Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verjast gagnrýni á þriðja orkupakkann

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson segja bæði að það sé ekki verið að framselja fullveldi eða færa yfirráð yfir auðlindum úr landi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, nýsköp­un­ar, iðn­aðar og dóms­mála, sagði í fréttum RÚV í kvöld að þriði orku­pakk­inn svo­nefndi tengd­ist ekk­ert fram­sali á full­veldi eða færslu á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­lauð­lindum til Evr­ópu­sam­bands­ins eða alþjóða­stofn­anna. 

Hún sagði mál­ið, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, vera vel und­ir­búið og að sér­fræð­ingar hafi kafað ofan öll álita­mál­in. 

Þriðji orku­pakk­inn er fram­hald á mark­aðsvæð­ingu fram­leiðslu og sölu á raf­orku á EES-­svæð­inu, sem var inn­leidd hér á landi með fyrsta og öðrum orku­pakk­anum í gegnum raf­orku­lög árin 2003 og 2008.

Auglýsing

Vegna þeirra breyt­inga ríkir nú frjáls sam­keppni í fram­leiðslu og sölu á raf­magni og neyt­endur geta valið af hverjum þeir kaupa raf­magn, en upp­lýs­ingar um helstu atriði er varða þriðja orku­pakk­ann hafa verið teknar saman á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Þriðji orku­pakk­inn, eins og hinir tveir fyrri, felur í sér ákvæði um rétt neyt­enda og neyt­enda­vernd, aðgang að flutn­ings- og dreifi­kerfum raf­magns, gagn­sæi á mark­aði, aðskilnað sam­keppn­is­rekstrar (fram­leiðslu og sölu) frá ein­ok­un­ar­rekstri (flutn­ingi og dreif­ingu) og fleira í þá veru.

Í við­tali við RÚV, sagði Þór­dís Kol­brún að það væri alvög öruggt, að hún myndi aldri mæla fyrir mál­inu ef það léki minnsti vafi á því að það væri verið að færa yfir­ráð yfir auð­lindum lands­ins úr land­i. „Það er ein­fald­lega þannig að ég ­myndi aldrei leggja til að Íslend­ingar inn­leiddu ein­hvern ­pakka frá ESB ­sem er hluti af EES-­samn­ingnum ef að ég teldi minnstu trú á því að við værum að missa að ein­hverju leyti yfir­ráð yfir okkar auð­lind­um,“ sagði Þór­dís Kol­brún. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra var til við­tals í Kast­ljósi RÚV, þar sem Þor­steinn Sæmunds­son, Mið­flokki, ræddi um málið við hann. Mið­flokk­ur­inn er á móti þriðja orku­pakk­anum líkt og Flokkur fólks­ins. 

Guð­laugur Þór og Þór­dís Kol­brún er bæði að tala fyrir máli mál­inu, þar sem það heyrir undir ráðu­neyti þeirra beggja. 

Guð­laugur Þór ítrek­aði í Kast­ljósi, eins og fram kom hjá honum á Alþingi í dag, að málið stand­ist stjórna­skrá Íslands, og sé rök­rétt og sjálf­stætt fram­hald af fyrri orku­pökk­um, og í sam­ræmi við EES-­samn­ing­inn.Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent