Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum, en greint var frá því á vef Fréttablaðsins.
Gunnari Bragi er einn þeirra sex þingmanna, sem allir eru í Miðflokki, sem sátu að drykkju á Klaustur bar og töluðu með niðrandi hætti um fólk, meðal annars samstarfsmenn á þingi. Gunnar Bragi kallaði meðal annars Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, „helvítis tík“.
Hinir fimm þingmennirnir sem tóku þátt í umræðunum voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, en þeir tveir síðastnefndur gengu til liðs við Miðflokkinn eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins, eftir Klaustursmálið.
Gunnar Bragi tilkynnti um leyfið í tölvupósti og nefndi að Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis.
Ekki liggur fyrir hver ástæðan er fyrir því að hann er farinn í leyfi.
Una María Óskarsdóttir tekur sæti Gunnars Braga á Alþingi, sem varaþingmaður.