Öðru hverju rúmi á einni bráðageðdeild lokað í fjórar vikur

Frá og með deg­in­um í dag verður þjón­usta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspít­al­ans. Um helm­ingi rúm­anna á deild­inni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð fram yfir verslunarmannahelgi.

snjobylur-i-reykjavik_16034383101_o.jpg
Auglýsing

Um helm­ingi rúma á einni af þremur bráða­geð­deildum Land­spít­al­ans verður lokað frá og með deg­inum í dag og munu þau standa lokuð næst­u fjór­ar vik­urn­ar. Þetta er ­neyð­ar­ráð­stöf­un ­sem gripið er til vegna skorts á fé og fag­fólki, einkum hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, á spít­al­an­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.  

Ekki for­svar­an­legt að geð­heil­brigð­is­þjón­usta sé skert ár eftir ár 

Á deild­inn­i 33A eru rúm fyrir 31 sjúk­ling en frá og með deg­inum í dag og fram yfir Versl­un­ar­manna helgi verða plássin 16. Mar­í­a Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geð­viðs Land­spít­al­ann, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sjálf­vígs­hætta sé algeng­asta ástæða þess að fólk er lagt inn á deild­ina. María segir jafn­framt að þetta sé lík­lega tíunda sum­arið í röð þar sem fækka þurfi rúmum á deild­inn­i. „Í fyrra þurftum við að loka í sex til sjö vikur og við höfum fundið það, þegar við höfum opnað öll rúmin aft­ur, að það er upp­söfnuð þörf, því þá leita gríð­ar­lega margir til okk­ar,“ segir Mar­ía.

Anna Gunn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé ekki for­svar­an­legt að geð­heil­brigð­is­þjón­usta sé skert ár eftir ár. Hún segir hana koma fólki með geð­sjúk­dóma afar illa og ekki í neinu sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu yfir­valda um mik­il­vægi góðrar geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing

Hún bendir á að fólk veik­ist ekk­ert síð­ur­ á sumr­in en á öðrum tíma árs­ins. Ýms­ir há­tíð­is­dag­ar og frí geti oft erf­ið­ar­i en aðrir tímar árs­ins fyrir fólk með geð­rask­an­ir. Hún ítrekar að ­stjórn­mála­menn þurfi að standa við lof­orð sín og tryggja stöðugt fjár­magn til geð­heil­brigð­is­mála. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent