Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára

Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna námu einni og hálfri lands­fram­leiðslu í des­em­ber 2018 og heldur hlut­fallið áfram að hækka en eignir sjóð­anna juk­ust um 294 millj­arða króna í fyrra.

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða nema nú um 4.400 millj­örðum króna, en til sam­an­burðar þá er virði allra skráðra félaga á aðal­mark­aði kaup­hallar Íslands um 1.200 millj­arð­ar.

Áfram má búast við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir horfi meira á alþjóð­lega mark­aði til að fjár­festa, segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Lífeyrissjóðir.Lán til sjóð­fé­laga juk­ust um 25 pró­sent að raun­virði í fyrra miðað við árið áund­an, og námu þau um 424 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Á síð­ustu árum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir boðið hag­stæð­ustu kjörin á íbúða­lánum og þannig aukið sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði en sjóð­fé­laga­lánin hafa sam­tals auk­ist um 70 pró­sent að raun­virði síð­ast­liðin tvö ár, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

„Ný­lega lækk­uðu hins vegar nokkrir af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum hámarks­veð­hlut­föll útlána úr 75% í 70% ásamt því að setja strang­ari kröfur um við­bót­ar­lán. Útlit er því fyrir að hægja muni á aukn­ingu sjóð­fé­laga­lána en gæði útlána­safns þeirra gætu aftur á móti auk­ist. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru umsvifa­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði en þeir eiga 51 pró­sent allra verð­bréfa. Hlut­fall verð­tryggðra mark­aðs­skulda­bréfa af heild­ar­eignum sjóð­anna var tæp­lega 37 pró­sent um sl. ára­mót,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú um 38 pró­sent af skráðum hluta­bréfum á mark­aði en hlut­fall inn­lendra hluta­bréfa af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna dróst lít­il­lega saman í fyrra. 

Sjóð­irnir fjár­festa í erlendum eignum til áhættu­dreif­ingar en þær voru um 26 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóða í lok árs í fyrra og stærstur hluti þeirra voru hlut­deild­ar­skír­teini. Hreint útstreymi fjár­magns líf­eyr­is­sjóð­anna frá Íslandi vegna verð­bréfa nam 117 millj­örðum í fyrra miðað við 79 millj­arða á árinu þar á und­an. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent