ORF Líftækni á góðri siglingu

Eftir áralangt uppbyggingarstarf er ORF Líftækni búið að ná góðum árangri á alþjóðamörkuðum með vörur sínar. Frekari markaðssókn framundan.

bioeffect.jpg
Auglýsing

ORF Líf­tækni, sem stofnað var árið 2001, er í mik­illi sókn þessi miss­er­in, eftir langt tíma­bil þar sem mik­ill kraftur hefur verið í rann­sóknir og þró­un. Í fyrra hagn­að­ist fyr­ir­tækið um 161 millj­ón, en rekstr­ar­hagn­aður nam 341 millj­ón. 

Í til­kynn­ingu frá félag­inu, sem send var í kjöl­far aðal­fundar félags­ins, segir að sókn­ar­hugur sé nú í fyr­ir­tæk­inu, en tekju­vöxtur var tæp­lega 30 pró­sent í fyrra námu heild­ar­tekjur tæp­lega 1,6 millj­arði króna. 

Eins og áður seg­ir, þá spannar saga félags­ins tæp­lega tvo ára­tugi og mun fyr­ir­tækið fagna 20 ára afmæli 2021. Það fram­leiðir og selur sér­virk prótein, sem eru í BIOEFFECT húð­vörum fyr­ir­tæk­is­ins, sem hafa notið vax­andi vin­sælda á alþjóð­legum mörk­uðum að und­an­förn­u. 

Auglýsing

Próteinin eru einnig notuð í lækn­is­fræði­legar rann­sóknir og líf­tækni, en grunn­ur­inn í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er þróun á próteinum í byggi, þar sem fræ í bygg­plöt­unni eru notuð til fram­leiðsl­unn­ar. 

Að sögn Frosta Ólafs­son­ar, for­stjóra, mark­aði síð­asta ár ákveðin vatna­skil í afkomu fyr­ir­tæk­is­ins. „Við erum búin að skila bók­halds­legum hagn­aði frá árinu 2014, en nú náum við kröft­ugu stökki upp á við í afkomu félags­ins í gegnum hag­fellda sam­setn­ingu sölu­vaxtar og aukna stærð­ar­hag­kvæmni í rekstr­in­um,“ segir Frost­i. 

Úr framleiðslu ORF Líftækni.

Eitt stærsta skrefið í bættum rekstri og sókn félags­ins með BIOEFFECT vöru­merk­ið, er að kom­ast inn á sölu­síðu Sephora, stærsta snyrti­vöru­smá­sala í heimi. Þá hafa fleiri skref verið stigin til að dreifa vör­unum meira, meðal ann­ars í Asíu. 

Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.Frosti segir að ORF Líf­tækni sé fyr­ir­tæki sem sé alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, og að það sé mik­il­vægt að slík fyr­ir­tæki geti vaxið og dafn­að. „Það er mik­il­vægt að hlúa vel að þessum hluta hag­kerf­is­ins til að ungu fólki á Íslandi standi til boða störf hjá alþjóð­legum þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum og hér geti lífs­kjör verið áfram með besta móti. Ísland hefur reynst verð­mætur horn­steinn í ímynd­ar­tengdu sam­hengi fyrir ORF en rekstr­ar­að­stæður hér­lendis hafa verið krefj­andi á ýmsan hátt. Við hvetjum því stjórn­völd til að huga sér­stak­lega að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja þannig að alþjóð­legur þekk­ing­ar­iðn­aður geti blómstrað á Ísland­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent