Rekstrarafgangur Reykjavíkurborgar 4,7 milljarðar í fyrra

Reykjavíkurborg hefur nú verið rekin með umtalsverðum afgangi þrjú ár í röð. Skatttekjur í fyrra voru hærri en búist hafði verið við og kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga lægri. Það skilaði því að afgangurinn var meiri en áætlað hafði verið.

Forsvarsmenn meirihlutans í Reykjavík þegar þeir tilkynntu um samstarf sitt í fyrra.
Forsvarsmenn meirihlutans í Reykjavík þegar þeir tilkynntu um samstarf sitt í fyrra.
Auglýsing

Rekstr­ar­af­gangur Reykja­vík­ur­borgar árið 2018 var um 650 millj­ónum króna betri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir, eða 4,7 millj­arðar króna. Helsta ástæðan var sú að skatt­tekjur voru 299 millj­ónum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir og gjald­færsla líf­eyr­is­skuld­bind­inga var 297 millj­ónum krónum lægri en áætlað var.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fram í borg­ar­ráði í dag. Þar segir enn fremur að afgangur af rekstri sam­stæðu borg­ar­inn­ar, sem sam­anstendur ann­ars vegar af þeim rekstri sem fjár­magn­aður er með skatt­tekjum (A-hluta) og hins vegar af afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða hluta  (B-hluta), hafi verið 12,3 millj­arðar króna í fyrra. Fyr­ir­tækin sem telj­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­ur, Faxa­flóa­hafnir sf., Félags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf.

Eigið fé Reykja­vík­ur­borgar var 317 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og eig­in­fjár­hlut­fall 49,4 pró­sent. Eignir voru tæp­lega 642 millj­arðar króna en skuldir rúm­lega 324 millj­arðar króna.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu vegna þessa er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að frá árinu 2010 hafi þurft að taka mikið til í rekstri borg­ar­inn­ar. Því sé nið­ur­staðan ánægju­leg þar sem þetta sé þriðja árið í röð sem Reykja­vík­ur­borg skili umtals­verðum afgangi. „Um leið og svig­rúm mynd­að­ist lögðum við aðal­á­herslu á að bæta fjár­magni inn í vel­ferð­ar- og skóla­mál. Á und­an­förnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á fram­kvæmdir og fjár­fest­ingar á vegum borg­ar­innar þar sem við höfum for­gangs­raðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leik­skóla og íþrótta­að­stöðu í Úlf­arsár­dal sem brátt sér fyrir end­ann á. Þá hófum við upp­bygg­ingu á íþrótta­mann­virkjum í Suð­ur­-­Mjódd og end­ur­nýj­uðum leik­skóla- og skóla­lóðir um alla borg. Við lækk­uðum álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda um 10% auk þess að gefa eldri borg­urum og öryrkjum sér­af­slátt. Við höfum einnig verið með stór­á­tak í mal­bikun gatna og lagn­ingu nýrra hjóla­stíga í borg­inni. Í ljósi alls þessa fögnum við nið­ur­stöð­unni sér­stak­lega – því upp­gjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir fram­úr­skar­andi þjón­ustu, leggur áherslu á góða inn­viði og for­gangs­raðar í þágu vel­ferð­ar­mála og skóla­mála.“

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent