Ríkissjóður Íslands sækir sér fjármagn á bestu kjörum í sögunni

Mikill áhugi var á skuldabréfaútboði ríkissjóðs, segir í tilkynningu stjórnvalda.

Bjarni Benediktsson kynnir fjarlagafrumvarpið fyrir árið 2019.
Auglýsing

Rík­is­sjóður Íslands gaf í dag út út skulda­bréf að fjár­hæð 500 millj­ónir evra, eða sem nemur rúm­lega 70 millj­örðum króna.

Skulda­bréfin bera 0,1 pró­sent fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,122 pró­sent. Þetta eru hag­stæð­ustu vextir í sögu lýð­veld­is­ins, segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

„Fjár­festar sýndu útgáf­unni mik­inn áhuga og nam eft­ir­spurn um 2,5 millj­örðum evra eða ríf­lega fimm­faldri fjár­hæð útgáf­unn­ar. Fjár­festa­hóp­ur­inn sam­anstendur af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­fest­um, aðal­lega frá Evr­ópu. Umsjón útgáf­unnar var í höndum Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley og Nomura,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

Auglýsing

Í aðdrag­anda nýju útgáf­unnar gerði rík­is­sjóður til­boð í útistand­andi fjár­hæð eldri skulda­bréfa­út­gáfu frá árinu 2014, sem nam upp­haf­lega 750 millj­ónum evra. Eig­endur bréfa að nafn­virði um 60 millj­ónum evra eða um 8,5 millj­örð­um, tóku til­boði rík­is­sjóðs til við­bótar við þær 398 millj­ónir evra sem keyptar voru til baka í des­em­ber 2017. 

Þeir fjár­festar sem tóku þátt og vildu, fengu for­gang í nýju útgáf­unn­i. 

„Þessi útgáfa er stað­fest­ing á þeirri við­ur­kenn­ingu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í rík­is­fjár­málum og stjórn efna­hags­mála á síð­ustu árum, en rík­is­sjóður hefur aldrei tekið lán á hag­stæð­ari vöxt­u­m,“ segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í til­kynn­ingu „Út­gáfan nú er liður í að fram­fylgja lang­tíma­stefnu í lána­mál­um. Þetta er mik­il­vægur þáttur í því að bæta mark­aðs­að­gengi inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum til lengri tíma og að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. Mark­aðs­að­stæður eru hag­stæðar um þessar mundir og það er ánægju­legt að festa þessi hag­stæðu kjör til næstu fimm ára," segir Bjarni Bene­dikts­son.Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent