LSR og Íslandsbanki á meðal stærstu eigenda Arion banka

Ríkisbanki og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru á meðal þeirra sem keyptu hlutabréf í Arion banka í síðustu viku. Báðir eru nú á meðal þrettán stærstu eigenda bankans.

Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, er orð­inn níundi stærsti eig­andi Arion banka með 2,84 pró­sent hlut. Miðað við það verð sem var á hlutum í Arion banka á mark­aði í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið um 4,3 millj­arðar króna. Ekki fékkst upp­lýst um það hjá bank­anum hvort hann sé að kaupa á eigin bók eða fyrir hönd ein­hverra við­skipta­vina sinna þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um það.

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) hefur einnig bæst í hóp stærstu eig­enda Arion banka með 1,1 pró­sent hlut. Það gerir sjóð­inn, sem er stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, að þrett­ánda stærsta eig­anda Arion banka. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­lega 1,6 millj­arðar króna.

Hvorki Íslands­banki né LSR áttu hluti í Arion banka þangað til nýlega.

Auglýsing

Stærsti eig­andi bank­ans, Kaup­þing ehf., seldi tíu pró­sent hlut í honum í síð­ustu viku. Virði hlut­ar­ins miðað við skráð gengi Arion banka þegar hann var seldur var um 15 millj­arðar króna. Ekki var til­greint hver kaup­and­inn er en sam­kvæmt nýjum hlut­haf­alista sem birtur var í dag er ljóst að bæði Íslands­banki og LSR eru á meðal þeirra sem keyptu.

Þá hefur breska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Artemis Invest­ment Mana­gement, sem keypti 1,2 pró­sent hlut í Arion banka í byrjun árs, bætt við sinn hlut en það á nú 1,68 pró­sent í bank­an­um.

Arion banki var skráður á markað í fyrra. Hann varð þá fyrsti íslenski bank­inn sem skráður var á hluta­bréfa­­markað eftir banka­hrun­ið. Áður en að af skrán­ing­unni varð nýttu þeir erlendu sjóðir sem eru stærstu eig­endur Kaup­­þings sér for­­kaups­rétt á 13 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í bank­­anum og greiddu fyrir 23 millj­­arða króna.

Til­­kynnt var um hluta­fjár­­út­­­boð vegna tví­­­skrán­ingar Arion banka á Íslandi og í Sví­­þjóð um miðjan maí 2018. Í því var um 29 pró­­sent hlutur í Arion banka seldur til nýrra fjár­­­festa. Bank­inn var svo skráður á mark­aði í jún­­í.

Í dag er eign­­ar­hald Arion banka með þeim hætti að Kaup­­þing ehf. er enn stærsti eig­and­inn með 22,67 pró­­sent þrátt fyrir að hafa selt tíu pró­sent hlut í síð­ustu viku. Þá á Arion banki 9,31 pró­­sent hlut í sjálfum sér. Vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal (tíu pró­­sent), Attestor Capi­tal (7,15 pró­­sent) og Och-Ziff Capi­tal (6,58 pró­­sent) koma þar næst. Stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í bank­­anum var Gildi líf­eyr­is­­sjóður með 2,52 pró­­sent hlut en er nú Íslands­banki, eða við­skipta­vinir hans, með 2,84 pró­sent hlut.

Arion banki hefur hækkað um 3,66 pró­sent það sem af er degi í 622 millj­óna króna við­skipt­um.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent