Fjárfestingafélagið Stoðir er nú komið með rúmlega 8 prósent hlut í Símanum, samkvæmt flöggun þar sem eignarhluturinn fór yfir 5 prósent með kaupum félagsins í dag.
Virði Símans rauk upp um 7,83 prósent í dag, í viðskiptum upp á tæplega fjóra milljarða, og nemur markaðsvirði félagsins nú rúmlega 39 milljörðum króna.
Hlutur Stoða nemur um 3,2 milljörðum að markaðsvirði miðað við markaðsvirðið í lok dags í dag.
Í lok fyrsta ársfjórðungs nam eigið fé Símans rúmlega 35 milljörðum og hagnaður á sama tímabili var 615 milljónum króna.
Stoðir eiga einnig stóran eignarhlut í Arion banka, um 4,65 prósent.
Í mars 2018, nam eigið fé félagsins tæplega 18 milljörðum, en hagnaður þess nam 5,4 milljörðum króna árið 2017.
Stjórn Stoða skipa Jón Sigurðsson (formaður), Sigurjón Pálsson og Örvar Kærnested. Helstu hluthafar félagsins eru S121 ehf., Arion banki og Landsbankinn.