Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum

Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.

Alþingishúsið
Auglýsing

Reporters wit­hout boarders, eða Blaða­menn án landamæra, hafa birt lista sinn um vísi­­tölu fjöl­miðla­frelsis fyrir árið 2019.

Ís­land er í 14. sæti, neðst Norð­­ur­land­anna. Nor­egur skipar efsta sæt­ið, Finn­land er í öðru sæti og Sví­þjóð í því þriðja. Dan­mörk er í fimmta sæti.

Ísland hefur færst niður um fjögur sæti á list­anum á tveimur árum, en landið sat í 10. sæti árið 2017.

Ekki er að finna ítar­­lega grein­ingu um for­­sendur sem liggja að baki mat­inu en í stuttri sam­an­­tekt er tals­vert gert úr metn­að­­ar­­fullri þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu sem sam­­þykkt var 2010 um að gera Ísland að for­yst­u­­ríki í vernd upp­­­ljóstr­­ara, gagn­­sæ­is, tján­ing­ar­frelsis og fjöl­miðla­frels­­is.

Auglýsing
Í umfjöllun sam­tak­anna um Ísland segir þó að aðstæður blaða­manna á land­inu hafi versnað frá árinu 2012 vegna þess að sam­skipti milli stjórn­mála­manna og fjöl­miðla hafi súrn­að. Það er sama rök­semd­ar­færsla og var færð fyrir versn­andi ástandi í umfjöllun sam­tak­anna í fyrra.

Í úttekt­inni er 180 löndum og svæðum raðað upp í röð eftir fjöl­miðla­frelsi. Hún byggir á því að sér­fræð­ingar svara spurn­inga­list­anum sem gerður er af sam­tök­un­um. Þau svör eru síðan greind og lönd­unum gefin ein­kunn. Því lægri sem hún er,  því meira er fjöl­miðla­frels­ið. Nor­egur fær til að mynda ein­kunn­ina 7,82 og Finn­land, Sví­þjóð og Dan­mörk fá öllu ein­kunn sem er lægri en 10,0. 

Ísland fær hins vegar 14,71 og stiga­fjöldi lands­ins eykst um 0,61 á milli ára. Það þýðir að ein­kunn Nor­egs er helm­ingur af ein­kunn Íslands.

Norð­­ur­-Kór­ea, sem vermt hefur neðsta sæti list­ans und­an­farin ár, er þar ekki leng­ur. Í stað­inn hefur Túrk­menistan sest í botns­æt­ið. Norð­ur­-Kórea er þó ekki langt und­an, eða í sæti 179. Þar fyrir ofan  eru Eritr­ea, Kína, Víetnam og Súd­­­an.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent