Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair á 5,6 milljarða

Fjárfestingasjóður frá Boston hefur keypt 11,5 prósent hlut í Icelandair Group. Um er að ræða útgáfu á nýju hlutafé.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, sem er með heim­il­is­festi í Boston, hefur keypt 625 millj­ónir nýrra hluta í Icelandair Group á 5,6 millj­arða króna.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hallar Íslands.

Sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi Icelandair 30. nóv­em­ber síð­ast­lið­ins, dag­inn eftir að félagið ákvað að hætta við að kaupa WOW air í fyrra skipt­ið, að auka hlutafé um 11,5 pró­sent. Nú hefur PAR Capi­tal Mana­gement ákveðið að kaupa það allt.

Auglýsing

Kaup­verðið er 9,03 kr. á hlut og heild­ar­kaup­verð því 5.643.750.000 krón­ur. Í til­kynn­ing­unni segir að kaup­verðið sam­svari með­al­dagsloka­gengi síð­ustu þriggja mán­aða. „Sam­komu­lagið er bundið fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar og því að hlut­hafar afsali sér for­gangs­rétti að hinum nýju hlut­um. Icelandair Group mun boða til hlut­hafa­fundar sem hald­inn verður 24. apríl nk.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að PAR Capi­tal Mana­gement sé góð við­bót við sterkan hlut­hafa­hóp. Það sé mat félags­ins að aðkoma PAR Capi­tal Mana­gement verði verð­mæt. „Það er enn­fremur ánægju­legt að svo stór og öfl­ugur fjár­festir deili trú okkar á fram­tíð­ar­horfur félags­ins.”

PAR Capi­tal Mana­gement er fjár­fest­ing­ar­sjóður stað­settur í Boston sem hefur 4 millj­arða banda­ríkja­dala í stýr­ingu. Sjóð­ur­inn var stofn­aður árið 1990 og leggur áherslu á lang­tíma­fjár­fest­ingar í ferða­þjón­ustu og staf­rænum miðl­um.

Verður næst stærsti eig­andi Icelandair

Túrist­i.is greinir frá því í morgun að PAR Capi­tal Mana­gement eigi í mun fleiri flug­fé­lögum en bara Icelanda­ir. Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem sjóð­ur­inn hefur fjár­fest í eru United Air­lines, Delta, Alaska Air, Sout­hwest Air­lines, Alleg­i­ant og Jet­Blue.

PAR Capi­tal Mana­gement verður næst stærsti eig­andi Icelandair Group á eftir Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem mun eiga um 13,3 pró­sent í Icelandair að teknu til­liti til hins nýja hluta­fjár sem gefið verður út vegna kaupa PAR Capi­tal Mana­gement. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru sam­an­lagt áfram sem áður langstærsti eig­andi Icelandair Group. Saman eiga þeir um helm­ing í félag­in­u. 

Mark­aðsvirði Icelandair Group var 44,3 millj­arðar króna við lok við­skipta í gær. Verð­mið­inn á Icelandair Group fór yfir 180 millj­arða króna þegar best lét í apríl 2016, en virði félags­ins hefur dreg­ist veru­lega saman á síð­ustu þremur árum sam­hliða versn­andi rekstr­ar­að­stæðum í flug­heim­in­um. 

Þungur rekstur

Rekst­­ur Icelanda­ir Group ­­gekk nokkuð erf­ið­­lega á síð­­asta ári og nam tap félags­­ins 55,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 6,7 millj­­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­­fé­lags­ins veru­­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­­ónir dala borið saman við 170 millj­­ónir dala árið 2017.

Á þessu ári hefur félagið staðið frammi fyrir ýmsum áskor­un­um. Í síð­asta mán­uði ákvað það að  ­taka Boeing 737 MAX 8 flug­­­vélar sínar úr rekstri um óákveð­inn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri eftir að tvær slíkar vélar höfðu hrapað með skömmu milli­bil­i. 

Í byrjun viku var greint frá því að Icelandair hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breið­þotum út sept­em­ber til að tryggja að flu­á­ætlun félags­ins rask­ist sem minnst á meðan að MAX vél­arar eru kyrr­sett­ar. Þá vinnur Icelandair að því að fá þriðju vél­ina leigða, meðal ann­ars til að bregð­ast við gjald­þroti WOW air í síð­ustu viku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent