Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára

Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna námu einni og hálfri lands­fram­leiðslu í des­em­ber 2018 og heldur hlut­fallið áfram að hækka en eignir sjóð­anna juk­ust um 294 millj­arða króna í fyrra.

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða nema nú um 4.400 millj­örðum króna, en til sam­an­burðar þá er virði allra skráðra félaga á aðal­mark­aði kaup­hallar Íslands um 1.200 millj­arð­ar.

Áfram má búast við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir horfi meira á alþjóð­lega mark­aði til að fjár­festa, segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Lífeyrissjóðir.Lán til sjóð­fé­laga juk­ust um 25 pró­sent að raun­virði í fyrra miðað við árið áund­an, og námu þau um 424 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Á síð­ustu árum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir boðið hag­stæð­ustu kjörin á íbúða­lánum og þannig aukið sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði en sjóð­fé­laga­lánin hafa sam­tals auk­ist um 70 pró­sent að raun­virði síð­ast­liðin tvö ár, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

„Ný­lega lækk­uðu hins vegar nokkrir af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum hámarks­veð­hlut­föll útlána úr 75% í 70% ásamt því að setja strang­ari kröfur um við­bót­ar­lán. Útlit er því fyrir að hægja muni á aukn­ingu sjóð­fé­laga­lána en gæði útlána­safns þeirra gætu aftur á móti auk­ist. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru umsvifa­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði en þeir eiga 51 pró­sent allra verð­bréfa. Hlut­fall verð­tryggðra mark­aðs­skulda­bréfa af heild­ar­eignum sjóð­anna var tæp­lega 37 pró­sent um sl. ára­mót,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú um 38 pró­sent af skráðum hluta­bréfum á mark­aði en hlut­fall inn­lendra hluta­bréfa af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna dróst lít­il­lega saman í fyrra. 

Sjóð­irnir fjár­festa í erlendum eignum til áhættu­dreif­ingar en þær voru um 26 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóða í lok árs í fyrra og stærstur hluti þeirra voru hlut­deild­ar­skír­teini. Hreint útstreymi fjár­magns líf­eyr­is­sjóð­anna frá Íslandi vegna verð­bréfa nam 117 millj­örðum í fyrra miðað við 79 millj­arða á árinu þar á und­an. 

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent