Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar, iðnaðar og dómsmála, sagði í fréttum RÚV í kvöld að þriði orkupakkinn svonefndi tengdist ekkert framsali á fullveldi eða færslu á yfirráðum yfir íslenskum orkulauðlindum til Evrópusambandsins eða alþjóðastofnanna.
Hún sagði málið, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, vera vel undirbúið og að sérfræðingar hafi kafað ofan öll álitamálin.
Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu framleiðslu og sölu á raforku á EES-svæðinu, sem var innleidd hér á landi með fyrsta og öðrum orkupakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008.
Vegna þeirra breytinga ríkir nú frjáls samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni og neytendur geta valið af hverjum þeir kaupa rafmagn, en upplýsingar um helstu atriði er varða þriðja orkupakkann hafa verið teknar saman á vef stjórnarráðsins.
Þriðji orkupakkinn, eins og hinir tveir fyrri, felur í sér ákvæði um rétt neytenda og neytendavernd, aðgang að flutnings- og dreifikerfum rafmagns, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar (framleiðslu og sölu) frá einokunarrekstri (flutningi og dreifingu) og fleira í þá veru.
Í viðtali við RÚV, sagði Þórdís Kolbrún að það væri alvög öruggt, að hún myndi aldri mæla fyrir málinu ef það léki minnsti vafi á því að það væri verið að færa yfirráð yfir auðlindum landsins úr landi. „Það er einfaldlega þannig að ég myndi aldrei leggja til að Íslendingar innleiddu einhvern pakka frá ESB sem er hluti af EES-samningnum ef að ég teldi minnstu trú á því að við værum að missa að einhverju leyti yfirráð yfir okkar auðlindum,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var til viðtals í Kastljósi RÚV, þar sem Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokki, ræddi um málið við hann. Miðflokkurinn er á móti þriðja orkupakkanum líkt og Flokkur fólksins.
Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún er bæði að tala fyrir máli málinu, þar sem það heyrir undir ráðuneyti þeirra beggja.
Guðlaugur Þór ítrekaði í Kastljósi, eins og fram kom hjá honum á Alþingi í dag, að málið standist stjórnaskrá Íslands, og sé rökrétt og sjálfstætt framhald af fyrri orkupökkum, og í samræmi við EES-samninginn.