Fleiri Íslendingar eru andvígir en hlynntir inngöngu Íslands í ESB. Slétt 43 prósent Íslendinga eru andvíg og á bilinu 31-32 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í ESB. Stuðningur við aðild hefur farið vaxandi undanfarin misseri, en árið 2013 voru 28 til 29 prósent hlynnt aðild, og rúmlega 50 prósent voru þá andvíg inngöngu.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Masskínu, sem gerð var dagana 12. til 26. mars.
Stuðningur við aðild að ESB er mestur meðal háskólamenntaðra á höfuðborgarsvæðinu, en 41 prósent háskólamenntaðra eru hlynnt inngöngu á meðan 14 til 15 prósent þeirra sem eru með grunnskólapróf eru hlynnt, og 28 til 29 prósent þeirra sem eru með framhaldsskólapróf/iðnmenntun.
Háskólamenntaðir eru hlynntari en aðrir að Ísland gangi í ESB, en 41% háskólamenntaðra er hlynnt inngöngu í ESB en milli 14% og 15% þeirra sem eru með grunnskólapróf eru hlynnt og á bilinu 28-29% þeirra sem eru með framhaldsskólapróf/iðnmenntun.
Almennt eru íbúar á landsbyggðinni frekar andvígir inngöngu í ESB, frekar en íbúar höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru hlynntastir inngöngu eru íbúar í Reykjavík, eða 40,8 prósent.
Svarendur voru 830 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.