ORF Líftækni á góðri siglingu

Eftir áralangt uppbyggingarstarf er ORF Líftækni búið að ná góðum árangri á alþjóðamörkuðum með vörur sínar. Frekari markaðssókn framundan.

bioeffect.jpg
Auglýsing

ORF Líf­tækni, sem stofnað var árið 2001, er í mik­illi sókn þessi miss­er­in, eftir langt tíma­bil þar sem mik­ill kraftur hefur verið í rann­sóknir og þró­un. Í fyrra hagn­að­ist fyr­ir­tækið um 161 millj­ón, en rekstr­ar­hagn­aður nam 341 millj­ón. 

Í til­kynn­ingu frá félag­inu, sem send var í kjöl­far aðal­fundar félags­ins, segir að sókn­ar­hugur sé nú í fyr­ir­tæk­inu, en tekju­vöxtur var tæp­lega 30 pró­sent í fyrra námu heild­ar­tekjur tæp­lega 1,6 millj­arði króna. 

Eins og áður seg­ir, þá spannar saga félags­ins tæp­lega tvo ára­tugi og mun fyr­ir­tækið fagna 20 ára afmæli 2021. Það fram­leiðir og selur sér­virk prótein, sem eru í BIOEFFECT húð­vörum fyr­ir­tæk­is­ins, sem hafa notið vax­andi vin­sælda á alþjóð­legum mörk­uðum að und­an­förn­u. 

Auglýsing

Próteinin eru einnig notuð í lækn­is­fræði­legar rann­sóknir og líf­tækni, en grunn­ur­inn í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er þróun á próteinum í byggi, þar sem fræ í bygg­plöt­unni eru notuð til fram­leiðsl­unn­ar. 

Að sögn Frosta Ólafs­son­ar, for­stjóra, mark­aði síð­asta ár ákveðin vatna­skil í afkomu fyr­ir­tæk­is­ins. „Við erum búin að skila bók­halds­legum hagn­aði frá árinu 2014, en nú náum við kröft­ugu stökki upp á við í afkomu félags­ins í gegnum hag­fellda sam­setn­ingu sölu­vaxtar og aukna stærð­ar­hag­kvæmni í rekstr­in­um,“ segir Frost­i. 

Úr framleiðslu ORF Líftækni.

Eitt stærsta skrefið í bættum rekstri og sókn félags­ins með BIOEFFECT vöru­merk­ið, er að kom­ast inn á sölu­síðu Sephora, stærsta snyrti­vöru­smá­sala í heimi. Þá hafa fleiri skref verið stigin til að dreifa vör­unum meira, meðal ann­ars í Asíu. 

Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.Frosti segir að ORF Líf­tækni sé fyr­ir­tæki sem sé alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, og að það sé mik­il­vægt að slík fyr­ir­tæki geti vaxið og dafn­að. „Það er mik­il­vægt að hlúa vel að þessum hluta hag­kerf­is­ins til að ungu fólki á Íslandi standi til boða störf hjá alþjóð­legum þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum og hér geti lífs­kjör verið áfram með besta móti. Ísland hefur reynst verð­mætur horn­steinn í ímynd­ar­tengdu sam­hengi fyrir ORF en rekstr­ar­að­stæður hér­lendis hafa verið krefj­andi á ýmsan hátt. Við hvetjum því stjórn­völd til að huga sér­stak­lega að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja þannig að alþjóð­legur þekk­ing­ar­iðn­aður geti blómstrað á Ísland­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent