ORF Líftækni á góðri siglingu

Eftir áralangt uppbyggingarstarf er ORF Líftækni búið að ná góðum árangri á alþjóðamörkuðum með vörur sínar. Frekari markaðssókn framundan.

bioeffect.jpg
Auglýsing

ORF Líf­tækni, sem stofnað var árið 2001, er í mik­illi sókn þessi miss­er­in, eftir langt tíma­bil þar sem mik­ill kraftur hefur verið í rann­sóknir og þró­un. Í fyrra hagn­að­ist fyr­ir­tækið um 161 millj­ón, en rekstr­ar­hagn­aður nam 341 millj­ón. 

Í til­kynn­ingu frá félag­inu, sem send var í kjöl­far aðal­fundar félags­ins, segir að sókn­ar­hugur sé nú í fyr­ir­tæk­inu, en tekju­vöxtur var tæp­lega 30 pró­sent í fyrra námu heild­ar­tekjur tæp­lega 1,6 millj­arði króna. 

Eins og áður seg­ir, þá spannar saga félags­ins tæp­lega tvo ára­tugi og mun fyr­ir­tækið fagna 20 ára afmæli 2021. Það fram­leiðir og selur sér­virk prótein, sem eru í BIOEFFECT húð­vörum fyr­ir­tæk­is­ins, sem hafa notið vax­andi vin­sælda á alþjóð­legum mörk­uðum að und­an­förn­u. 

Auglýsing

Próteinin eru einnig notuð í lækn­is­fræði­legar rann­sóknir og líf­tækni, en grunn­ur­inn í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er þróun á próteinum í byggi, þar sem fræ í bygg­plöt­unni eru notuð til fram­leiðsl­unn­ar. 

Að sögn Frosta Ólafs­son­ar, for­stjóra, mark­aði síð­asta ár ákveðin vatna­skil í afkomu fyr­ir­tæk­is­ins. „Við erum búin að skila bók­halds­legum hagn­aði frá árinu 2014, en nú náum við kröft­ugu stökki upp á við í afkomu félags­ins í gegnum hag­fellda sam­setn­ingu sölu­vaxtar og aukna stærð­ar­hag­kvæmni í rekstr­in­um,“ segir Frost­i. 

Úr framleiðslu ORF Líftækni.

Eitt stærsta skrefið í bættum rekstri og sókn félags­ins með BIOEFFECT vöru­merk­ið, er að kom­ast inn á sölu­síðu Sephora, stærsta snyrti­vöru­smá­sala í heimi. Þá hafa fleiri skref verið stigin til að dreifa vör­unum meira, meðal ann­ars í Asíu. 

Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.Frosti segir að ORF Líf­tækni sé fyr­ir­tæki sem sé alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, og að það sé mik­il­vægt að slík fyr­ir­tæki geti vaxið og dafn­að. „Það er mik­il­vægt að hlúa vel að þessum hluta hag­kerf­is­ins til að ungu fólki á Íslandi standi til boða störf hjá alþjóð­legum þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum og hér geti lífs­kjör verið áfram með besta móti. Ísland hefur reynst verð­mætur horn­steinn í ímynd­ar­tengdu sam­hengi fyrir ORF en rekstr­ar­að­stæður hér­lendis hafa verið krefj­andi á ýmsan hátt. Við hvetjum því stjórn­völd til að huga sér­stak­lega að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja þannig að alþjóð­legur þekk­ing­ar­iðn­aður geti blómstrað á Ísland­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent