Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára

Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna námu einni og hálfri lands­fram­leiðslu í des­em­ber 2018 og heldur hlut­fallið áfram að hækka en eignir sjóð­anna juk­ust um 294 millj­arða króna í fyrra.

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða nema nú um 4.400 millj­örðum króna, en til sam­an­burðar þá er virði allra skráðra félaga á aðal­mark­aði kaup­hallar Íslands um 1.200 millj­arð­ar.

Áfram má búast við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir horfi meira á alþjóð­lega mark­aði til að fjár­festa, segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Lífeyrissjóðir.Lán til sjóð­fé­laga juk­ust um 25 pró­sent að raun­virði í fyrra miðað við árið áund­an, og námu þau um 424 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Á síð­ustu árum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir boðið hag­stæð­ustu kjörin á íbúða­lánum og þannig aukið sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði en sjóð­fé­laga­lánin hafa sam­tals auk­ist um 70 pró­sent að raun­virði síð­ast­liðin tvö ár, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

„Ný­lega lækk­uðu hins vegar nokkrir af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum hámarks­veð­hlut­föll útlána úr 75% í 70% ásamt því að setja strang­ari kröfur um við­bót­ar­lán. Útlit er því fyrir að hægja muni á aukn­ingu sjóð­fé­laga­lána en gæði útlána­safns þeirra gætu aftur á móti auk­ist. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru umsvifa­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði en þeir eiga 51 pró­sent allra verð­bréfa. Hlut­fall verð­tryggðra mark­aðs­skulda­bréfa af heild­ar­eignum sjóð­anna var tæp­lega 37 pró­sent um sl. ára­mót,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú um 38 pró­sent af skráðum hluta­bréfum á mark­aði en hlut­fall inn­lendra hluta­bréfa af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna dróst lít­il­lega saman í fyrra. 

Sjóð­irnir fjár­festa í erlendum eignum til áhættu­dreif­ingar en þær voru um 26 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóða í lok árs í fyrra og stærstur hluti þeirra voru hlut­deild­ar­skír­teini. Hreint útstreymi fjár­magns líf­eyr­is­sjóð­anna frá Íslandi vegna verð­bréfa nam 117 millj­örðum í fyrra miðað við 79 millj­arða á árinu þar á und­an. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent