Ríkissjóður Íslands sækir sér fjármagn á bestu kjörum í sögunni

Mikill áhugi var á skuldabréfaútboði ríkissjóðs, segir í tilkynningu stjórnvalda.

Bjarni Benediktsson kynnir fjarlagafrumvarpið fyrir árið 2019.
Auglýsing

Rík­is­sjóður Íslands gaf í dag út út skulda­bréf að fjár­hæð 500 millj­ónir evra, eða sem nemur rúm­lega 70 millj­örðum króna.

Skulda­bréfin bera 0,1 pró­sent fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,122 pró­sent. Þetta eru hag­stæð­ustu vextir í sögu lýð­veld­is­ins, segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

„Fjár­festar sýndu útgáf­unni mik­inn áhuga og nam eft­ir­spurn um 2,5 millj­örðum evra eða ríf­lega fimm­faldri fjár­hæð útgáf­unn­ar. Fjár­festa­hóp­ur­inn sam­anstendur af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­fest­um, aðal­lega frá Evr­ópu. Umsjón útgáf­unnar var í höndum Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley og Nomura,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

Auglýsing

Í aðdrag­anda nýju útgáf­unnar gerði rík­is­sjóður til­boð í útistand­andi fjár­hæð eldri skulda­bréfa­út­gáfu frá árinu 2014, sem nam upp­haf­lega 750 millj­ónum evra. Eig­endur bréfa að nafn­virði um 60 millj­ónum evra eða um 8,5 millj­örð­um, tóku til­boði rík­is­sjóðs til við­bótar við þær 398 millj­ónir evra sem keyptar voru til baka í des­em­ber 2017. 

Þeir fjár­festar sem tóku þátt og vildu, fengu for­gang í nýju útgáf­unn­i. 

„Þessi útgáfa er stað­fest­ing á þeirri við­ur­kenn­ingu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í rík­is­fjár­málum og stjórn efna­hags­mála á síð­ustu árum, en rík­is­sjóður hefur aldrei tekið lán á hag­stæð­ari vöxt­u­m,“ segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í til­kynn­ingu „Út­gáfan nú er liður í að fram­fylgja lang­tíma­stefnu í lána­mál­um. Þetta er mik­il­vægur þáttur í því að bæta mark­aðs­að­gengi inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum til lengri tíma og að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. Mark­aðs­að­stæður eru hag­stæðar um þessar mundir og það er ánægju­legt að festa þessi hag­stæðu kjör til næstu fimm ára," segir Bjarni Bene­dikts­son.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent