Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum

Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.

Alþingishúsið
Auglýsing

Reporters wit­hout boarders, eða Blaða­menn án landamæra, hafa birt lista sinn um vísi­­tölu fjöl­miðla­frelsis fyrir árið 2019.

Ís­land er í 14. sæti, neðst Norð­­ur­land­anna. Nor­egur skipar efsta sæt­ið, Finn­land er í öðru sæti og Sví­þjóð í því þriðja. Dan­mörk er í fimmta sæti.

Ísland hefur færst niður um fjögur sæti á list­anum á tveimur árum, en landið sat í 10. sæti árið 2017.

Ekki er að finna ítar­­lega grein­ingu um for­­sendur sem liggja að baki mat­inu en í stuttri sam­an­­tekt er tals­vert gert úr metn­að­­ar­­fullri þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu sem sam­­þykkt var 2010 um að gera Ísland að for­yst­u­­ríki í vernd upp­­­ljóstr­­ara, gagn­­sæ­is, tján­ing­ar­frelsis og fjöl­miðla­frels­­is.

Auglýsing
Í umfjöllun sam­tak­anna um Ísland segir þó að aðstæður blaða­manna á land­inu hafi versnað frá árinu 2012 vegna þess að sam­skipti milli stjórn­mála­manna og fjöl­miðla hafi súrn­að. Það er sama rök­semd­ar­færsla og var færð fyrir versn­andi ástandi í umfjöllun sam­tak­anna í fyrra.

Í úttekt­inni er 180 löndum og svæðum raðað upp í röð eftir fjöl­miðla­frelsi. Hún byggir á því að sér­fræð­ingar svara spurn­inga­list­anum sem gerður er af sam­tök­un­um. Þau svör eru síðan greind og lönd­unum gefin ein­kunn. Því lægri sem hún er,  því meira er fjöl­miðla­frels­ið. Nor­egur fær til að mynda ein­kunn­ina 7,82 og Finn­land, Sví­þjóð og Dan­mörk fá öllu ein­kunn sem er lægri en 10,0. 

Ísland fær hins vegar 14,71 og stiga­fjöldi lands­ins eykst um 0,61 á milli ára. Það þýðir að ein­kunn Nor­egs er helm­ingur af ein­kunn Íslands.

Norð­­ur­-Kór­ea, sem vermt hefur neðsta sæti list­ans und­an­farin ár, er þar ekki leng­ur. Í stað­inn hefur Túrk­menistan sest í botns­æt­ið. Norð­ur­-Kórea er þó ekki langt und­an, eða í sæti 179. Þar fyrir ofan  eru Eritr­ea, Kína, Víetnam og Súd­­­an.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent