinnur Icelandair að því að fá þriðju vél­ina leigða, meðal ann­ars til að bregð­ast við gjald­þroti WOW air í síð­ustu viku.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent