30 prósent stjórnenda sjá fram á fækkun starfsmanna

63 prósent stjórnenda sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi samkvæmt nýrri könnun MMR.

desk-office-hero-workspace.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­enda í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­unum sér fram á sam­drátt í íslensku hag­kerfi á næstu 12 mán­uðum og um þriðj­ungur þeirra sér fram á fækkun starfs­manna. 11 pró­sent þeirra sjá fram á að hag­kerfið drag­ist mikið saman en rúm­legur helm­ingur telur að hag­kerfið muni drag­ast lít­il­lega sam­an. Þetta kemur fram í nýrri stjórn­enda­könnun á vegum MMR. 

Könn­unin skoð­aði við­horf stjórn­enda í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­unum til horfa í íslensku hag­kerfi og rekstr­ar­um­hverfis fyr­ir­tækja og stofn­ana. Hún var fram­kvæmd dag­ana 29. maí til 6. júní 2019 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 908 stjórn­endur í íslenskum fyr­ir­tækjum og stofn­un­um.

Auglýsing
Borið saman við við­horf stjórn­enda til horfa í rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja í febr­úar 2017 eru stjórn­endur svart­sýnni á efna­hag lands­ins. Hlut­fall stjórn­enda sem sáu fram á aukna eft­ir­spurn á vöru/­þjón­ustu á næstu 12 mán­uðum lækk­aði um tæp 38 pró­sentu­stig milli mæl­inga en 32 pró­sent stjórn­enda sáu nú fram á aukna eft­ir­spurn sam­an­borið við 70 pró­sent í síð­ustu mæl­ingu, að því er kemur fram í rann­sókn­inni.

Mynd: frá MMR

Telja launa­kostnað munu aukast og starfs­mönnum fækka

69 pró­sent stjórn­enda búast við að launa­kostn­aður muni aukast á næstu 12 mán­uðum og 30 pró­sent þeirra sjá fram á fækkun starfs­manna. Við síð­ustu mæl­ingu sáu 86 pró­sent stjórn­enda fram á að hag­kerfið myndi vaxa næstu 12 mán­uð­ina miðað við 12 pró­sent núna.

Mynd: frá MMR

Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent