Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að gjald sem greitt er fyrir þinglýsingu skjala með rafrænum hætti verði lækkað úr 2.500 krónum í 1.500 krónur.
Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóð sem snýst m.a. um gjald fyrir þinglýsingar með rafrænni færslu.
Vil umfjöllunar nefndarinnar um málið komu fram sjónarmið um að kostnaður hins opinbera vegna þinglýsinga myndi lækka eftir því sem rafrænni þinglýsingar yrðu algengari. Þess vegna taldi nefndin að eðlilegt væri að gjaldtaka vegna þeirra tæki við af því.
Nefndin leggur því til að gjald fyrir þinglýsingu með rafrænni færslu verði lækkað úr 2.500 krónum í 1.500 krónur frá og með næstu áramótum.