Gjaldeyriseftirlit ekki lengur sérstakt svið innan Seðlabankans

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var lagt niður sem sérstakt svið innan bankans í byrjun þessa mánaðar.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var lagt niður sem sér­stakt svið innan bank­ans í byrjun þessa mán­að­ar. Eft­ir­stand­andi verk­efni gjald­eyr­is­eft­ir­lits flytj­ast ann­ars vegar til fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­bank­ans og hins vegar til lög­fræði­ráð­gjafar bank­ans. 

Frá þessu er greint í frétt á vef bank­ans. 

Meðal verk­efna sem flytj­ast til lög­fræði­ráð­gjafar eru rann­sóknir á meintum brotum á lögum um gjald­eyr­is­mál. Þess ber að geta að öllum rann­sókn­ar­málum fram til þessa er lok­ið. Þá hefur Seðla­bank­inn end­ur­skoðað þær sekt­ar­á­kvarð­anir sem vörð­uðu brot gegn reglum um gjald­eyr­is­mál líkt og boðað var í frétta­til­kynn­ingu Seðla­bank­ans hinn 25. febr­úar síð­ast­lið­inn og aft­ur­kallað þær ákvarð­anir í ljósi skýr­inga rík­is­sak­sókn­ara frá 19. febr­úar 2019.

Auglýsing

Meðal verk­efna sem flytj­ast á fjár­mála­stöð­ug­leika­svið verður yfir­vaka, eft­ir­lit og grein­ing á áhættu tengdri fjár­magns­hreyf­ingum til og frá land­inu ásamt því að við­halda og þróa nauð­syn­leg var­úð­ar­tæki í því sam­bandi, þ.m.t. núver­andi fjár­streym­is­tæki. Þar verður einnig sinnt reglu­setn­ingu og alþjóða­starfi sem þessu teng­ist og við­haldið þekk­ingu varð­andi beit­ingu fjár­magns­hafta, m.a. með hlið­sjón af umræðu í alþjóða­stofn­unum varð­andi beit­ingu fjár­streym­is­tækja og skila á milli þeirra og hefð­bundn­ari þjóð­hags­var­úð­ar­tækja.

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var form­lega sett á fót í sept­em­ber 2009 og hefur sinnt verk­efnum tengdum fjár­magns­höftum frá þeim tíma. „Auk þess að sinna lög­bundnum verk­efnum á borð við eft­ir­lit með fjár­magns­höft­um, rann­sóknum á meintum brotum gegn þeim og veit­ingu und­an­þága frá þeim hefur gjald­eyr­is­eft­ir­lit unnið að öðrum mik­il­vægum verk­efnum sem tengj­ast fram­kvæmd og losun fjár­magns­hafta. Sem dæmi má nefna vinnu í tengslum við upp­gjör hinnar svoköll­uðu snjó­hengju (föllnu bank­anna og aflandskróna) án þess að stöð­ug­leika væri ógn­að, vinnu við útfærslu og fram­kvæmd bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi til að sporna við óhóf­legu inn­flæði fjár­magns vegna vaxta­mun­ar­við­skipta og spá­kaup­mennsku frá árinu 2015 auk marg­vís­legrar aðkomu að laga­frum­vörpum og reglu­setn­ingu um losun fjár­magns­hafta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki,“ eins og segir í frétt­inni á vef bank­ans.  

Þegar mest lét störf­uðu 24 við gjald­eyr­is­eft­ir­lit, auk fram­kvæmda­stjóra störf­uðu sjö við eft­ir­lit, sjö við rann­sóknir og níu við und­an­þág­ur, en við lok þess voru starfs­menn níu.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent