Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára

Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna námu einni og hálfri lands­fram­leiðslu í des­em­ber 2018 og heldur hlut­fallið áfram að hækka en eignir sjóð­anna juk­ust um 294 millj­arða króna í fyrra.

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða nema nú um 4.400 millj­örðum króna, en til sam­an­burðar þá er virði allra skráðra félaga á aðal­mark­aði kaup­hallar Íslands um 1.200 millj­arð­ar.

Áfram má búast við því að líf­eyr­is­sjóð­irnir horfi meira á alþjóð­lega mark­aði til að fjár­festa, segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Lífeyrissjóðir.Lán til sjóð­fé­laga juk­ust um 25 pró­sent að raun­virði í fyrra miðað við árið áund­an, og námu þau um 424 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Á síð­ustu árum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir boðið hag­stæð­ustu kjörin á íbúða­lánum og þannig aukið sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði en sjóð­fé­laga­lánin hafa sam­tals auk­ist um 70 pró­sent að raun­virði síð­ast­liðin tvö ár, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

„Ný­lega lækk­uðu hins vegar nokkrir af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum hámarks­veð­hlut­föll útlána úr 75% í 70% ásamt því að setja strang­ari kröfur um við­bót­ar­lán. Útlit er því fyrir að hægja muni á aukn­ingu sjóð­fé­laga­lána en gæði útlána­safns þeirra gætu aftur á móti auk­ist. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru umsvifa­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði en þeir eiga 51 pró­sent allra verð­bréfa. Hlut­fall verð­tryggðra mark­aðs­skulda­bréfa af heild­ar­eignum sjóð­anna var tæp­lega 37 pró­sent um sl. ára­mót,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú um 38 pró­sent af skráðum hluta­bréfum á mark­aði en hlut­fall inn­lendra hluta­bréfa af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna dróst lít­il­lega saman í fyrra. 

Sjóð­irnir fjár­festa í erlendum eignum til áhættu­dreif­ingar en þær voru um 26 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóða í lok árs í fyrra og stærstur hluti þeirra voru hlut­deild­ar­skír­teini. Hreint útstreymi fjár­magns líf­eyr­is­sjóð­anna frá Íslandi vegna verð­bréfa nam 117 millj­örðum í fyrra miðað við 79 millj­arða á árinu þar á und­an. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent