Öðru hverju rúmi á einni bráðageðdeild lokað í fjórar vikur

Frá og með deg­in­um í dag verður þjón­usta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspít­al­ans. Um helm­ingi rúm­anna á deild­inni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð fram yfir verslunarmannahelgi.

snjobylur-i-reykjavik_16034383101_o.jpg
Auglýsing

Um helm­ingi rúma á einni af þremur bráða­geð­deildum Land­spít­al­ans verður lokað frá og með deg­inum í dag og munu þau standa lokuð næst­u fjór­ar vik­urn­ar. Þetta er ­neyð­ar­ráð­stöf­un ­sem gripið er til vegna skorts á fé og fag­fólki, einkum hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, á spít­al­an­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.  

Ekki for­svar­an­legt að geð­heil­brigð­is­þjón­usta sé skert ár eftir ár 

Á deild­inn­i 33A eru rúm fyrir 31 sjúk­ling en frá og með deg­inum í dag og fram yfir Versl­un­ar­manna helgi verða plássin 16. Mar­í­a Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geð­viðs Land­spít­al­ann, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sjálf­vígs­hætta sé algeng­asta ástæða þess að fólk er lagt inn á deild­ina. María segir jafn­framt að þetta sé lík­lega tíunda sum­arið í röð þar sem fækka þurfi rúmum á deild­inn­i. „Í fyrra þurftum við að loka í sex til sjö vikur og við höfum fundið það, þegar við höfum opnað öll rúmin aft­ur, að það er upp­söfnuð þörf, því þá leita gríð­ar­lega margir til okk­ar,“ segir Mar­ía.

Anna Gunn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé ekki for­svar­an­legt að geð­heil­brigð­is­þjón­usta sé skert ár eftir ár. Hún segir hana koma fólki með geð­sjúk­dóma afar illa og ekki í neinu sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu yfir­valda um mik­il­vægi góðrar geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing

Hún bendir á að fólk veik­ist ekk­ert síð­ur­ á sumr­in en á öðrum tíma árs­ins. Ýms­ir há­tíð­is­dag­ar og frí geti oft erf­ið­ar­i en aðrir tímar árs­ins fyrir fólk með geð­rask­an­ir. Hún ítrekar að ­stjórn­mála­menn þurfi að standa við lof­orð sín og tryggja stöðugt fjár­magn til geð­heil­brigð­is­mála. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent