Gjaldeyriseftirlit ekki lengur sérstakt svið innan Seðlabankans

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var lagt niður sem sérstakt svið innan bankans í byrjun þessa mánaðar.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var lagt niður sem sér­stakt svið innan bank­ans í byrjun þessa mán­að­ar. Eft­ir­stand­andi verk­efni gjald­eyr­is­eft­ir­lits flytj­ast ann­ars vegar til fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­bank­ans og hins vegar til lög­fræði­ráð­gjafar bank­ans. 

Frá þessu er greint í frétt á vef bank­ans. 

Meðal verk­efna sem flytj­ast til lög­fræði­ráð­gjafar eru rann­sóknir á meintum brotum á lögum um gjald­eyr­is­mál. Þess ber að geta að öllum rann­sókn­ar­málum fram til þessa er lok­ið. Þá hefur Seðla­bank­inn end­ur­skoðað þær sekt­ar­á­kvarð­anir sem vörð­uðu brot gegn reglum um gjald­eyr­is­mál líkt og boðað var í frétta­til­kynn­ingu Seðla­bank­ans hinn 25. febr­úar síð­ast­lið­inn og aft­ur­kallað þær ákvarð­anir í ljósi skýr­inga rík­is­sak­sókn­ara frá 19. febr­úar 2019.

Auglýsing

Meðal verk­efna sem flytj­ast á fjár­mála­stöð­ug­leika­svið verður yfir­vaka, eft­ir­lit og grein­ing á áhættu tengdri fjár­magns­hreyf­ingum til og frá land­inu ásamt því að við­halda og þróa nauð­syn­leg var­úð­ar­tæki í því sam­bandi, þ.m.t. núver­andi fjár­streym­is­tæki. Þar verður einnig sinnt reglu­setn­ingu og alþjóða­starfi sem þessu teng­ist og við­haldið þekk­ingu varð­andi beit­ingu fjár­magns­hafta, m.a. með hlið­sjón af umræðu í alþjóða­stofn­unum varð­andi beit­ingu fjár­streym­is­tækja og skila á milli þeirra og hefð­bundn­ari þjóð­hags­var­úð­ar­tækja.

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands var form­lega sett á fót í sept­em­ber 2009 og hefur sinnt verk­efnum tengdum fjár­magns­höftum frá þeim tíma. „Auk þess að sinna lög­bundnum verk­efnum á borð við eft­ir­lit með fjár­magns­höft­um, rann­sóknum á meintum brotum gegn þeim og veit­ingu und­an­þága frá þeim hefur gjald­eyr­is­eft­ir­lit unnið að öðrum mik­il­vægum verk­efnum sem tengj­ast fram­kvæmd og losun fjár­magns­hafta. Sem dæmi má nefna vinnu í tengslum við upp­gjör hinnar svoköll­uðu snjó­hengju (föllnu bank­anna og aflandskróna) án þess að stöð­ug­leika væri ógn­að, vinnu við útfærslu og fram­kvæmd bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi til að sporna við óhóf­legu inn­flæði fjár­magns vegna vaxta­mun­ar­við­skipta og spá­kaup­mennsku frá árinu 2015 auk marg­vís­legrar aðkomu að laga­frum­vörpum og reglu­setn­ingu um losun fjár­magns­hafta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki,“ eins og segir í frétt­inni á vef bank­ans.  

Þegar mest lét störf­uðu 24 við gjald­eyr­is­eft­ir­lit, auk fram­kvæmda­stjóra störf­uðu sjö við eft­ir­lit, sjö við rann­sóknir og níu við und­an­þág­ur, en við lok þess voru starfs­menn níu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent