Gjaldeyriseftirlit ekki lengur sérstakt svið innan Seðlabankans

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var lagt niður sem sérstakt svið innan bankans í byrjun þessa mánaðar.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var lagt niður sem sér­stakt svið innan bank­ans í byrjun þessa mán­að­ar. Eft­ir­stand­andi verk­efni gjald­eyr­is­eft­ir­lits flytj­ast ann­ars vegar til fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­bank­ans og hins vegar til lög­fræði­ráð­gjafar bank­ans. 

Frá þessu er greint í frétt á vef bank­ans. 

Meðal verk­efna sem flytj­ast til lög­fræði­ráð­gjafar eru rann­sóknir á meintum brotum á lögum um gjald­eyr­is­mál. Þess ber að geta að öllum rann­sókn­ar­málum fram til þessa er lok­ið. Þá hefur Seðla­bank­inn end­ur­skoðað þær sekt­ar­á­kvarð­anir sem vörð­uðu brot gegn reglum um gjald­eyr­is­mál líkt og boðað var í frétta­til­kynn­ingu Seðla­bank­ans hinn 25. febr­úar síð­ast­lið­inn og aft­ur­kallað þær ákvarð­anir í ljósi skýr­inga rík­is­sak­sókn­ara frá 19. febr­úar 2019.

Auglýsing

Meðal verk­efna sem flytj­ast á fjár­mála­stöð­ug­leika­svið verður yfir­vaka, eft­ir­lit og grein­ing á áhættu tengdri fjár­magns­hreyf­ingum til og frá land­inu ásamt því að við­halda og þróa nauð­syn­leg var­úð­ar­tæki í því sam­bandi, þ.m.t. núver­andi fjár­streym­is­tæki. Þar verður einnig sinnt reglu­setn­ingu og alþjóða­starfi sem þessu teng­ist og við­haldið þekk­ingu varð­andi beit­ingu fjár­magns­hafta, m.a. með hlið­sjón af umræðu í alþjóða­stofn­unum varð­andi beit­ingu fjár­streym­is­tækja og skila á milli þeirra og hefð­bundn­ari þjóð­hags­var­úð­ar­tækja.

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var form­lega sett á fót í sept­em­ber 2009 og hefur sinnt verk­efnum tengdum fjár­magns­höftum frá þeim tíma. „Auk þess að sinna lög­bundnum verk­efnum á borð við eft­ir­lit með fjár­magns­höft­um, rann­sóknum á meintum brotum gegn þeim og veit­ingu und­an­þága frá þeim hefur gjald­eyr­is­eft­ir­lit unnið að öðrum mik­il­vægum verk­efnum sem tengj­ast fram­kvæmd og losun fjár­magns­hafta. Sem dæmi má nefna vinnu í tengslum við upp­gjör hinnar svoköll­uðu snjó­hengju (föllnu bank­anna og aflandskróna) án þess að stöð­ug­leika væri ógn­að, vinnu við útfærslu og fram­kvæmd bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi til að sporna við óhóf­legu inn­flæði fjár­magns vegna vaxta­mun­ar­við­skipta og spá­kaup­mennsku frá árinu 2015 auk marg­vís­legrar aðkomu að laga­frum­vörpum og reglu­setn­ingu um losun fjár­magns­hafta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki,“ eins og segir í frétt­inni á vef bank­ans.  

Þegar mest lét störf­uðu 24 við gjald­eyr­is­eft­ir­lit, auk fram­kvæmda­stjóra störf­uðu sjö við eft­ir­lit, sjö við rann­sóknir og níu við und­an­þág­ur, en við lok þess voru starfs­menn níu.

Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent