Rekstrarafgangur Reykjavíkurborgar 4,7 milljarðar í fyrra

Reykjavíkurborg hefur nú verið rekin með umtalsverðum afgangi þrjú ár í röð. Skatttekjur í fyrra voru hærri en búist hafði verið við og kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga lægri. Það skilaði því að afgangurinn var meiri en áætlað hafði verið.

Forsvarsmenn meirihlutans í Reykjavík þegar þeir tilkynntu um samstarf sitt í fyrra.
Forsvarsmenn meirihlutans í Reykjavík þegar þeir tilkynntu um samstarf sitt í fyrra.
Auglýsing

Rekstr­ar­af­gangur Reykja­vík­ur­borgar árið 2018 var um 650 millj­ónum króna betri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir, eða 4,7 millj­arðar króna. Helsta ástæðan var sú að skatt­tekjur voru 299 millj­ónum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir og gjald­færsla líf­eyr­is­skuld­bind­inga var 297 millj­ónum krónum lægri en áætlað var.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fram í borg­ar­ráði í dag. Þar segir enn fremur að afgangur af rekstri sam­stæðu borg­ar­inn­ar, sem sam­anstendur ann­ars vegar af þeim rekstri sem fjár­magn­aður er með skatt­tekjum (A-hluta) og hins vegar af afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða hluta  (B-hluta), hafi verið 12,3 millj­arðar króna í fyrra. Fyr­ir­tækin sem telj­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­ur, Faxa­flóa­hafnir sf., Félags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf.

Eigið fé Reykja­vík­ur­borgar var 317 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og eig­in­fjár­hlut­fall 49,4 pró­sent. Eignir voru tæp­lega 642 millj­arðar króna en skuldir rúm­lega 324 millj­arðar króna.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu vegna þessa er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að frá árinu 2010 hafi þurft að taka mikið til í rekstri borg­ar­inn­ar. Því sé nið­ur­staðan ánægju­leg þar sem þetta sé þriðja árið í röð sem Reykja­vík­ur­borg skili umtals­verðum afgangi. „Um leið og svig­rúm mynd­að­ist lögðum við aðal­á­herslu á að bæta fjár­magni inn í vel­ferð­ar- og skóla­mál. Á und­an­förnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á fram­kvæmdir og fjár­fest­ingar á vegum borg­ar­innar þar sem við höfum for­gangs­raðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leik­skóla og íþrótta­að­stöðu í Úlf­arsár­dal sem brátt sér fyrir end­ann á. Þá hófum við upp­bygg­ingu á íþrótta­mann­virkjum í Suð­ur­-­Mjódd og end­ur­nýj­uðum leik­skóla- og skóla­lóðir um alla borg. Við lækk­uðum álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda um 10% auk þess að gefa eldri borg­urum og öryrkjum sér­af­slátt. Við höfum einnig verið með stór­á­tak í mal­bikun gatna og lagn­ingu nýrra hjóla­stíga í borg­inni. Í ljósi alls þessa fögnum við nið­ur­stöð­unni sér­stak­lega – því upp­gjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir fram­úr­skar­andi þjón­ustu, leggur áherslu á góða inn­viði og for­gangs­raðar í þágu vel­ferð­ar­mála og skóla­mála.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent