Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sér fram á samdrátt í íslensku hagkerfi á næstu 12 mánuðum og um þriðjungur þeirra sér fram á fækkun starfsmanna. 11 prósent þeirra sjá fram á að hagkerfið dragist mikið saman en rúmlegur helmingur telur að hagkerfið muni dragast lítillega saman. Þetta kemur fram í nýrri stjórnendakönnun á vegum MMR.
Könnunin skoðaði viðhorf stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til horfa í íslensku hagkerfi og rekstrarumhverfis fyrirtækja og stofnana. Hún var framkvæmd dagana 29. maí til 6. júní 2019 og var heildarfjöldi svarenda 908 stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.
Telja launakostnað munu aukast og starfsmönnum fækka
69 prósent stjórnenda búast við að launakostnaður muni aukast á næstu 12 mánuðum og 30 prósent þeirra sjá fram á fækkun starfsmanna. Við síðustu mælingu sáu 86 prósent stjórnenda fram á að hagkerfið myndi vaxa næstu 12 mánuðina miðað við 12 prósent núna.