Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára

Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna námu einni og hálfri lands­fram­leiðslu í des­em­ber 2018 og heldur hlut­fallið áfram að hækka en eignir sjóð­anna juk­ust um 294 millj­arða króna í fyrra.

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða nema nú um 4.400 millj­örðum króna, en til sam­an­burðar þá er virði allra skráðra félaga á aðal­mark­aði kaup­hallar Íslands um 1.200 millj­arð­ar.

Áfram má búast við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir horfi meira á alþjóð­lega mark­aði til að fjár­festa, segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Lífeyrissjóðir.Lán til sjóð­fé­laga juk­ust um 25 pró­sent að raun­virði í fyrra miðað við árið áund­an, og námu þau um 424 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Á síð­ustu árum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir boðið hag­stæð­ustu kjörin á íbúða­lánum og þannig aukið sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði en sjóð­fé­laga­lánin hafa sam­tals auk­ist um 70 pró­sent að raun­virði síð­ast­liðin tvö ár, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

„Ný­lega lækk­uðu hins vegar nokkrir af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum hámarks­veð­hlut­föll útlána úr 75% í 70% ásamt því að setja strang­ari kröfur um við­bót­ar­lán. Útlit er því fyrir að hægja muni á aukn­ingu sjóð­fé­laga­lána en gæði útlána­safns þeirra gætu aftur á móti auk­ist. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru umsvifa­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði en þeir eiga 51 pró­sent allra verð­bréfa. Hlut­fall verð­tryggðra mark­aðs­skulda­bréfa af heild­ar­eignum sjóð­anna var tæp­lega 37 pró­sent um sl. ára­mót,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú um 38 pró­sent af skráðum hluta­bréfum á mark­aði en hlut­fall inn­lendra hluta­bréfa af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna dróst lít­il­lega saman í fyrra. 

Sjóð­irnir fjár­festa í erlendum eignum til áhættu­dreif­ingar en þær voru um 26 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóða í lok árs í fyrra og stærstur hluti þeirra voru hlut­deild­ar­skír­teini. Hreint útstreymi fjár­magns líf­eyr­is­sjóð­anna frá Íslandi vegna verð­bréfa nam 117 millj­örðum í fyrra miðað við 79 millj­arða á árinu þar á und­an. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent