Skúli: Vonandi stoppar fall WOW air ekki frumkvöðla í að láta drauma sína rætast

Skúli Mogensen segir WOW air hafa átt hug hans allan og að hann hafi sett aleiguna í félagið.

Skúli Mogensen
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, stofn­andi, for­stjóri og eig­andi WOW air á starfs­tíma þess, segir í til­kynn­ingu að hann voni að fall félags­ins verði ekki til þess að letja frum­kvöðla í því að elta drauma sína. 

Hann seg­ist stoltur af því sem WOW air byggði upp, en seg­ist bera ábyrgð á því hvernig fór. Í ítar­legri til­kynn­ingu segir hann að WOW air hafi farið of geyst en með félag­inu hafi komið yfir tvær millj­ónir ferða­manna til Íslands.

Til­kynn­ingin frá Skúla fer hér á eftir í heild sinni:

Auglýsing

„Það er eðli­legt og við­búið að það verði fjallað mikið um WOW air næst­u miss­er­in, mik­inn vöxt og fall félags­ins og aðdrag­and­ann að því.   

Sem eig­andi og for­stjóri WOW air ber ég mikla ábyrgð á því hvern­ig ­fór.  Ég hef aldrei skorist undan þeirri ábyrgð né reynt að koma sök­inni á aðra.  Stað­reyndin er sú að ég trúði því og trúi enn að þetta ein­staka flug­fé­lag sem við hjá WOW air byggðum upp hafi brotið blað í íslenskri flug­sög­u ­með því að bjóða far­gjöld og áfanga­staði sem höfðu aldrei sést áður á glæ­nýj­u­m A­ir­bus flug­vél­u­m.  Á árunum 2015 og 2016 óx og dafn­aði WOW air mun hrað­ar­ og betur en nokkur hafði trú á og skil­aði félagið um 5 millj­örðum í hagn­að.  Lággjalda­mód­elið eins og lagt var upp með í byrjun virk­aði vel og á fullan rétt á sér á Íslandi líkt og ann­ars stað­ar.

En þessi mikla vel­gengni átti líka sinn þátt í því að við fórum fram úr ­sjálfum okkur og eftir á að hyggja vildi maður óska þess að við hefðum gert ým­is­legt öðru­vísi.

Í fyrsta lagi var ákveðið að fljúga til fjar­lægð­ari staða og taka í notk­un 350 sæta Air­bus A330 breið­þot­ur. Þar með gátum við hafið flug til­ fjar­lægð­ari staða eins og Los Ang­el­es, San Francisco, Miami, Dallas og Del­hi ­með það að mark­miði að gera Ísland að alþjóð­legri tengi­stöð á milli Asíu, Norð­ur­-Am­er­ík­u og Evr­ópu, ekki ósvipað og Finnair hefur gert með góðum árangri í Helsinki. Þetta var háleit sýn og mark­mið sem við höfðum fulla trú á en þetta reynd­ist því miður óhemju dýrt og flókið verk­efni og við van­mátum hversu al­var­legar afleið­ingar breið­þot­urnar myndu hafa á rekstur félags­ins, sér­stak­lega eftir að olíu­verð fór að hækka hratt á haust­mán­uðum 2018.

Í öðru lagi þá fjar­lægð­umst við lággjalda­stefn­una og fórum að bæta við við­skiptaf­ar­rými og fleiri þjón­ustum sem eiga alls ekki heima í lággjalda­mód­el­in­u. Þetta jók flækju­stigið enn frekar og und­ir­liggj­and­i ­kostnað félags­ins.  Þetta reynd­ist okkur dýr­keypt og eftir á að hyggja hefðum við átt að halda fast í það að vera hrein­ræktað lággjalda­fé­lag.

Í þriðja lagi hefðum við átt að sækja fjár­magn byggt á þeim góða árangri ­sem við náðum 2015 og 2016 til að styrkja eig­in­fjár­grunn félags­ins og efla ­fé­lagið veru­lega áður en áfram yrði hald­ið.  

Síð­ast en ekki síst hefur ytra umhverfi flug­fé­laga verið mjög erfitt und­an­farið ár og sjaldan hafa fleiri flug­fé­lög farið í þrot eins og und­an­farna ­mán­uð­i.  Þar vegur hækk­andi olíu­verð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skulda­bréfa­út­boðið okkar sem hafði veru­leg nei­kvæð áhrif á allar okk­ar ­á­ætl­an­ir. ­Jafn­framt hafði gjald­þrot Pri­mera Air skömmu eftir að við ­kláruðum skulda­bréfa­út­boðið okkar veru­lega nei­kvæð áhrif.  Með fall­i Pri­mera Air breytt­ist við­horfið hjá svo til öllum okkar birgjum og fóru birgjar og færslu­hirðar fram á meiri trygg­ingar og stað­greiðslu­fyr­ir­komu­lag í öll­u­m sínum við­skiptum við WOW air.  Þetta hafði gríð­ar­lega miklar afleið­ingar í för með sér á mjög skömmum tíma. Við höfðum reiknað með því að fá betri ­fyr­ir­greiðslu í kjöl­far skulda­bréfa­út­boðs­ins en vegna falls ann­arra flug­fé­laga, ­mik­ils og slæms umtals um flug­geir­ann í heild sinni í aðdrag­anda útboðsins versnuð­u ­kjör okkar í kjöl­farið á útboð­inu þvert á okkar spár. ­Jafn­framt dróg veru­lega úr söl­unni hjá okkur vegna slæms umtals sem veikti traust almenn­ings á fé­lag­in­u. Það er einnig ljóst að krón­an, verk­föll og íslenskt umhverfi í heild sinni var ekki að gera okkur lífið auð­veld­ara und­an­farna mán­uði.  

Það er auð­velt að vera vitur eftir á og á þeim tíma þegar ákvarð­anir vor­u ­teknar um stækkun og stefnu­breyt­ingu WOW air var það aug­ljós­lega gert í þeirri ­trú að það væri best fyrir félagið og að með þessu móti gætum við eflt WOW air enn frekar til langs tíma lit­ið.  Til dæmis var það grund­vall­ar­at­rið­i þegar ákveðið var að taka breið­þot­urnar í flota okkar að með þessu móti gæt­u­m við betur varist auk­inni sam­keppni sem er að aukast með beinu flugi milli­ ­Evr­ópu og aust­ur­strandar Banda­ríkj­anna og þar af leið­andi lækk­andi far­gjöldum á þeim leið­u­m. Við höfðum haft þetta að leið­ar­ljósi þegar við pönt­uð­u­m fjórar glæ­nýjar breið­þotur til við­bótar við flota okkar sem áttu að afhend­ast í lok árs 2018 og ætlað var að fljúga á fjar­læg­ari slóð­ir. For­send­urnar fyr­ir­ slíkum flugum versnuðu hins vegar til muna mjög hratt síð­ast­liðið haust vegna hækk­andi oliu­verðs og auk­inni sam­keppni í flugi á heimsvísu.

Ég hef verið sann­færður frá fyrsta degi að WOW air gæti orðið öfl­ug­t flug­fé­lag.  Ég fjár­festi í WOW air fyrir um 4 millj­arða króna allt frá­ ­stofnun þess.  Núna er ljóst að ég mun fá lítið sem ekk­ert af því til bak­a.  Ég var það sann­færður um að við værum á réttri leið að ég lán­aði WOW air 600 millj­ónir króna í jan­úar 2018 eftir að fall Korta­þjón­ust­unnar setti veru­leg­t ­strik í reikn­ing­inn hjá okk­ur.  Jafn­framt fjár­festi ég aftur fyrir um 750 millj­ónir króna í skulda­bréfa­út­boð­inu í sept­em­ber 2018 ásamt öðrum fjár­fest­u­m.  Til að geta tekið þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu fór ég í per­sónu­lega ábyrgð og veð­setti bæði húsið mitt og jörð í Hval­firð­i.  Ég mun að öllum lík­indum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mín­um ­per­sónu­legu skuld­bind­ingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þess­ari veg­ferð.  

Það var fyr­ir­séð og eðli­legt að margir munu núna rýna í sögu og við­skipta­mód­el WOW air.  Það væri mikil ein­földun að full­yrða að WOW air hefði aldrei ­getað gengið eða að far­gjöldin hafi verið ósjálf­bær og því hafi þetta ver­ið dauða­dæmt frá upp­hafi.  Það er ein­fald­lega ekki rétt.  Það er einnig ­fyr­ir­sjá­an­legt að ein­hverjir munu reyna að tor­tryggja WOW air og mig ­per­sónu­lega og við­skipti minna félaga við WOW air.  Öll mín við­skipti við WOW air og félög tengd mér hafa verið gerð á mark­aðs­legum og við­skipta­leg­um ­for­send­um.   Af gefnu til­efni má þar sér­stak­lega nefna að ég hef enga að­komu að tveimur flug­vélum sem WOW air var með í leigu og hefur verið fjall­að um und­an­far­ið.  Umræðan snýr að því að skráður eig­andi vél­anna er með­ ­fé­lög í Cayman eyjum að nafni Sog og Tungna.  Hvorki ég né nein félög tengd mér hafa nokkuð með þessi félög að gera en eig­andi þess­ara flug­véla er ­Gos­hawk sem er stórt flug­véla­leigu­fyr­ir­tæki með starf­stöðvar í Dublin og Hong ­Kong.

Það er óhemju erfitt og sorg­legt að horfa á eftir WOW air.  Ég elskað­i þetta félag, fólkið okkar og það sem við stóðum fyrir og vorum að byggja ­upp.  Við fluttum yfir 10 millj­ónir far­þega frá upp­hafi og með okkur komu ­yfir tvær millj­ónir ferða­manna til Íslands.  WOW air skap­aði þús­und­ir­ ­starfa bæði beint hjá félag­inu og fyrir ferða­þjón­ust­una í heild sinni. Það liggur fyrir að beinar og óbeinar tekjur rík­is­sjóðs af starf­semi WOW air nem­ur hund­ruðum millj­arða und­an­farin ár. Við vorum á góðri leið með að klára við­snún­ing félags­ins og að koma okkur aftur í sama bún­ing og við vorum í á ár­unum 2015 og 2016 en því miður gafst ekki tími til að klára fjár­mögn­un ­fé­lags­ins.  Við reyndum allt sem við mögu­lega gátum til að forða félag­in­u frá gjald­þroti en það tókst því miður ekki.

Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörð­unum sem ég tók alla tíð en það sem mér­ ­þykir verst er að hafa brugð­ist öllu því fólki sem stóð með mér og barð­ist fram í rauðan dauð­ann við að bjarga félag­inu. Þetta var og er ein­stakur hópur sem var heiður og for­rétt­indi að fá að vinna með­. ­Þrátt fyrir hvernig fór mun ég ávallt vera stoltur af því sem við gerð­u­m.  Ég vona inni­lega að allt það ­sem við lögðum í félagið og sú mikla reynsla og þekk­ing sem hefur orðið fari ekki for­görð­um. Ég vona líka að þrátt fyrir hvernig fór að þetta ævin­týri okk­ar ­letji ekki aðra frum­kvöðla frá því að láta drauma sína ræt­ast.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent