Skýrsla um lánið til Kaupþings á neyðarlagadaginn birt

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, kynnti skýrslu Seðlabankans um lán til Kaupþings.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, kynnir skýrsluna.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, kynnir skýrsluna.
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, hefur kynnt skýrslu Seðla­banka Íslands um þrauta­vara­lán­veit­ingu bank­ans til Kaup­þings, 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett til að bregð­ast við og tryggja starf­hæft fjár­mála­kerf­i. 

Í skýrsl­unni er meðal ann­ars rakið hvernig fjár­mun­un­um, 500 millj­ónum evra, var ráð­stafað, en fyrir liggur nú, að meiri­hluti þess­arar upp­hæð­ar, 260 millj­ónir evra, er tap­að­ur. 

Aðrar inn­greiðslur á reikn­ing Kaup­þings hjá Deutsche Bank námu sam­tals 698 millj­ónum evra

Auglýsing

Í skýrsl­unni seg­ir, að útgreiðslur fjár­muna, af reikn­ingi Kaup­þings hjá Deutsche Bank, hafi verið í stórum dráttum þess­ar, næstu daga á eftir að lánið var veitt:

Útgreiðslur til inn­stæðu­eig­enda í Kaup­þing EDGE að fjár­hæð 225 m. evr­a. 

Greiðsla til nor­ræns seðla­banka að fjár­hæð 170 millj­ónir evr­a. 

Greiðsla til tveggja erlendra félaga að fjár­hæð 50 millj­ónir evra vegna útgáfu CLN (e. credit lin­ked note) skulda­bréfa. 

Greiðsla vegna veð­kalls í tengslum við end­ur­kaupa­samn­ing (REPO) til tveggja evr­ópskra banka að fjár­hæð 47 millj­ónir evr­a. 

Greiðslur vegna gjald­eyr­is­við­skipta að fjár­hæð 203 m. evr­a. 

Smá­greiðslur (lægri en 10 millj­ónir evr­a), 4 – 500 tals­ins, í heild að fjár­hæð 114,5 millj­ónir evra.

„Sam­tals námu útgreiðslur 810 millj­ónum evra og staðan á reikn­ingi félags­ins í dags­lok 8. októ­ber 2008 nam 0,6 millj­ónum evra. Ekki er mögu­legt að draga ein­hlítar álykt­anir um ráð­stöfun þraut­ar­vara­láns Seðla­bank­ans á grund­velli ofan­greindra upp­lýs­inga. Þær sýna þó að á þessum tíma var verið að inna af hendi greiðslur sem ella hefðu lík­lega leitt til falls bank­ans. Færsl­urnar bera með sér að áhlaup er í gangi á inn­stæður og önnur fjár­mögnun er að verða erf­ið­ari sem lýsir sér í veð­köllum sem vænt­an­lega tengj­ast veð- og end­ur­kaupa­samn­ing­um. Sam­tals nema greiðslur til nor­ræns seðla­banka, útstreymi á inn­stæðum og greiðslur vegna veð­kalla 442 millj­ónum evra. Vegna greiðslna í tengslum við CLN skulda­bréfið má nefna að málið er ennþá til með­ferðar hjá dóm­stól­um. Ekki er heldur hægt að draga miklar álykt­anir af upp­lýs­ingum um fjár­hæð gjald­eyr­is­við­skipta og mót­að­ila í þeim við­skipt­um. Gera má ráð fyrir að þær færslur hafi þegar verið skoð­aðar af þar til bærum aðil­u­m,“ segir í skýrsl­unni.

Lánið var veitt með veði í FIH bank­anum danska, sem Kaup­þing átti fyrir hrun­ið. 

Í skýrsl­unni er farið ítar­lega yfir það, hvernig reynt var að vernda veðin sem tekin voru fyrir lán­inu.

Í for­mála segir Már að nú liggi fyrir að stór hluti láns­ins sé tap­að­ur. „Það liggur nú fyrir að Seðla­bank­inn muni lík­lega ekki end­ur­heimta mikið meira af 500 millj­óna evra láni sínu til Kaup­þings en sem nemur 260 millj­ónum evra. Það liggur einnig fyrir að nýir eig­endur FIH eiga eign­ar­halds­fé­lag sem tók við af FIH bank­anum og tak­ist þeim að selja eignir félags­ins nálægt bók­færðu virði, líkt og útlit er fyr­ir, þá munu þeir fá þokka­legan hagnað af fjár­fest­ingu sinni. Það hefði varla gerst án umtals­verðs stuðn­ings danskra stjórn­valda við rekstur bank­ans á árunum eftir 2008. Verði þetta raunin er ósvarað þeirri spurn­ingu hvort og í hvaða mæli þessi hagn­aður væri á kostnað danskra eða íslenskra skatt­greið­enda eða, eins og eig­end­urnir hafa haldið fram, hvort það væri vegna þrot­lausrar vinnu þeirra sjálfra við að við­halda verð­mætum og skapa ný við erf­iðar aðstæð­ur? Þess­ari spurn­ingu verður ekki svarað hér enda liggur nið­ur­staðan ekki fyrir og sagan að baki nær langt út fyrir vett­vang Seðla­bank­ans. Það er að miklu leyti dönsk saga og gögnin sem þá þyrfti að skoða geymd í Dan­mörku. Kannski verður sú saga ein­hvern tíma skrif­uð.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent