30 prósent stjórnenda sjá fram á fækkun starfsmanna

63 prósent stjórnenda sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi samkvæmt nýrri könnun MMR.

desk-office-hero-workspace.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­enda í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­unum sér fram á sam­drátt í íslensku hag­kerfi á næstu 12 mán­uðum og um þriðj­ungur þeirra sér fram á fækkun starfs­manna. 11 pró­sent þeirra sjá fram á að hag­kerfið drag­ist mikið saman en rúm­legur helm­ingur telur að hag­kerfið muni drag­ast lít­il­lega sam­an. Þetta kemur fram í nýrri stjórn­enda­könnun á vegum MMR. 

Könn­unin skoð­aði við­horf stjórn­enda í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­unum til horfa í íslensku hag­kerfi og rekstr­ar­um­hverfis fyr­ir­tækja og stofn­ana. Hún var fram­kvæmd dag­ana 29. maí til 6. júní 2019 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 908 stjórn­endur í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­un­um.

Auglýsing
Borið saman við við­horf stjórn­enda til horfa í rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja í febr­úar 2017 eru stjórn­endur svart­sýnni á efna­hag lands­ins. Hlut­fall stjórn­enda sem sáu fram á aukna eft­ir­spurn á vöru/­þjón­ustu á næstu 12 mán­uðum lækk­aði um tæp 38 pró­sentu­stig milli mæl­inga en 32 pró­sent stjórn­enda sáu nú fram á aukna eft­ir­spurn sam­an­borið við 70 pró­sent í síð­ustu mæl­ingu, að því er kemur fram í rann­sókn­inni.

Mynd: frá MMR

Telja launa­kostnað munu aukast og starfs­mönnum fækka

69 pró­sent stjórn­enda búast við að launa­kostn­aður muni aukast á næstu 12 mán­uðum og 30 pró­sent þeirra sjá fram á fækkun starfs­manna. Við síð­ustu mæl­ingu sáu 86 pró­sent stjórn­enda fram á að hag­kerfið myndi vaxa næstu 12 mán­uð­ina miðað við 12 pró­sent núna.

Mynd: frá MMR

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi
Kjarninn 2. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent