Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum

Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.

Alþingishúsið
Auglýsing

Reporters wit­hout boarders, eða Blaða­menn án landamæra, hafa birt lista sinn um vísi­­tölu fjöl­miðla­frelsis fyrir árið 2019.

Ís­land er í 14. sæti, neðst Norð­­ur­land­anna. Nor­egur skipar efsta sæt­ið, Finn­land er í öðru sæti og Sví­þjóð í því þriðja. Dan­mörk er í fimmta sæti.

Ísland hefur færst niður um fjögur sæti á list­anum á tveimur árum, en landið sat í 10. sæti árið 2017.

Ekki er að finna ítar­­lega grein­ingu um for­­sendur sem liggja að baki mat­inu en í stuttri sam­an­­tekt er tals­vert gert úr metn­að­­ar­­fullri þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu sem sam­­þykkt var 2010 um að gera Ísland að for­yst­u­­ríki í vernd upp­­­ljóstr­­ara, gagn­­sæ­is, tján­ing­ar­frelsis og fjöl­miðla­frels­­is.

Auglýsing
Í umfjöllun sam­tak­anna um Ísland segir þó að aðstæður blaða­manna á land­inu hafi versnað frá árinu 2012 vegna þess að sam­skipti milli stjórn­mála­manna og fjöl­miðla hafi súrn­að. Það er sama rök­semd­ar­færsla og var færð fyrir versn­andi ástandi í umfjöllun sam­tak­anna í fyrra.

Í úttekt­inni er 180 löndum og svæðum raðað upp í röð eftir fjöl­miðla­frelsi. Hún byggir á því að sér­fræð­ingar svara spurn­inga­list­anum sem gerður er af sam­tök­un­um. Þau svör eru síðan greind og lönd­unum gefin ein­kunn. Því lægri sem hún er,  því meira er fjöl­miðla­frels­ið. Nor­egur fær til að mynda ein­kunn­ina 7,82 og Finn­land, Sví­þjóð og Dan­mörk fá öllu ein­kunn sem er lægri en 10,0. 

Ísland fær hins vegar 14,71 og stiga­fjöldi lands­ins eykst um 0,61 á milli ára. Það þýðir að ein­kunn Nor­egs er helm­ingur af ein­kunn Íslands.

Norð­­ur­-Kór­ea, sem vermt hefur neðsta sæti list­ans und­an­farin ár, er þar ekki leng­ur. Í stað­inn hefur Túrk­menistan sest í botns­æt­ið. Norð­ur­-Kórea er þó ekki langt und­an, eða í sæti 179. Þar fyrir ofan  eru Eritr­ea, Kína, Víetnam og Súd­­­an.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent