Fleiri andvíg inngöngu í ESB en hlynnt

Nokkuð hefur dregið úr andstöðu við inngöngu í ESB samkvæmt nýrri könnun.

Evrópa
Auglýsing

Fleiri Íslend­ingar eru and­vígir en hlynntir inn­göngu Íslands í ESB. Slétt 43 pró­sent Íslend­inga eru and­víg og á bil­inu 31-32 pró­sent eru hlynnt því að Ísland gangi í ESB. Stuðn­ingur við aðild hefur farið vax­andi und­an­farin miss­eri, en árið 2013 voru 28 til 29 pró­sent hlynnt aðild, og rúm­lega 50 pró­sent voru þá and­víg inn­göngu.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Masskínu, sem gerð var dag­ana 12. til 26. mars.

Stuðn­ingur við aðild að ESB er mestur meðal háskóla­mennt­aðra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en 41 pró­sent háskóla­mennt­aðra eru hlynnt inn­göngu á meðan 14 til 15 pró­sent þeirra sem eru með grunn­skóla­próf eru hlynnt, og 28 til 29 pró­sent þeirra sem eru með fram­halds­skóla­próf/iðn­mennt­un. 

Auglýsing

Könnun Maskínu.

Háskóla­mennt­aðir eru hlynnt­ari en aðrir að Ísland gangi í ESB, en 41% háskóla­mennt­aðra er hlynnt inn­göngu í ESB en milli 14% og 15% þeirra sem eru með grunn­skóla­próf eru hlynnt og á bil­inu 28-29% þeirra sem eru með fram­halds­skóla­próf/iðn­mennt­un.

Almennt eru íbúar á lands­byggð­inni frekar and­vígir inn­göngu í ESB, frekar en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeir sem eru hlynnt­astir inn­göngu eru íbúar í Reykja­vík, eða 40,8 pró­sent.

Svar­endur voru 830 tals­ins, koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru af báðum kynj­um, alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri.

Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent