LSR og Íslandsbanki á meðal stærstu eigenda Arion banka

Ríkisbanki og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru á meðal þeirra sem keyptu hlutabréf í Arion banka í síðustu viku. Báðir eru nú á meðal þrettán stærstu eigenda bankans.

Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, er orð­inn níundi stærsti eig­andi Arion banka með 2,84 pró­sent hlut. Miðað við það verð sem var á hlutum í Arion banka á mark­aði í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið um 4,3 millj­arðar króna. Ekki fékkst upp­lýst um það hjá bank­anum hvort hann sé að kaupa á eigin bók eða fyrir hönd ein­hverra við­skipta­vina sinna þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um það.

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) hefur einnig bæst í hóp stærstu eig­enda Arion banka með 1,1 pró­sent hlut. Það gerir sjóð­inn, sem er stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, að þrett­ánda stærsta eig­anda Arion banka. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­lega 1,6 millj­arðar króna.

Hvorki Íslands­banki né LSR áttu hluti í Arion banka þangað til nýlega.

Auglýsing

Stærsti eig­andi bank­ans, Kaup­þing ehf., seldi tíu pró­sent hlut í honum í síð­ustu viku. Virði hlut­ar­ins miðað við skráð gengi Arion banka þegar hann var seldur var um 15 millj­arðar króna. Ekki var til­greint hver kaup­and­inn er en sam­kvæmt nýjum hlut­haf­alista sem birtur var í dag er ljóst að bæði Íslands­banki og LSR eru á meðal þeirra sem keyptu.

Þá hefur breska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Artemis Invest­ment Mana­gement, sem keypti 1,2 pró­sent hlut í Arion banka í byrjun árs, bætt við sinn hlut en það á nú 1,68 pró­sent í bank­an­um.

Arion banki var skráður á markað í fyrra. Hann varð þá fyrsti íslenski bank­inn sem skráður var á hluta­bréfa­­markað eftir banka­hrun­ið. Áður en að af skrán­ing­unni varð nýttu þeir erlendu sjóðir sem eru stærstu eig­endur Kaup­­þings sér for­­kaups­rétt á 13 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í bank­­anum og greiddu fyrir 23 millj­­arða króna.

Til­­kynnt var um hluta­fjár­­út­­­boð vegna tví­­­skrán­ingar Arion banka á Íslandi og í Sví­­þjóð um miðjan maí 2018. Í því var um 29 pró­­sent hlutur í Arion banka seldur til nýrra fjár­­­festa. Bank­inn var svo skráður á mark­aði í jún­­í.

Í dag er eign­­ar­hald Arion banka með þeim hætti að Kaup­­þing ehf. er enn stærsti eig­and­inn með 22,67 pró­­sent þrátt fyrir að hafa selt tíu pró­sent hlut í síð­ustu viku. Þá á Arion banki 9,31 pró­­sent hlut í sjálfum sér. Vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal (tíu pró­­sent), Attestor Capi­tal (7,15 pró­­sent) og Och-Ziff Capi­tal (6,58 pró­­sent) koma þar næst. Stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í bank­­anum var Gildi líf­eyr­is­­sjóður með 2,52 pró­­sent hlut en er nú Íslands­banki, eða við­skipta­vinir hans, með 2,84 pró­sent hlut.

Arion banki hefur hækkað um 3,66 pró­sent það sem af er degi í 622 millj­óna króna við­skipt­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent