LSR og Íslandsbanki á meðal stærstu eigenda Arion banka

Ríkisbanki og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru á meðal þeirra sem keyptu hlutabréf í Arion banka í síðustu viku. Báðir eru nú á meðal þrettán stærstu eigenda bankans.

Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, er orð­inn níundi stærsti eig­andi Arion banka með 2,84 pró­sent hlut. Miðað við það verð sem var á hlutum í Arion banka á mark­aði í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið um 4,3 millj­arðar króna. Ekki fékkst upp­lýst um það hjá bank­anum hvort hann sé að kaupa á eigin bók eða fyrir hönd ein­hverra við­skipta­vina sinna þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um það.

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) hefur einnig bæst í hóp stærstu eig­enda Arion banka með 1,1 pró­sent hlut. Það gerir sjóð­inn, sem er stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, að þrett­ánda stærsta eig­anda Arion banka. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­lega 1,6 millj­arðar króna.

Hvorki Íslands­banki né LSR áttu hluti í Arion banka þangað til nýlega.

Auglýsing

Stærsti eig­andi bank­ans, Kaup­þing ehf., seldi tíu pró­sent hlut í honum í síð­ustu viku. Virði hlut­ar­ins miðað við skráð gengi Arion banka þegar hann var seldur var um 15 millj­arðar króna. Ekki var til­greint hver kaup­and­inn er en sam­kvæmt nýjum hlut­haf­alista sem birtur var í dag er ljóst að bæði Íslands­banki og LSR eru á meðal þeirra sem keyptu.

Þá hefur breska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Artemis Invest­ment Mana­gement, sem keypti 1,2 pró­sent hlut í Arion banka í byrjun árs, bætt við sinn hlut en það á nú 1,68 pró­sent í bank­an­um.

Arion banki var skráður á markað í fyrra. Hann varð þá fyrsti íslenski bank­inn sem skráður var á hluta­bréfa­­markað eftir banka­hrun­ið. Áður en að af skrán­ing­unni varð nýttu þeir erlendu sjóðir sem eru stærstu eig­endur Kaup­­þings sér for­­kaups­rétt á 13 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í bank­­anum og greiddu fyrir 23 millj­­arða króna.

Til­­kynnt var um hluta­fjár­­út­­­boð vegna tví­­­skrán­ingar Arion banka á Íslandi og í Sví­­þjóð um miðjan maí 2018. Í því var um 29 pró­­sent hlutur í Arion banka seldur til nýrra fjár­­­festa. Bank­inn var svo skráður á mark­aði í jún­­í.

Í dag er eign­­ar­hald Arion banka með þeim hætti að Kaup­­þing ehf. er enn stærsti eig­and­inn með 22,67 pró­­sent þrátt fyrir að hafa selt tíu pró­sent hlut í síð­ustu viku. Þá á Arion banki 9,31 pró­­sent hlut í sjálfum sér. Vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal (tíu pró­­sent), Attestor Capi­tal (7,15 pró­­sent) og Och-Ziff Capi­tal (6,58 pró­­sent) koma þar næst. Stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í bank­­anum var Gildi líf­eyr­is­­sjóður með 2,52 pró­­sent hlut en er nú Íslands­banki, eða við­skipta­vinir hans, með 2,84 pró­sent hlut.

Arion banki hefur hækkað um 3,66 pró­sent það sem af er degi í 622 millj­óna króna við­skipt­um.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent