Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum

Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.

Alþingishúsið
Auglýsing

Reporters wit­hout boarders, eða Blaða­menn án landamæra, hafa birt lista sinn um vísi­­tölu fjöl­miðla­frelsis fyrir árið 2019.

Ís­land er í 14. sæti, neðst Norð­­ur­land­anna. Nor­egur skipar efsta sæt­ið, Finn­land er í öðru sæti og Sví­þjóð í því þriðja. Dan­mörk er í fimmta sæti.

Ísland hefur færst niður um fjögur sæti á list­anum á tveimur árum, en landið sat í 10. sæti árið 2017.

Ekki er að finna ítar­­lega grein­ingu um for­­sendur sem liggja að baki mat­inu en í stuttri sam­an­­tekt er tals­vert gert úr metn­að­­ar­­fullri þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu sem sam­­þykkt var 2010 um að gera Ísland að for­yst­u­­ríki í vernd upp­­­ljóstr­­ara, gagn­­sæ­is, tján­ing­ar­frelsis og fjöl­miðla­frels­­is.

Auglýsing
Í umfjöllun sam­tak­anna um Ísland segir þó að aðstæður blaða­manna á land­inu hafi versnað frá árinu 2012 vegna þess að sam­skipti milli stjórn­mála­manna og fjöl­miðla hafi súrn­að. Það er sama rök­semd­ar­færsla og var færð fyrir versn­andi ástandi í umfjöllun sam­tak­anna í fyrra.

Í úttekt­inni er 180 löndum og svæðum raðað upp í röð eftir fjöl­miðla­frelsi. Hún byggir á því að sér­fræð­ingar svara spurn­inga­list­anum sem gerður er af sam­tök­un­um. Þau svör eru síðan greind og lönd­unum gefin ein­kunn. Því lægri sem hún er,  því meira er fjöl­miðla­frels­ið. Nor­egur fær til að mynda ein­kunn­ina 7,82 og Finn­land, Sví­þjóð og Dan­mörk fá öllu ein­kunn sem er lægri en 10,0. 

Ísland fær hins vegar 14,71 og stiga­fjöldi lands­ins eykst um 0,61 á milli ára. Það þýðir að ein­kunn Nor­egs er helm­ingur af ein­kunn Íslands.

Norð­­ur­-Kór­ea, sem vermt hefur neðsta sæti list­ans und­an­farin ár, er þar ekki leng­ur. Í stað­inn hefur Túrk­menistan sest í botns­æt­ið. Norð­ur­-Kórea er þó ekki langt und­an, eða í sæti 179. Þar fyrir ofan  eru Eritr­ea, Kína, Víetnam og Súd­­­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent